Skoðanaleysisstjórnmál Samfylkingarinnar bíða skipbrot
1.5.2008 | 18:21
Það er aðeins ein ástæða fyrir þessu afhroði Samfylkingarinnar; einörð skoðanaleysisstefna hennar í öllum málum. Samfylkingin tekur aldrei afstöðu í neinu máli, og það róttækasta sem sá flokkur gerir er að skipa nefndir. Samfylkingin stendur fyrir lítið í íslenskum stjórnmálum, sem vekur upp gremju þeirra sem hana kusu síðast í ljósi digurbarkalegra yfirlýsinga forsprakka flokksins.
Ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn hrynur ekki líka er einfaldlega sú að þó svo að Geir og Árni séu arfavondir stjórnmálamenn, þá er einfaldlega ekkert annað í boði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er lélegur og tvístígur á miðju íslenskra stjórnmála og reynir að vera öllum allt, en skynsamir kjósendur hafa einfaldlega ekkert val.
Ef þú kýst Samfylkinguna, ertu að kjósa ráðleysi og skoðanaleysi, þá geturðu allt eins bara kosið Sjálfstæðisflokkinn, þú veist að hann fer alla vega ekki lengra til vinstri en hann er í dag.
Ef þú kýst Vinstri Græna ertu að kalla yfir þig myrkar miðaldir kommúnismans, skattpíningu, miðstýringu, þjóðnýtingu og fjárhagslegt sem og hugmyndafræðilegt gjaldþrot Íslands.
Ef þú kýst Framsókn ertu að kjósa sama gamla bændaflokkinn sem ól af sér menn eins og Björn Inga og Guðna Ágústsson, meira þarf ekki að segja.
Ef þú kýst Frjálslynda ertu týpa sem hefur áhuga á kvótakerfinu, hlustar á Útvarp Sögu og hefur skoðun á handboltaferli Jónínu Ben. Þú getur allt eins bara stimplaði þig sem lúser strax.
Ergó, Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli og á líklegast eftir að styrkjast, því allt annað sem er í boði er eins og lélegt álegg komið langt fram yfir síðasta söludag.
![]() |
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.