Skaðar umræðustjórnmálastefnu Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur aldrei verið hrifin af því að Ísland stundi sjálfstæði sitt að neinu marki, og sennilega sér hin hæstvirta utanríkisráðfrú þetta sem hugmyndafræðilega atlögu að hennar tvíbenta draumi um að komast í ESB (og kasta sjálfstæði landsins fyrir róða) og komast í öryggisráð SÞ (og tvöfalda þannig fjölda erindreka landsins hjá SÞ án þess að þeir hafi nokkuð þarflegt að gera).

Málið er nefnilega að hvalveiðar (og hvers kyns athæfi Íslands sem hefur í för með sér verklega sjálfstæðisyfirlýsingu eða gæti mögulega móðgað útlendinga) stríðir gegn þessum tveimur áhugamálum Samfylkingarinnar, valdaafsali og útþenslu hins opinbera.

Auðvitað vill Samfylkingin ekki hvalveiðar, en það hefur ekkert með náttúruvernd að gera.  Nákvæmelga ekkert.  Samfylkingin vill ekki að neitt sé GERT, og hvalveiðar fela í sér AÐ GERA eitthvað, og það sem verra er, GERA eitthvað sem EINHVER ER ÓSAMMÁLA.  Í því felst fordæming Samfylkingarinnar.

Við sjáum þetta hjá öllum ráðherrum þess flokks og þeim sirkus sem þeir kalla borgarstjórnarflokk, að þá sjaldan þeir neyðast til að GERA eitthvað (þ.e.a.s. koma sér ekki undan því með skipan nefnda eða ráða), þá kokka þeir alltaf hlandvolgan graut sem engum finnst góður en engum heldur beinlínis óætur.  Allt sem heitir krydd eða almennileg eldamennska eykur hættuna á að einhver, einhvers staðar, einhvern tíma verði mögulega, kannski ósáttur, og það er glatað atkvæði dán ðe læn. 

Mér er slétt sama um hvalveiðar, en mér finnst hins vegar alveg góð og gild ástæða að veiða hvali þegar einhverjir sem hafa ekkert um málið að segja banna okkur það, svona bara af því bara.  Nú, eða bara til að pirra Árna Finnsson, sem er án ef auðpirraðasti maður landsins.


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að hafa meiri áhyggjur af því hvernig alþjóðasamfélagið tekur brotum Íslendinga á mannréttindum en því hvort einhverjar örfáar hrefnur verði veiddar.

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband