Stórsigur Sjálfstæðismanna

Ég lít á þetta sem stórsigur fyrir Sjálfstæðismenn, þ.e.a.s. að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli fá þvílíka útreið í þessari könnun.

Af hverju?

Jú, því ég lít á þessa pólitísku liðhlaupa sem þekja borgarfulltrúastólana sem allt annað en Sjálfstæðismenn.  Hvert eitt og einasta þeirra má kalla pólitísk viðrini, fólk sem á nákvæmlega ekkert erindi í stjórnmál, og því er gott að enn eina ferðina skuli hamrað á því við þau að kjósendur vilja ekki sjá þau.

Sá dagur getur ekki komið nógu fljótt að Sjálfstæðismenn fái frelsi undan því oki sem Vilhjálmur og skósveinar hans hafa skellt á kjósendur Sjálfstæðisflokksins í borginni. 

Þegar hárprúði læknirinn er orðinn að betri valmöguleika en fulltrúar Sjálfstæðismanna, þá er fokið í flest skjól og deginum ljósara að fulltrúar í borgarstjórn eru botnfall íslenskra stjórnmála, og meðaltalið skánaði einungis agnarögn þegar Björn Ingi hraktist á braut.

Ekki svo að skilja að þau sem í hinum flokkunum standa séu hótinu betri?  Svandís er á hraðri leið með að setja Norðurlandamet í frekju, Guð má vita fyrir hvað hann-þarna-Bergsson stendur fyrir, borgarstjórinn er nú mesta furðufyrirbæri sem maður hefur í annan tíma séð, og leiðtogi Samfylkingarinnar kann manna best að blaðra og segja ekkert. 

Við erum í þeirri aðstöðu að hafa handónýta pólitíkusa í borginni, í öllum flokkum, en kerfið sem við búum við neyðir okkur til að velja einhvern, því ef við sitjum heima, þá er hættan sú að verst gefnu kjósendurnir (þessir lengst til vinstri) fái sínu framgengt, og frumskylda hvers kosningabærs einstaklings er að koma í veg fyrir að vinstrimenn komist til valda.

En ég fagna þessu, og vona að þetta verði til þess að hin stjórnmálalegu viðrini sem svívirða Sjálfstæðisflokkinn með nærveru sinni í ráðhúsinu hypji sig sem allra fyrst á braut.

Og þá fáum við kannski Sjálfstæðisflokkinn til baka, þann hinn sama og rétt um helmingur borgarbúa var stoltur af því að kjósa.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er ljótt að segja það og þó þetta sé að vísu aðeins stílfært hjá þér, þá er þetta því miður í meginatriðum sannleikurinn.

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.5.2008 kl. 20:43

2 identicon

Er villi ekki með frekju, nei auðvitað það eru bara konur sem eru með frekju. Furðulegt hvernig staðalmyndir eru fastar í hausnum á hægri mönnum.

Valsól (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Liberal

Villi er ekki með frekju, Villi er bara.... Villi.  Og það er ekki hrós.  Svandís er frekjudós og sýnir meiri yfirgang en eðlilegt getur talist undir jafnvel ýktustu kringumstæðum.  Og svo má ekki gleyma því að af allri þeirri spillingu sem grasserar hjá flokkunum í borginni, þá hefur hún sýnt mestu spillinguna; þ.e.a.s. þegar hún fór í mál við OR, fékk það í hausinn að hún ætti ekki séns að vinna það mál, komst í meirihluta, og sendi svo OR reikninginn fyrir eigin málaferlum gegn fyrirtækinu.  Tæp milljón, takk.  Gott að vera pólitíkus og fara í mál við Pétur og Pál og senda þeim svo reikninginn hvernig sem fer.

Liberal, 14.5.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband