Gallinn við svona framkvæmd

Er sá að þegar kosið er um tiltekið og afmarkað málefni, oft á tíðum mál sem velflestum er sama um, þá muni þrýstihópar, fámennir en háværir klúbbar, fá sínu framgengt þvert á almannahagsmuni.

Nú spái ég lítið í þessum vegi, ég á líklegast eftir nota hann kannski 2x um ævina, og er í raun slétt sama um hann.  Hins vegar eru svona útnáravegir oft á tíðum slysagildrur, og ég vel á fjögurra ára fresti fulltrúa til að sjá um þessa hluti fyrir mig, aðila hvers dómgreind ég treysti (umdeilanlegt eins og það nú er eftir á að hyggja), svo ég þurfi ekki að setja mig inn í hvert einasta smámál sem upp kemur og einhver sér ástæðu til að mótmæla og fjargviðrast út af.

Landvernd ásamt Náttúrverndarsamtökum Íslands (einkaklúbbi Árna Finnssonar), eru dæmi um fámenna þrýstihópa sem einhverra hluta vegna hafa svo til óheftan aðgang að fjölmiðlum og virka því mun stærri en þeir í raun eru.  Og bara af því að handfylli af náttúrverndarsinnum finnst ómögulegt að raska náttúrunni almennt (þessir aðilar eru sífellt á móti öllu sem getur haft áhrif á náttúruna, það er að segja ef það runnið undan rifjum "hægrimanna", sem Árna er sérstaklega í nöp við).

Útkoman úr kosningunni verður eflaust afgerandi, þeir sem taka þátt verða flestir á móti því að ráðist verði í nokkrar framkvæmdir á svæðinu, og Landvernd og Árni eiga eftir að mæta glaðhlakkalegir í fjölmiðla og fullyrða að "þjóðin hafi talað".  Þegar í raun og sann þjóðin segir lítið því henni er alveg sama, en einstaka fótgönguliðar í herdeildum samtaka á borð við Landvernd fara í allar tölvur sem þeir komast í til að greiða atkvæði.

Landvernd og Árni eru ekki meiri talsmenn þjóðarinnar en trukkabílstjórarnir.

Svona í ljósi þess að Árni sagði í viðtali um daginn að þeir sem ekki eru honum sammála um útfærslu á náttúruvernd séu hægrimenn og til einskis nýtir, þá væri ekki úr vegi að spyrja Árna hvaða skoðun hann hefur á því að hans fólk (sem ég reikna með að sé vinstrisinnaðara en sjálfur Lenín) vilji útrýma skóglendi á Hólmsheiði svo hægt sé að setja flugvöll á þann stað í borginni þar sem aðstæður til flugs eru hvað verstar.  Eða getur verið að helstu talsmenn náttúrverndar sjái eingöngu til efni til að verja náttúru gegn ágangi "hægrimanna" en ágangur vinstrimanna sé eðlileg framþróun þjóðinni til heilla?

Bara spyr


mbl.is Almenningur segi álit sitt á Gjábakkavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband