Allir vinna... nema íslenskir neytendur

Til hamingju Vinstri Grænir, nú hafið þið unnið sigur í þessu mikilvæga máli gegn íslenskum neytendum.  Við höfðum möguleika á að fá mun ódýrari matvæli en hið ónýta landbúnaðarkerfi skammtar okkur, en ykkur tókst af miklu harðfylgi að koma í veg fyrir að við fengjum meira fyrir aurinn.

Því útlenskt kjöt er svo baneitrað, segið þið.  Stórhættulegt.  Ekki fólki bjóðandi.  Alla vega ekki Íslendingum (því við erum víst betri en allar aðrar þjóðir).  Það er víst ótrúlegt að við sem ferðumst í útlöndum skulum yfirleitt lifa af ferðalagið og ekki hreinlega springa í loft upp af öllu eitrinu.

Íslenskir bændur vilja þetta auðvitað ekki, því þeir búa í ónýtu kerfi og geta ekki (og vilja ekki) keppa við erlent kjöt sem er bæði betra og ódýrara en það sem þeir bjóða.  Kjúklingabringur skulu sko kosta 2500 kr/kg og engar refjar.

Vinstri Grænir vilja auðvitað ekkert innflutt, því það gerir það að verkum að ríkisrekið landbúnaðarkerfi minnkar að umsvifum, og allt sem minnkar aðkomu ríkisins er bannað í huga Vinstri Grænna.

Takk, Vinstri Grænir, fyrir að bregða fæti fyrir neytendur og standa vörð um miðaldakerfi sem heldur bændum og heimilum í fjötrum.  Það má alltaf stóla á ykkur til að standa vörð um ónýt kerfi og skammtakerfi.


mbl.is Matvælafrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Till hamingju liberal, færslan þín er einhver sú versta sem ég hef lesið hérna á moggablogginu og er þá mikið sagt.

Egill Gautason (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Liberal

Takk kærlega, Egill. 

Liberal, 27.5.2008 kl. 21:15

3 identicon

VG og Framsókn eru greinilega á móti lækkun matvælaverðs í landinu...

Þetta

IG (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband