9 mannréttinda"fulltrúar"?
28.4.2008 | 13:19
9 mannréttindafulltrúar? Er ekki verið að grínast? Hver og einn er með, segjum, 500þ í laun á mánuði, brúttó, svo leggjast ofan á 40% launatengd gjöld, sem gerir 700þ á mánuði í heildarlaunakostnað per "fulltrúa", sinnum 9 = 6.3 milljónir á mánuði, x 12 sem gerir heilar 75.6 milljónir íslenskra króna á ári í BARA launakostnað vegna einhverra "mannréttindafulltrúa" sem hafa óskilgreint starfssvið og umfang!
Og þetta finnst Sóleyju barasta allt í lagi. Ekkert mál að hafa 9 manns á launum við það að marka stefnu borgarinnar sem leiðandi í mannréttindamálum. Auðvitað að hafa 9 manns á launum við að tryggja umsjón með aðgengi fatlaðra að byggingum borgarinnar, svona til viðbótar við alla aðra sem gera slíkt... svona út frá mannréttindalegu sjónarhorni.
Þarf nokkuð frekari sannana við að það er stórvarhugavert að hleypa Vinstri grænum í almannafé, fyrst þeim finnst þetta vera peningum vel varið?
Borgarstjóri segir yfirlýsingar Sóleyjar ekki réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er auðvitað frekar spæld að feminista vinkonur hennar geti ekki verið á launum hjá borginni við það að punga út samsæriskenningum.
Viðar Freyr Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 15:18
Þessir mannréttindafulltrúar eru allir nema einn í öðrum störfum hjá borginni og þiggja engin laun aukalega fyrir það að bæta við sig mannréttindatitli ofan á önnur störf, að því að mér skilst. Þannig að þessir útreikningar standast ekki.
Svala Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.