Vindurinn úr iðjuleysingjunum og upphlaupskindunum

Það gleður mig að sjá að mesti vindurinn virðist úr þessu liði sem hefur verið á egóflippi undanfarnar vikur.  Þessir sjálfsskipuðu málsvarar almennings þykjast geta heimtað hitt og þetta "í nafni þjóðarinnar" og tranað fram slöttólfum eins og Þorvaldi Gylfasyni sem einhverju meisturum andans.

Ég vil breytingar, vissulega.  Þó ég styðji ekki núverandi ríkisstjórn þá eru kosningar það heimskulegasta sem hægt væri að gera akkúrat núna, því nú er verk að vinna og þetta pakk sem heimtar kosningar gerir ekkert annað en að þvælast fyrir okkur hinum.  Það að hleypa brjálæðingunum í VG til valda myndi BARA gera illt verra, það er eins öruggt og dagur fylgir nótt.

Mér er nákvæmlega sama hversu oft Þorvaldur Gylfason skrifar sömu greinina í Fréttablaðið (Sjálfstæðisflokkurinn er vondur, kvótakerfið er vont, allt er að fara til fjandans greinina sem hann hefur skrifað vikulega síðan 1992), og mér er nákvæmlega sama hvað Einar Már kemur með snjallar myndlíkingar, þessir álfar vita ekkert um hvað málið snýst eða hvernig við eigum að komast út úr þessu.  Prófessor sem er samvaxinn við inniskóna sína á verndaða vinnustaðnum í Vatnsmýrinni og rykfallinn menningarviti sem heldur að hann sé svo klár að enginn komist nálægt sér eru EKKI mennirnir til að leysa vanda þjóðarinnar.

Og þaðan af síður eru þeir aðilar sem einblína BARA á vandann og kvarta og kveina til þess fallnir.  Pakk sem talar um að nú verði að hækka skatta til að hjálpa öryrkjum og öldruðum.  Jújú, við þurfum að passa upp á alla þjóðfélagshópa, en to be honest people, þá byggjum við ekki upp velferðarkerfi á öryrkjum og bótaþegum.  Hér þarf að tryggja að hægt sé að stofna fyrirtæki, hér þarf að tryggja að fólk geti efnast á eigin dugnaði og að hér geti fólk átt sitt í friði fyrir gírugum krumlum kommúnista og anarkista.

Einar Már naut góðs af góðærinu, fólk spanderaði í bækurnar hans og hann græddi á því.  Þorvaldur Gylfason naut góðs af góðærinu því til var dagblað sem einhverra hluta vegna taldi að hluti pappírs vikunnar væri vel varið í raus hans.  Katrín Oddsdóttir, sjálfskipaður anarkisti og kommúnisti, nemur lög við einkarekinn háskóla sem hefði aldrei orðið til ef hennar líkar hefðu fengið að ráða.  Illugi Jökulsson, sá fýlupúki og merkikerti, hefur verið ritstjóri milljón tímarita sem öll risu og féllu í góðærinu.  Ef góðærið hefði ekki komið til hefði þetta fólk verið enn meira nóboddí en það er í dag.

Það ætti því að fara varlega í að kvarta og þykjast vera heilagri en Jesú.

Nú þarf að tryggja að stjórnvöld loki ekki landinu og breyti okkur í Sovét.  Það er raunveruleg hætta því þau skref sem stigin hafa verið í þá áttina hafa mætt velvilja háværasta stjórnarandstöðuflokksins, VG, hvurs formaður hvatti til þess að framtíð landsins ætti að byggja á skinnaiðnaði, ullarvinnslu, skipasmíðum og áburðarframleiðslu.  One way ticket til sjötta áratugarins.  Hér þurfum við að einkavæðga bankana strax, afnema gjaldeyrishöft og láta markaðinn byggja upp það traust sem hann þarfnast.  Eitt er víst, pólitíkusar byggja ekki upp traust erlendis.

Hættum að hlusta á kverúlantana sem vilja komast til valda og stofna kommúnískt alræðisríki og hættum að vorkenna sjálfum okkur.  Tökum til hendinni og byggjum sjálf upp þjóðfélagið og leyfum náunganum að hagnast eins og honum listir.  Látum markaðinn ráða, því markaðurinn er jú ekkert annað en við sjálf. 


mbl.is Þjóðfundur á Arnarhóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú sérð það greinilega ekki að flest fólk sem hefur verið að mótmæla er í vinnunni á þessum tíma svo er alveg ofboðslega kalt

Ég komst ekki út af vinnu til dæmis og ég er ekki iðjuleysigi

en verð það örugglega með þessa stjórn yfir  mér

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Liberal

"Við vorum ekki nema nokkur hundruð, en það voru samt þúsundir með okkur í anda, sem ekki komu því það var svo kalt!"

Já er það?  Þannig að menn ákveða að allir sem ekki komu (sem sagt restin af þjóðinni) hefði komið ef það hefði ekki verið svona kalt, og þess vegna á að ganga út frá því að þarna hafi þjóðin sagt sína skoðun?

Kannski mætti fólk ekki af því að það hefur engan áhuga á að taka undir með þessum skríl.  Það finnst mér líklegri skýring en að hér séu tugir þúsunda manna sem fóru illa klæddir út í daginn. 

Liberal, 1.12.2008 kl. 16:34

3 identicon

Ég held þú ættir nú frekar að miða við fjöldann sem kemur á laugardögum. Það eru flestir að vinna á mánudögum kl 3.

p.s. það er skríllinn sem skapar verðmætin, en capitalista svínin eins og bónusgrísirnir, bjöggarnir, Hannses Smára og kvótakóngarnir sem hirða svo allann peninginn sem skríllinn skapar. Heldurðu virkilega að einn maður geti skapað verðmæti upp á tugi miljóna á mánuði.

Óli (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband