"Ræða ítarlega" = drepa með öllum mögulegum ráðum
20.5.2008 | 08:57
Stjórnarandstaðan á Íslandi (sem er í raun bara þingflokkur Vinstri Grænna) notar orðasamböndin "ræða ítarlega" eða "ná þverpólitískri sátt" þegar hún krefst þess að fá að ráða þó svo að hún sé ekki í stjórn. Sem er alltaf.
Vinstri Grænir, sem gangast upp í því að vera alltaf á móti öllu, sama hvað það er, hafa engan áhuga á að ræða eitt né neitt eða ná sátt um eitt né neitt.
Hugmyndir VG um pólitíska sátt eru af sama meiði og hugmyndir Samfylkingarinnar um opna ESB umræðu; annað hvort gera menn eins og VG vill í einu og öllu (eða eru sammála Samfylkingunni um hversu meiriháttar æðislegt ESB er), annars sýna menn valdníðslu og yfirgang.
VG virðist ekki skilja að þeir ráða ekki, en samt heimta þeir alltaf að fá að ráða.
Vonandi verður hægt að afgreiða frumvarp um sjúkratryggingar á þessu þingi, mér finnst alger óþarfi að ræða þetta mál í þaula við stjórnarandstöðuna sem hefur hvort eð er ekkert merkilegt fram að færa.
Það þarf að kenna þessari stjórnarandstöðu að hún hefur ekkert um málin að segja og ef hún vill láta taka mark á sér þá ætti hún að fara að haga sér af skynsemi og leggja fram málefnalegar tillögur, en þegja ella.
![]() |
Annasamir dagar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.