Utanaðkomandi, bitte schön

Enginn núverandi fulltrúa í borginni á skilið að leiða flokkinn í næstu kosningum, og enginn þeirra á í raun skilið að bjóða sig fram aftur, slík er sú skömm sem þeir hafa leitt yfir minn flokk.

Best væri að fá einhvern utanaðkomandi til að leiða flokkinn, einhvern sem hefur ekki gerst sekur um pólitísk landráð; mokað undir stækustu vinstristefnu í borginni.

Ef núverandi fulltrúar dirfast að bjóða sig fram aftur, þá gera þeir það sem stjórnlausir vinstrimenn að villa á sér heimildir.  Og þó það sé tregara en tárum taki að segja það, þá held ég að kjósendur ættu frekar að kjósa vinstrimenn sem viðurkenna slíkt og eru stoltir af (hvernig sem það má nú í ósköpunum vera) heldur en að kaupa svikna vöru sem þykist hægri sinnuð.

Ég kalla eftir nýju framboði gegn mínum flokki, fari hann ekki að sjá að sér.  Flokki sem stendur vörð um einstaklingsfrelsið og hefur það að markmiði að minnka ríkisafskipti og lækka skatta á vinnandi fólk.  Flokk sem lætur ekki aumingjadýrkunina og meðalmennskuna ráða öllu og fer að viðurkenna að þó réttindi öryrkja og aldraðra séu mikilvæg, þá er kominn tími til að segja að slíkir hafi skyldur líka, og við hin höfum sömuleiðis okkar réttindi.... og skyldur.

 


mbl.is Borgarstjóri mun leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband