Stoðar lítið að hafa áhyggjur ef ekkert er gert

Varaformaður míns flokks má alveg hafa áhyggjur, hún er svo sannarlega ekki ein um það.  En það hrekkur skammt að hafa áhyggjurnar þegar enginn virðist tilbúinn að grípa til aðgerða til að leysa málið. 

Það að Þorgerður skuli lýsa yfir áhyggjum af ástandinu er soldið eins og Stefán Friðrik að blogga - tilgangslaust, augljóst öllum, og bætir nákvæmlega engu við staðreyndir málsins.

Hvernig væri nú að kalla þessa hjörð borgarfulltrúa inn á fund í Valhöll og gera þeim ljóst að:

a) Villi fær EKKI að verða borgarstjóri eftir ár

b) Enginn sexmenninganna skal fá að bjóða sig fram fyrir flokkinn eftir 2 ár

c) REI málið skal leysa strax með því að selja fyrirtækið og hætta áhættufjárfestingum með almannafé

Þá erum við að sjá eitthvað gerast.

En á meðan Þorgerður hefur bara áhyggjur, líkt og rétt tæpur helmingur kosningabærra borgara sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu, gerist lítið, því Villi og hans kumpánar í borginni virðast algerlega glórulausir og í engum tengslum við lífið í landinu.

Ég, og aðrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, fyrirlítum Villa og sexmenningana.  Bæði fyrir það sem þetta lið hefur gert borginni, og líka það að þau hafa lagt borgina aftur í hendurnar á vinstriöflunum og það er dauðadómur yfir borginni okkar.


mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband