Bravó... botnfall íslenskrar alþýðu mætt til leiks

Það er ljóst að þetta lið (sem kallar sig væntanlega aktívista og á eftir að fá mikla samúð meðal bloggara og fréttamanna Stöðvar 2) er harðákveðið að sanna að ekkert uppátæki er nógu heimskulegt fyrir þau.  Kæmi mér ekki á óvart þó að einhverjar mannvitsbrekkurnar úr trukkamótmælunum hefðu verið þarna. 

Þetta lið er svo úr tengslum við raunveruleikann að það í alvörunni heldur að það fái einhverju áorkað með innbrotum og skemmdarverkum.  Sennilega eru flestir þarna iðjuleysingjar af guðs náð og gangast upp í því að mótmæla öllu og engu, svona eins og þessi Haukur sem virðist finna sér tíma og peningaráð til að mótmæla öllu.

Þetta fólk talar ekki fyrir munn þjóðarinnar, þau eru EKKI málsvarar almennings.  Þó svo að almenningur sé frústreraður og sér fram á erfiða tíma framundan eru flestir það skynsamir að vita að svona uppþot og skrílslæti skila nákvæmlega engu.  Mín vegna má kasta öllu þessu pakki í steininn og láta það dúsa þar, því eitt er víst, við komumst ekki upp úr þessum öldudal á meðan svona örvitar fá að grassera um allar koppagrundir með bullið í sér og kjánaganginn.  Þau skemma miklu meira fyrir öllum hinum sem vilja komast af stað og byggja hér upp.

Krafan um að byggja landið á aumingjum og iðjuleysingjum er fáránleg, það síðasta sem við þurfum er pakk sem skilur ekki verðmætasköpun við stjórn landsins.  Forgangsröðin á EKKI að vera að þenja út bótakerfi og kalla til enn fleiri afætur í kerfið og drepa þannig niður allt atvinnulíf og gera venjulegu vinnandi fólki ókleift að búa hér á landi.  Forgangsröðin á að vera að byggja hér upp frelsi og traust þannig að fólk geti stofnað sín fyrirtæki og grætt á þeim eins og því sýnist (og tapað að sjálfsögðu líka) án afskipta kverúlanta og ljóðskálda sem telja sig vita allt betur.  Núverandi stjórnvöld eiga vesgú að hunskast til að vinna vinnuna sína í þann tíma sem þau voru til þess ráðin og svo skulum við sjá til, en að reka vinnumennina í miðri törninni er svo heimskulegt að bara rithöfundum og atvinnumótmælendum gæti dottið slík heimska í hug. 


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég glaður að ég mætti ekki á Arnarhól til að ljá þessum liði minn stuðning.

HS (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Einnar línu speki

Mín vegna má kasta öllu þessu pakki í steininn og láta það dúsa þar, því eitt er víst, við komumst ekki upp úr þessum öldudal á meðan svona örvitar fá að grassera um allar koppagrundir með bullið í sér og kjánaganginn.  Þau skemma miklu meira fyrir öllum hinum sem vilja komast af stað og byggja hér upp.Krafan um að byggja landið á aumingjum og iðjuleysingjum er fáránleg, það síðasta sem við þurfum er pakk sem skilur ekki verðmætasköpun við stjórn landsins. 

Ertu að tala um bankamennina og alþingi? 

Einnar línu speki, 1.12.2008 kl. 16:41

3 identicon

Sko, ég er að mestu sammála þér.

En eins og fyrirtæki eiga að fá möguleikann á að þéna pening og tapa honum á vörunni sem þeir selja þá eiga þeir líka að geta orðið gjalþrota. 

Ríkisstjórnin er bara fyrirtæki, þjónustufyrirtæki. Þeir selja stjórn á landinu sem þjónustu.

Ég er ekkert að segja að ríkisstjórnin eigi að segja af sér, bara að reka þá ráðherra sem þjóna ekki sýnum tilgangi. En möguleikinn á að vera til staðar. Ef meirihluti þjóðarinnar vill ekki skipta við þetta þjónustu fyrirtæki þá á hún að geta valið sér annan þjónustuaðila.

Bjarki (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: brahim

 Hverskonar talsmáti er þetta hjá þér. Þetta eru meiðandi ummæli sem þú viðhefur um þetta fólk. Þessar afætur á kerfinu eru væntanlega Öryrkjar. Hafa þeir ekki unnið fyrir sínu, meðan heilsan leifði, og borgaði það ekki sýna skatta og skyldur til samfélagsins rétt eins og þú. Og Öryrkjar borga sína skatta af þeim smánarlegu bótum sem þeir fá. Og jafnlágar bætur fyrirfinnast ekki í öðrum vestrænum ríkjum ef ég þekki það rétt. Þér væri nær að taka þátt í þessum mótmælum á öllum þeim skerðingum og rétti sem fólki er beitt. En eins og þú skrifar ertu sjálfsagt einn af þeim sem hefur það gott og þarft ekki að hafa áhyggjur af afkomu þinni. Missa húsnæðið vegna þess að fólk getur orðið ekki greitt af þeim, bílinn sinn og borga almenna reikninga sem og hafa ofan í sig og á. Hafðu skömm fyrir þennan fáránlega pistil þinn.

Sennilega eru flestir þarna iðjuleysingjar af guðs náð og gangast upp í því að mótmæla öllu og engu, svona eins og þessi Haukur sem virðist finna sér tíma og peningaráð til að mótmæla öllu.     uppþot og skrílslæti.    Mín vegna má kasta öllu þessu pakki í steininn og láta það dúsa þar, því eitt er víst, við komumst ekki upp úr þessum öldudal á meðan svona örvitar fá að grassera um allar koppagrundir með bullið í sér og kjánaganginn.  Þau skemma miklu meira fyrir öllum hinum sem vilja komast af stað og byggja hér upp. Krafan um að byggja landið á aumingjum og iðjuleysingjum er fáránleg. Forgangsröðin á EKKI að vera að þenja út bótakerfi og kalla til enn fleiri afætur í kerfið og drepa þannig niður allt atvinnulíf og gera venjulegu vinnandi fólki ókleift að búa hér á land.

brahim, 1.12.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Liberal

brahim, það eru til öryrkjar og svo eru til öryrkjar.  Stór hluti "öryrkja" er fólk sem er fullvinnufært og amar ekkert að, annað en botnlaus leti og heimtufrekja.  Sumir öryrkjar eru sannanlega óvinnufærir og þeim ber að hjálpa, slíkt er mikilvægt.  En að halda að allir sem titla sig öryrkja séu fórnarlömb og eigi bágt er einfaldlega rangt.  Það eru afæturnar sem ég vil gera útlægar.  Og ég hef enga skömm af þessu, aumingjavæðing þjóðfélagsins er mein sem þarf að uppræta.

Liberal, 1.12.2008 kl. 17:14

6 identicon

Íslenska fólkið nýtur stuðnings allra þjóða en ekki íslenska ríkisstjórnin.

Það verður ekki tekið mark á okkur fyrr en búið er að skipa frambærilegt og hæft fólk bæði í Seðlabanka og ríkisstjórn.
Þær kröfur sem eru settar fram af nágrannaþjóðum okkar eru í raun að við eigum að breyta um stefnu, og taka upp heilbrigða stjórnarhætti þar sem gætt er hagsmuna almennings.
Spillinguna í stjórnkerfinu þarf að uppræta og endurreisa lýðræðið.

Staðan á Íslandi núna er eins og Hitler hefði haldið áfram að stjórna Þýskalandi eftir stríðið.
Göring og Göbbels eru ennþá ráðherrar.

Þráseta hins vanhæfa og spillta seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar veldur þjóðinni ómældu tjóni.

Hver dagur sem líður með þessa hörmung hangandi yfir þjóðinni færir landið nær endanlegri tortímingu.

http://www.visir.is/article/20081201/VIDSKIPTI06/376535713
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aTtseWM3RQq8
http://eyjan.is/blog/2008/11/18/dosent-vid-hi-ottast-svigrum-sedlabankans-sem-se-thegar-ruinn-trausti-heima-og-heiman/

RagnarA (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:17

7 identicon

Það væri svo auðvelt að binda endi á þessi mótmæli. Bara ef ráðamenn væru til í að hlusta á kröfur almennings.

 Það er líka auðvelt að láta svona vitleysu út úr sér þegar maður er Liberal, búandi í kjallara í Garðabæ hjá kolkrabbaforeldrum sínum. Vertu samt ekki fáviti.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: corvus corax

Á meðan þú, skíthællinn Liberal, situr heima og rærð í spikinu og telur peningana þína er fjöldi fólks úr öllum stigum þjóðfélagsins tilbúið að fórna tíma og erfiði og jafnvel láta sprauta á sig piparúða og táragasi til að verja grundvallarmannréttindi sín OG ÞÍN auminginn þinn!

corvus corax, 1.12.2008 kl. 18:00

9 Smámynd: Liberal

Nei, corvus corax, þetta fólk er ekki að verja nein mannréttindi, það eru ekki mannréttindi að heimta það að fá að kjósa eða krefjast þess að hinir og þessir verði hengdir. Þetta lið talar ekki fyrir þjóðina, það talar nákvæmlega bara fyrir sig sjálft. Og ef landið lendir í krumlum ykkar aumingjanna getum við kysst þetta land endanlega bless. Þú og allar hinar dramadrottningarnar getið haldið áfram að hittast og plotta byltingu, verið bara ekki fyrir okkur hinum sem erum að reyna að búa til eitthvað sem komandi kynslóðir geta notað til að skapa verðmæti. Því ekki gerið þið það.

Liberal, 1.12.2008 kl. 18:11

10 identicon

Liberal; dettur þér í hug að það sé tekið mark á þér eða öðru hægri sinnuðu fólki sem er búið að framkvæma það níðingsverk að steypa okkur í þrældóm og fátækt?

þú sýnir allavega hvað þú myndir kjósa ef við fengjum alvöru lýðræði hérna   X-D ekki satt

kommon...það er hlegið að þér og þínum líkum um allar koppagrundir.

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:33

11 identicon

Ef þú værir sannur frjálshyggjumaður vildirðu líka sjá sjálfstæðisflokkinn fara, hann er að eyðileggja orðspor liberalista. Þú gerir eiginlega líka þinn hlut í að eyðileggja það.

Ég ætla að vona að þetta blogg sé bara grín. Hvort sem svo er eða ekki, skammastu þín! 

Daníel (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:33

12 Smámynd: Liberal

Já, atvinnumaður og við vitum öll hvað þú myndir kjósa. Ástþór. Mér sýnist þú vera akkúrat þannig týpa.

Liberal, 1.12.2008 kl. 18:54

13 identicon

Fyndið hvað málefnalegar umræður fara alltaf í rassgat þegar hver sem er getur fengið að taka þátt í umræðunni.

Mér sýnast allir hérna villja breytingu, ekki satt? Þú, Liberal villt fá betri hægrisinnaða ríkisstjórn. Sem hjálpar íslensku atvinnulífi að standa aftur upp og taka þátt í hinum frjálsa markaði á heimsmælikvarða? Atvinnumaður, þú villt fá allt annað en Sjálfstæðisflokkinn því þú heldur að þeir geti stjórnað þínu landi betur en Sjálfstæðisflokkurinn (og kannski jafnvel samfylkingin)? ALLIR VILJA BREYTINGU! Spurningin er bara hvernig. Sumir myndu segja að það væri rugl að eyða tíma í að kjósa nýjan skipstjóra þegar skipið er að sigla  á ísjaka, jafnvel þó að skipstjórinn vilji fara suður þegar förinni er heitið norður. Aðrir vilja meina að þegar skipstjórinn á ferjunni sé blindfullur og viti ekkert hvert hann sé á leiðinni og sé samtímis að stefna lífi farþeganna í hættu, þá eigi einhver að taka af honum stjórnvölinn, bara að einhver geri eitthvað! (sov ég noti nú duggu-myndlíkingar sem bæði pólitíkusar og blaðamenn eru búnir að ofnota síðustu vikurnar)

Þetta verðum við (íslendingar) að gera á einn eða annan hátt. Og þó fólk haldi kannski að stjórnmálamennirnir okkar sé asnar þá talar það út úr rassgatinu á sér! Því það getur verið að þeir séu ósammála okkur, en það nær ekki lengra! Og það eru bara tveir möguleikar, annaðhvort vilja þeir láta kjósa sig aftur næsta kjörtímabil eða þá er þeim allveg sama um það því þeir villja bara gera það besta fyrir þjóðina (þó þjóðin sé þeim ósammála).

Við höfum stjórnarskrá, löggjöf og lögreglu. Stjórnarskráinn mun vernda okkur! Því ef allt er virkilega á leiðinni í kúk þá mun Forsetinn rjúfa þing og efna til kosninga (2 kafli 24. grein). 

Löggjöfin tryggir að það sama gildi fyrir alla. Málið er bara að hún getur ekki bannað okkur að gera það sem er siðlaust. Mér finnst sjálfum fólk oft rugla siðferðilega og lagalega Rétt/Rangt saman. 

Og löggan? Löggur hafa ömurlegt starf! Þeir eiga að vera harðir og standa á sínu (svo framalega sem þeir hafi rétt fyrir sér). Ef löggan heldur uppi lögum og reglu, þá eru þeir að vinna vinnuna sína.

En hvað varðar fólk sem reynir að brjótast inn í seðlabankann eða á lögreglustöðina: Hefur það eitthvað planað hvað það ætlar að gera þegar það kemst inn? Fara inn og ná í Davíð? ok, hvað svo? Fara með hann út á ingólfshól og rasskella? Berja hann? Com on! Þetta fólk eru hinir sönnu lýðvargar! eyðilegja fyrir okkur hinum lýðræðið!

með kærri fullveldis kveðju,

Bjarki

Bjarki (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:41

14 Smámynd: corvus corax

Liberal, þú ert að gera nákvæmlega ekki neitt nema að hæða aðra fyrir þeirra baráttu af því að þig vantar kjarkinn og getuna.

corvus corax, 1.12.2008 kl. 21:01

15 identicon

nei ég mundi ekki kjósa Ástþór og vil ekki að gengið sé sé til kosninga en ég vil aftur á móti að það lið sem þú situr sveittur við að verja sé borið út og FAGFÓLK sett í staðin.

þú hefur sýnt og sannað þitt innræti svo um munar hérna á moggablogginu við að verja þetta lið og sýnir þitt sanna eðli svo um munar og það á Fullveldisdaginn sjálfan..... SVIKARI

Atvinnumaður (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:14

16 identicon

Atvinnumaður:

Ertu 14 ára eða eitthvað? Þú virðist lifa í einhverju fantasíu "V for Vendetta"-heimi þar sem þú heldur að allir séu að kúga þig.

Meira hvað fólk getur grenjað hérna.

Corvux Corax: Núna skalt þú segja mér nákvæmlega hvaða mannréttindi þetta lið er að verja.

Gummi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband