Íslandsmeistaramót í gífuryrðum og upphrópunum
1.5.2008 | 15:15
Forkólfar verkalýðsfélaganna keppast í dag við að slá um sig með stórum orðum og útúrsnúningum. Ögmundur og aðrir horfa með löngunaraugum til þess tíma þegar allir höfðu það jafnskítt, og fordæma að nú skuli allir hafa það miklu betra, en sumir betra en aðrir. Betra er að allir hafi það ömurlegt en að allir hafi það gott, þó misgott.
Það er ótrúlegt hvernig sumir geta talið sjálfum sér trú um að hér hafi aldrei verið stéttaskipting eða að hér hafi einu sinni allir verið jafnir. Hér á landi hefur alltaf verið stéttaskipting, það er bara fyrst núna sem fólk er farið að viðurkenna það.
Ég sé ekkert rangt eða óeðlilegt við það að þeir sem leggi hart að sér uppskeri eins og þeir hafa til sáð, og þaðan af síður sé ég neitt óeðlilegt við það að þeir sem ekki nenna t.d. að mennta sig eða leggja á sig vinnu, skuli þurfa að fara á mis við munaðinn í lífinu.
Á Íslandi eru nefnilega sárafáir fátækirk, en ansi margir blankir; Ögmundur og félagar gera engan greinarmun á þessu.
Eru það sjálfsögðu mannréttindi að eiga bíl, tjaldhýsi, geta farið í utanlandsferðir, átt GSM síma, verið með áskrift að stöð 2? Fjölmargir þeirra sem ég heyri barma sér hvað mest og hæst er einmitt fólk sem á ekki pening, ekki vegna þess að það sé fátækt, heldur vegna þess að það hefur tilhneygingu til að sanka að sér hlutum sem það hefur engin not fyrir og hefur ekki efni á.
Fjöldinn allur af fólki í dag er í erfiðleikum; það getur ekki borgað af nýju eldhúsinnréttingunni, tjaldvagninum, VISA kortið er að sliga það, nýi jeppinn eyðir svo miklu og er svo dýr í rekstri... þessu fólki vill Ögmundur að ríkið hjálpi. Blanka fólkinu.
Kannski ef fólk hætti að væla og færi að leggja á sig vinnu og sýna skynsemi, þá hefðu miklu fleiri það miklu betra, þá væru kannski færri blankir.
Formaður SFR: Splundruð þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ögmundur?? Hann er ábyggilega ekki allur þar sem hann er séður, en ríkið hefur stækkað mest hjá sjálfstæðis og framsóknarflokkunum, þeir þurfa enga hjálp frá Ögmundi.
merki þitt er uglan, er það vegna þess að þú þykist sjá í myrkrinu og því vísari en "hinir"? finnst þér kominn tími til að "gagnlausu munnarnir" (useless eaters) deyji úr hungri? heimsækir þú gluggalausum musteri reglulega og tekur þátt í athöfnum með "bræðrunum"? bara að spá
ég næ alls ekki hvernig fólk á að geta komist út úr því sem framundan er, öðruvísi en án eigna. ég hef ekki keypt dýra bíla eða sumarbústaði, en átti samt bara ca 45% af eign minni þegar ég seldi hana. á næstu 2 árum hefði sú eign dottið niður í ekkert, með 30% lækkun húsnæðisvers og verðbólgu sem hækkar lánin (óháð lægra söluverði).
svo talar þú um gífuryrði? ég var þarna og mér fannst þeir ganga á eggskurn, passa sig svo vel að æsa ekki lýðinn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 16:47
Þarna held ég að þú hafir skráð þig sem Íslandsmeistara í gífuryrðum og upphrópunum. Þegar þú segir"Ég sé ekkert rangt eða óeðlilegt við það að þeir sem hafa lagt hart að sér uppskeri eins og þeir hafa til sáð",áttu þá við t.d. þá sem fengu bankana að gjöf frá íslensku þjóðinni,og hafa lagt hart að sér við að borga sjálfum sér ofurlaun,skuldsetja bankana svo rækilega að þeir eru komnir í vandræði,og ætla svo að senda þeirri sömu þjóð og gaf þeim bankana,reikninginn fyrir bruðlinu og vitleysunni. Og þegar þú segir"og þaðan af síður sé ég ekki neitt óeðlilegt við það að þeir sem t.d. ekki nenna að mennta sig eða leggja á sig vinnu,skuli fara á mis við munaðinn í lífinu",gerirðu þér grein fyrir því að sumir hafa ekki haft nein tækifæri til að mennta sig og sumir geta ekki unnið vegna sjúkdóma. Ég á ekki bíl og þaðan af síður tjaldhýsi,og ég hef ekki farið til útanda í nær þrjátíu ár.Ég á að vísu GSM síma og er áskrifandi að stöð2,og ég er að berjast við að kaupa tæplega 40 fermetra íbúð í rúmlega áttatíu gömlu húsi.Ég neyddist til að taka íbúðina aðeins í gegn,til þess að hún yrði íbúðarhæf.Endar ná ekki saman hjá mér,er það vegna óhóflegrar neyslu?
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 1.5.2008 kl. 21:18
Á að vera áttatíu ára gömlu húsi.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 1.5.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.