Trukkasnillingurinn Sturla hefur enn í hótunum

af dv.is

"Sturla sver af sér óorðna atburði

Sjálfsagt hefur einhverjum brugðið í brún síðdegis þegar útvarpsstöðin Bylgjan spilaði auglýsingu þar sem Sturla Jónsson vörubílstjóri kynnti sig til leiks. Síðan staðfesti hann, það sem alþjóð, veit að hann hafi staðið fyrir mótmælum undanfarið en vildi að það kæmi skýrt fram að hann bæri enga ábyrgð á atburðum sem munu eiga sér stað á laugardaginn.

Ætla mætti að vörubílstjórar, eða aðrir hópar, væru að ráðgera aðgerðir á laugardaginn sem eru svo svakalegar að sjálfur Sturla, sem hefur ekki gefið þumlung eftir í mótmælum hingað til, treysti sér ekki til þess að koma nálægt þeim.

Sturla sagðist í samtali við dv.is ekki hafa hugmynd um hvað væri í vændum á laugardaginn og neitaði að tjá sig frekar um málið.
"

Svo mörg voru þau orð.  Sturla virðist vera orðinn skyggn, því hann segir að hann hafi aldrei planað neitt, hlutirnir bara gerist (svona collective awareness hjá trukkurunum).  Nú hefur hann væntanlega dreymt að eitthvað gerist á laugardaginn, eitthvað sem er honum algerlega óviðkomandi.  Þá er það spurningin hvað Sturla ætlar að gera á laugardaginn sem hann ber enga ábyrgð á og kemur honum ekkert við.  

Hvernig er það, er enginn til þess að ala þennan ofvaxna smákrakka upp? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágmörkun ríkisafskipta? væri það ekki að hætta að leggja á olíugjald sem er svo niotað í kampavín og niðurgreiðslu lífsstíls bankaeigenda? Kannski er ég bara svona skrítinn.

En mér sýnist augljóst að það sé að koma í ljós að Sturla ernokkuð yfirvegaður maður og þarna sé einhver að fara að missa sig, Sturla hefur heyrt af plönum félaga og ákveðið að bakka út. Og veistu, ég segi FÍNT þetta er bara hollt!

Leifur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Liberal

Það er ekkert "kannski" hvort þú sért skrýtinn.

Þú heldur að Sturla sé að sýna yfirvegun, ég held að Sturla sé að hóta.  Þá erum við ósammála.  Ekkert mál.  Sturla hefur hins vega hingað til ekki sýnt mikla yfirvegun eða skynsemi, eða gáfur ef út í það er farið, þannig að ætli líkurnar liggi ekki mín megin fram yfir hina yfirvofandi "atburði." 

Liberal, 21.5.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

"Hvernig er það, er enginn til þess að ala þennan ofvaxna smákrakka upp?" 

Sturla hefur svarið við þessu á takteinum: "Það er allt ríkisstjórninni að kenna hvernig ég er!"

Kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 26.5.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband