Óljósar kröfur og smábarnafrekjuköst

Þessir trukkarar virðast ekki bera mikið skynbragð á það hvenær fólk er búið að fá nóg af þeim, nú eða hvenær þeir hafa orðið sér til fullkominnar skammar. 

Fyrst börðust þeir fyrir því að bensínálögur yrðu lækkaðar, því þær væru svo miklu hærri en alls staðar annars staðar.  Svo var þeim sýnt fram á, í mestu rólegheitum, að þær væru í raun lægri hér en víðast í kringum okkur, heimsmarkaðsverð á olíu væri um að kenna.

Þá fóru þessir snillingar til baka, en samt alveg jafn pirraðir, og fundu annað til að mótmæla.  Nú vilja þeir fá að keyra án hvíldar eins lengi og þeim sýnist.  Þá var þeim bent á að lög um hvíldartíma bílstjóra væru nú ekki aðeins settar fyrir þá, heldur fyrir okkur hin í umferðinni sem þurfum að deila vegunum með þessum mönnum, sem virðast í óðaönn að sanna að þú þarft ekki að vera sérlega vel gefinn til að fá að keyra margra tonna trukk.  Ég efast stórlega um að almenningur sé hrifinn af því að eiga það á hættu að fá svefndrukkinn trukkabílstjóra á móti sér á öfugum vegarhelmingi svona um miðja nótt.  Toyota Yaris á lítinn séns í stóran Scania trukk.

En þeim finnst þetta sjálfsögð mannréttindi sín, að stofna lífi og limum almennings í hættu.  Þeir eru jú trukkarar og svo miklar hvunndagshetjur.

Svo ákváðu þeir að lemja aðeins á löggunni, og virðast halda að bara eigi að virða sum lög en ekki önnur, og að það sé í fínu lagi að beita lögreglu ofbeldi ef þeim finnst málstaðurinn góður.  Þeir fengu svo dyggan stuðning frá drukknum menntaskólakrökkum.

Gleymum svo ekki þegar Sturla brá sér í gervi Júdasar og afneitaði vini sínum í beinni útsendingu, það hefur nú örugglega mælst vel fyrir hjá hinum vinum hans í gáfumannafélaginu Trukknum.  

Og þess á milli gaf hann sér tíma til að auglýsa fyrir olíufélag, svona mitt á milli þess sem hann mótmælti of háu bensínverði, en tók fram að hann kenndi alls ekki olíufélögum um hátt bensínverð, heldur fyrst og fremst ríkisstjórninni.

Og nú ætla þessar mannvitsbrekkur að hlamma sér á Austurvöll og mótmæla.  Mótmæla hverju, er ekki alveg ljóst.  Þeir fóru í síðustu viku mikinn og flautuðu hátt og snjallt á reðurtáknum bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið, og uppskáru það að eyðileggja samræmt próf hjá krökkum í miðbænum sem fengu ekki frið til að taka prófið.  Bravó.

"Þetta er bara ríkisstjórnin" segir Sturla þegar á hann er gengið.  Ríkisstjórnin ber ábyrgð á öllu því sem hann er ósáttur við í sínu lífi.  Hann tók lán til að kaupa sér trukk, og nú þegar hann getur ekki borgað af láninu, þá er það einhverjum öðrum að kenna.

"Bæta kjör fólksins í landinu"?  Hvernig þá?  Eða bæta kjör afmarkaðs hóps með sérlundaðar kröfur og brenglaðar hugmyndir um eigið ágæti?  Trukkara sem telja sig vera Guðs gjöf til almennings, messíasar götunnar? Jújú, eflaust er erfitt hjá mörgum trukkurum í dag, rétt eins og hjá öðru fólki, en þegar menn hafa sýnt kjánaskap í eigin fjármálum og eru í klemmu í dag, þá er ekki hægt að hlaupa til hins opinbera og krefjast þess að fá fríspil, bara af því að lífið sé svo ósanngjarnt.   

Eitt er þó ljóst, Sturla er karakter sem hefði sómt sér vel í hvaða Radíusflugu sem er.  Svona nútíma Elli skrýtni í Eskihlíðinni.  Nú vantar bara að þessir trukkarar stormi niður á Austurvöll með kindabyssuna og fari að bryðja grjót.  Það væri samt gott, svona ef maður á að gæta sanngirni, ef einhver sem getur hugsað hálfa hugsun hjálparlaust, myndi benda þessum hópi á að þeir eru að hegða sér eins og óuppaldir og frekir smákrakkar í dótabúð fyrir jólin, og frekja og grenjuköst skila engu.  Þeir virðast ekki vera þess umkomnir að átta sig á því upp á eigin spýtur.


mbl.is Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Baldur Jón (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er gott að þú getur lifað sáttur við Guð og menn. Það er ekki öllum gefið

Kjartan Pálmarsson, 14.5.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Liberal

Ef þú ert ekki sáttur við Guð og menn, er þá ekki kjörið að skammast út í Guð og menn fyrir að þóknast þér ekki?

Liberal, 14.5.2008 kl. 12:48

4 identicon

Tekur frekar sterkt til orða en hefur í meginatriðum rétt fyrir þér. Hef haft það á tilfinningunni að vörubílstjórar viti ekki alveg hvað þeir meini þegar þeir segja "Við viljum bara að þeir lagi þetta".   Ehhhh... Hverjir eru þeir og hvað er þetta?

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

óóó þú ert sem sagt ekki sáttur við Guð og menn. Æjæjæj

Kjartan Pálmarsson, 14.5.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband