Landlægur misskilningur nöldraranna
27.5.2008 | 12:46
Nöldrararnir halda því fram að nú sé verið að steypa skattgreiðendum í skuldir með þessu. En það virðast ekki margir skilja að ríkið fær lán og borgar vexti, en lánar svo peningana áfram og fær af því vaxtatekjur og kemur því út á núlli (í versta falli), og lántakinn er Seðlabankinn sem svo borgar vexti til ríkisins, en endurlánar til banka og annara aðila, sem svo á móti borga Seðlabankanum vexti.
Þeir sem því borga brúsann eru þeir sem taka lán á endanum og væntanlega nota peningana í eitthvað þarft, t.d. fjárfesta í verkefnum og eignum, og borga svo lánin sín til baka.
Þetta virðast sumir ekki skilja. Sumir virðast halda að ríkið muni bara setja peningana í hvelfingar í Seðlabankanum og þar muni seðlabúntin rykfalla á meðan almenningur borgar vexti í formi skatta.
Meira að segja gæti maður haldið að nöldurskjóður á launum hjá HÍ tryðu þessu. Alla vega er einn kverúlant með spjallþátt á RÚV sem trúir þessu.... sennilegast.
Nú er um að gera að láta ekki afturhaldsseggina og hræðsluáróðurinn stjórna ferðinni, heldur skynsemina og þorið. VG hefur ekkert í umræðuna að gera, og þaðan af síður einhverjir aflóga prófessorar sem aldrei hafa stigið út fyrir bómullarhnoðra akademíunnar.
Verkefnið að verja árangur undanfarinna ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það sem er vert fyrir borgara landsins að horfa til er að ríkisstjórnin hefur sótt um að fá að lána sem samsvarar 80% af tekjum hins opinbera 2007 og hefur gert það með því að skila inn 2 A4 síðum nokkrum dögum fyrir afgreiðslu og án þess að segja neitt um af hverjum og undir hvaða kjörum á að taka lánið. Það eina sem sagt er að örugglega verði tap á láninu og að það muni hlaupa á milljörðum. Þetta er ólýðræðislega og ógegnsæ, spillingarstjórnsýsla af gamla skólanum. Allt gert til að bjarga fjárhag ríkasta hluta landsmanna.
Úr frumvarpi ríkisstjórnarinnar: "Í ljósi markaðsaðstæðna má fastlega gera ráð fyrir því að vaxtagjöld af lántöku ríkissjóðs verði hærri en vaxtatekjur. Ef lántökuheimildin yrði nýtt að fullu mundi árleg afkoma ríkissjóðs versna um 500 m.kr. fyrir hvert 0,1% (10 punkta) í vaxtamun."
Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:20
Það er einn hængur á þess flæðiferli hinna lánuðu peninga hjá þér. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, þá er honum óheimilt að lána fé til banka og viðurkenndra lánastofnana, nema í afar skamman tíma, eða einungis í 7 daga í senn. Aðra útlánastarfsemi má Seðlabankinn ekki stunda.
Hvort menn ætli að breyta lögum um Seðlabanka, svo hann geti lánað bönkunum er ekki enn farið að ræða.
Líklega hafa menn ekki hugsað þessa lántöku alveg nógu vel; eða ætla sér á einhvern hátt framhjá lögum , eins og oft áður.
Kveðja, frá fyrrv. hagdeildarmanni í banka
Guðbjörn Jónsson, 27.5.2008 kl. 13:30
Nei, en Seðlabankinn getur t.d. notað fjármunina til að koma gjaldeyrisskiptamarkaðnum aftur á réttan kjöl, hann er alglerlega ónýtur núna. Ennfremur geta bankastofnanir gert "repað" eignum sínum til Seðlabankans í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri, tímarammi á slíkum gjörningum er, ef ég man rétt, allt að einu ári. Svona sem dæmi.
Liberal, 27.5.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.