Fjölmenningarhugtakið er brenglað
19.5.2008 | 10:17
Tvennt í umræðu um innflytjendur er gríðarlega skaðlegt.
Annars vegar eru það vitleysingar eins og þessir í Frjálslyndu-Nýju-Afli sem eru bara á móti útlendingum, punktur, en reyna að fegra þá skoðun sína. Ísland fyrir Íslendinga, skrifaði de facto formaður flokksins um daginn, og það meinar hann. Varaformaður flokksins undirstrikaði svo þá afstöðu flokksins þegar hann sagði að miklu betra væri að "hjálpa" flóttamönnum þar sem þeir eru núna, og virðist vilja henda í þá einhverjum hrísgrjónum og teppum í flóttamannabúðum en að bjóða þeim framtíð á öruggum stað.
Hins vegar eru það blábjánarnir sem vilja leyfa hverjum sem er að koma til landsins og gera það sem þeim sýnist, meira að segja að fara eftir þeim lögum sem þeir kjósa hverju sinni. Umburðarlyndi, kalla þeir það. Víðsýni, á tyllidögum. Fjölmenningu, þegar þeir eru að ausa úr skálum heilagrar vandlætingar sinnar.
Ég vil bjóða útlendinga velkomna til Íslands. Þjáða sem hrausta, konur sem karla, hvernig á litinn sem þau eru. En hins vegar verður fólk sem hingað kemur að sætta sig við þau lög og þær reglur sem hér gilda, annars verður fólkið að finna sér annan stað að vera á. Útlendingar sem ekki hafa ríkisborgararétt, og brjóta hegningarlög (t.d. fíkniefnalöggjöf) eiga að afplána hér á landi (nema samningar kveði á um annað) og vísa svo úr landi og meina að snúa hingað aftur. Ekkert flókið.
Hér á landi er töluð íslenska, og útlendingar sem hingað flytjast eiga að læra íslensku, og engar refjar.
Útlendingar sem koma til landsins eru eins og gestir í heimahúsi, sem mögulega er boðið að gista til langframa. Gestunum verður að lítast á húsnæðið og vera sáttir við þær reglur sem gilda á heimilinu, annars geta þeir farið annað. Gestir geta ekki komið inn og sagt "jú, mér líst vel á þetta en það verður að breyta reglunum til að ég vilji vera". Húseigandi á þá að segja: "já er það? Viltu þá ekki bara fara eitthvað annað ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig?"
Ekki flókið, ekki rasismi, ekki þröngsýni. Það er merkilegt hvernig fólk eins sem er í flokki Kolbrúnar Halldórsdóttur prédikar að það sé ótækt að skipta sér af því hvernig útlendingar haga sér á Íslandi, en hún svo sjálf setur upp höfuðslæðu þegar hún er í heimsókn í arabalöndum. Aðlagar sig að kröfum í þeirra heimalandi en vill ekki setja kröfur á þá hérna.
Rífum þetta upp úr rasismaumræðu Frjálslyndra sem vilja ekki útlendinga, en gætum þess jafnframt að detta ekki ofan í staurblindnispytt sósíalistanna sem vilja bara veita útlendingum réttindi en engar skyldur.
Við megum ekki láta Frjálslynt-Nýtt-Afl hertaka umræðuna og gera alla svo hrædda við að krefjast þess að innflytjendur takist á herðar skyldur jafnframt því að öðlast réttindi. Og að sama skapi megum við ekki láta fjölmenningarkverúlantanna stjórna umræðunni, því þeir virðast trúa því að allir útlendingar séu góðir og enginn vilji gera neitt illt.
![]() |
Dönsk stjórnmál á suðupunkti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur nokkuð til þíns máls, en fellur í þá gryfju að alhæfa og svo ertu of orðljótur. Hafi Magnús sagt að "að henda (ætti) í þá einhverjum hrísgrjónum og teppum í flóttamannabúðum" og þú vilt að fólk trúi þér þá verður þú að vísa í hvar Magnús sagði þetta að öðrum kosti lít ég svo á að þú sért að leggja honum orð í munn. Viljirðu snúa umræðunni frá skotgrafahernaði yfir í málefnalega umræðu þá verður þú að vanda innlegg þitt, sbr. að leggja fólki ekki orð í munn og alhæfa ekki, heldur nefna dæmi.
Ugla (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:35
Útlenskir ferðamenn eru ef til vill eins og gestir í heimahúsi, en innflytjendur eru eins og meðleigjendur. Þeir eiga þar með að fá einhverju ráðið um húsreglurnar og að tekið sé tillit til þeirra. Gestur sem fær að gista til langframa er eins og öklasíðar stuttbuxur.
Svartagall, 19.5.2008 kl. 10:46
Hjartanlega sammála útlendingar sem ætla að vera hér eiga að aðlagast því þjóðfélagi sem er hér fyrir.
Hrefna (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:48
´
Ugla. Heyr! Heyr!
Vel mælt. Þetta sem þú ritar, mætti að hluta vera "yfiskrift" yfir inngöngudyrum í bloggheima mbl.is, forskrift fyrir þá sem vilja láta taka mark á sér. Segðu Höllu Rut í FF frá þessu. Hún á vonandi eftir að láta heyra í sér hér seinna í dag.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.