Rétt upp hönd
21.5.2008 | 22:17
... þeir fjárfestar sem vilja láta REI passa peningana sína. Einmitt það. Grunaði það. Enginn, sem sagt?
Besta dæmið um það hversu gjörsamlega veruleikafirrtir þessir bjánar í borgarstjórn eru (allir, sama hvar í flokki þeir standa). Þeir trúa því örugglega innilega að einhver hafi snefil af áhuga á að vinna með þeim.
Ég myndi ekki treysta þessu liði til að segja mér rétt til um hvað klukkan er, hvað þá meira, og ég skora á alla sanna Sjálfstæðismenn að sitja heima í næstu kosningum ef þessir labbakútar bjóða sig fram aftur.
REI skal selja með húð og hári og OR á að sjá um að útvega okkur vatn og rafmagn. Punktur. Ekki meira. OR á ekki að virkja, það eiga einkaaðilar að gera. OR á ekki að byggja hitaveitu í Langtíburtistan. Það geta einkaaðilar gert. OR á ekki að bjóða upp á nettengingar. Það geta einkaaðilar gert. OR á að eiga og reka línur og pípur, og ekkert meira. OR á ekki að vera í áhættufjárfestingum og ekki í samkeppni við einkaaðila. Punktur. Og þessir búálfar sem þykjast vera þess umkomnir að stjórna borginni halda annað, og þess vegna á að senda þá í pólitíska útlegð um aldur og ævi. Og best væri ef þeir gætu tekið minnihlutann í borgarstjórn með sér.
Og að lokum vil ég hía vel og hressilega á alla Chelsea aðdáendur :)
![]() |
Sátt um REI í stjórn OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"OR á ekki að bjóða upp á nettengingar. Það geta einkaaðilar gert. OR á að eiga og reka línur og pípur, og ekkert meira."
Hárrétt og það er akkúrat það sem OR er að gera í dóttufrélaginu Gagnaveitu Reykjavíkur. GR legggur til ljósleiðarakerfið og svo er öllum frjálst að veita þjónusturnar yfir það net og keppa sín á milli.
Omni (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.