Flísin og bjálkinn

Merkilegt að Guðjón skuli sjá flísina í augum annara, svona í ljósi þess að hann er með heilan skóg í eigin augum.

Hans örflokkur var hernuminn af Nýju Afli, er samnefnari lægstu hvata mannskepnunnar, hugsar bara um kvóta, og er svo margklofinn að maður efast um að nægjanlega margir meðlimir séu í flokknum til að standa undir klofningsframboðunum.

En hvað um það, Guðjón Arnar hefur aldrei lagt fram neinar tillögur (nema þegar hann ruglaði saman persónuafslætti og skattleysismörkum um árið og Halldór Ásgríms tók hann í kennslustund) og virðist bara getað nöldrað um kvóta og útlendinga.

Hann er sérfræðingur í að vera ósamstíga, hann er formaður í mest klofna flokki sögunnar og virðist ekki einu sinni sjálfur ganga í takt við eitt né neitt, ekki einu sinni sjálfan sig (sveik hann ekki Sigurjón á sínum tíma, fagnaði hann ekki að Ólafur F. væri borgarstjóri í ca. 10 mínútur þangað til Jón Magnússon bannaði honum það?)

Guðjón á nákvæmlega enga innistæðu fyrir þessu rausi og gaman verður í næstu kosningum þegar við losnum við þessa óværu af þingi.


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil hræsni hjá honum Guðjóni. Flokkur hans er bæði ósamstíga og huglaus með eindæmum.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert ekkert smá fyndinn!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.5.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband