Þessi frétt er í boði Símans
27.4.2008 | 10:46
Gasalega er þetta spennandi. Ég er sjálfur búinn að vaka síðan kl. 04:00 í nótt til að fylgjast með útsendingunni og þetta er gott sjónvarp. Gott, segi ég.
Ég hef ekki verið svona spenntur síðan Ellý Ármanns auglýsti húsið sitt til sölu í Fréttablaðinu á föstudaginn ("Læt það ekki fyrir minna en 120 milljónir!"). Góð fréttamennska.
Fylgist með þann 1. maí þegar mjólkurfræðingar frá Flóamönnum fara á kajak út í Kolbeinsey til að kanna hvort nýja hundamjólkurjógúrtið þoli flutning á sjó við erfiðar aðstæður. Það fara víst 34 manns og 10 fararstjórar, bein útsending í gegnum vefmyndavél Mjólkursamsölunnar og alles.
Það verður ekkert smáspennandi, og rökrétt framhald af þeim hæðum sem íslensk fjölmiðlun er að ná um þessar mundir. Mér skilst að Lára Ómarsdóttir muni hafa náð samningum við langvíur í Kolbeinsey þess efnis að þær grýti eggjum sínum í mjólkurfræðingana þegar þeir koma að landi... og allt í beinni.
Bein útsending frá Hnjúknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þú gleymdir bara einni góðri settningu..... Síminn lætur það gerast!
Þetta er merkur áfangi í fjarskiptasögu landsins því aldrei áður hefur verið hægt að hringja hvort heldur sem er venjulegt símtal eða myndsímtal frá hæsta tind landsins.
Óttarr Makuch, 27.4.2008 kl. 11:53
Nei, og það hefur svo sannarlega staðið þjóðinni fyrir þrifum. Hversu oft hafa menn ekki upplifað það að standa uppi á Hvannadalshnjúk og hugsað með sér: "Mikið væri ég til í að eiga myndsímtal og senda gott SMS akkúrat núna, frekar en að einbeita mér að því að komast til byggða klakklaust".
Til hamingju Ísland með þennan glæsta áfanga, nú getum við áhyggjulaust klifið hæsta tind landsins og verið örugg með að geta sent SMS á okkar nánustu þar sem í stendur: "Tjékkaðu á kallinum!!! Kominn á toppinn!" Móttakendur slíkra skeyta munu kætast.
Liberal, 27.4.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.