Það tekur verkakonu 25 þúsund ár að skapa sömu verðmæti

Má ekki stilla því þannig upp?

Ef þú færð greitt fyrir hverja "einingu" ábyrgðar, þá held ég að verkakonan fái miklu meira greitt per einingu en forstjórinn.

Mikið rosalega er hún kjánaleg þessi öfund út í þá sem hafa háar tekjur.  Kaupþing er almenningshlutafélag og þeir sem eiga það fyrirtæki ráða sjálfir hvað þeir borga sínu starfsfólki í laun.  ASÍ kemur það ekki við, stjórnvöldum kemur það ekki við, engum öðrum en eigendum kemur það neitt við.

Ef einhver er ósáttur við laun forstjórans, þá getur sá hinn sami bara farið með sín viðskipti annað og neitað að spila með, eða selt hlutabréf sín í bankanum.

En nei, alltaf skal maður finna einhverja kverúlanta sem halda því fram að Ísland hafi einhvern tíma verið stéttlaust þjóðfélag og einu sinni, í den, hafi allir verið jafnir.  Smávegis innlit í sögu lands og þjóðar afsannar þá þjóðsögu. 

Ef forstjórinn væri með helmingi lægri laun, en verkakonan sömu laun, væri hún þá eitthvað betur sett?  Síðan um áramótin hafa einhver X hundruð milljarða "horfið" úr Kauphöllinni og auðjöfrar landsins fátækari sem því nemur, og hafa þá samkvæmt þessari skemmtilegu hundalógík vinstrimanna, færst "nær almúganum".  Er almúginn þá betur settur?  Svona fyrst "jöfnuður" hefur aukist? 

Mér er alveg sama hvað aðrir eru með í tekjur.  Fólk á að verðleggja sitt vinnuframlag eins og það sér það, og hætta að spá í hvað aðrir eru að gera.  Þú skapar ákveðin verðmæti með þinni vinnu og átt að fá greitt samkvæmt því (og það er hægt að verðleggja alla vinnu og verðmætasköpun, ef menn svo kæra sig um, hvort sem um er að ræða pípara eða kennara eða forstjóra), ekki meira og ekki minna.

Röfl og tuð og væl út í hvað næsti maður er með mikið þjónar engum tilgangi öðrum en að staðfesta að sá sem röflar og tuðar og vælir er þjakaður af minnimáttarkennd og öfund.  Enginn virðist hörgullinn á slíku fólki hjá ASÍ, ef dæma má af þessari frétt.


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert mongólíti

Davíð (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:25

2 identicon

Ég legg þá til að kennarar séu verðlagðir þannig að þeir fái prósentu verðmætasköpun nemenda sinna

Verðmætaskapari (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Liberal

Eigum við ekki að byrja á því að losa kennara undan því að vera ríkisstarfsmenn?  Ég legg nefnilega til að við borgum góðum kennurum miklu hærri laun en lélegum kennurum, en í dag eiga þeir að fá sömu laun og bara hækka með starfsaldri.  Þá vil nefnilega alls ekki hækka laun allra kennara, heldur bara laun þeirra kennara sem eru góðir.

Hvernig hljómar það?

Við þekkjum öll lélega kennara sem ættu ekki að fá að vinna í þessu starfi, en þeir eru með sömu laun og góðu kennararnir.  Um leið og það verður viðtekin venja að verðleggja vinnu kennara miðað við gæði hennar, þá er málið auðleyst.

Liberal, 28.5.2008 kl. 17:42

4 identicon

Bera þessir menn s.s. meiri ábyrgð en 300 verkamenn bera á starfsferlinum sínum? Og þeir sem benda á stjarnfræðilega firringu launagreiðslna eru öfundsjúkir nöldurpúkar með minnimáttarkennd? Það er aldeilis að þú ert tilbúinn að verja þessa vitleysu.

Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að alþingi var að gefa heimild fyrir 500 milljarða króna lántöku sem þú og við öll fáum að borga til að bjarga þessum bönkum og íslensku krónunni frá allsherjar hruni. Þessir bankastjórar fá milljónir í greiðslu sama hvort vel gengur eða illa, og jafnvel þegar þeir eru reknir fá þeir upphæðir sem jafngilda ævilaunum fyrir starfslokin! Þér er velkomið að sitja og þegja vegna þess að þér finnst að öll þessi vitleysa ætti ekki að skipta máli í einhverri útópískri draumaveröld þeirra sem hugsa bara um eigið rassgat, en vinsamlegast slepptu því að gera lítið úr þeim sem að eru ekki á sama máli.

 Takk. 

Úlfur (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: B Ewing

Hvar er formúlan sem sýnir fram á að verðmæti vinnuframlags verkakonunnar er tuttugu og fimm þúsundasti hluti af verðmæti vinnuframlags forstjórans ?  Ef þú birtir ekki formúluna sem sýna fram á röksemdir þínar, þá flokkast þessi bloggfærsla undir rugl og kjaftæði.

B Ewing, 28.5.2008 kl. 18:10

6 Smámynd: braveheart

Orð í tíma töluð hjá þér Liberal.  Þessi þunglyndisbiturð og neikvæðni út í frumkvöðla og athafnamenn er tilkomin vegna hugmyndafræði feminismans sem hefur reynst þungt lóð á vogarskálar vinstri armsins.  Þeir eru búnir að gleypa alla fjölmiðla og sumar stofnanir atvinnulífsins með húð og hári og afraksturinn má svo sjá í fréttablöðum og öðrum fjölmiðlum sem otað er að fólki.  Það þarf að fjölga allverulega frjálslyndum og hægri sinnuðum blaðamönnum á Íslandi.  Það er alveg ljóst.  Þetta þarf að gera skipulega, fast og ákveðið til þess að mótvægið náist sem fyrst.

braveheart, 28.5.2008 kl. 19:33

7 Smámynd: Liberal

Nei, Úlfur, ég held ekki.

Já, ef þú finnur til gríðarlegrar öfundsýki og reiði þegar einhver þér alls óskyldur á alla vegu fær eitthvað sem þú ert ekki sáttur við, þá er vandamálið þitt, ekki þess sem borgar viðkomandi laun.  Ekki missir þú neitt við það að þessir menn og konur fái svona laun.  Þú getur haft skoðun á því hvort þau eigi þau skilin, en skoðun þín skiptir engu máli.

Lántakan hefur ekkert með "það að bjarga bönkunum", og þessi fullyrðing þín segir í raun hvað þú skilur málið illa.  Lántakan er til að styrkja gjaldmiðilinn og hagkerfið og hefur lítið sem ekkert með bankana að gera nema óbeint, því á meðan hagkerfið er of lítið fyrir stærstu fyrirtæki landsins, þá er það vandamál hagkerfisins, ekki fyrirtækjanna.  Það er soldið eins og að skammast út í fótboltalið af því völlurinn er ekki nógu stór svona fyrst liðið "asnaðist" til að komast í meistaradeildina.  Helvítis liðið að gera það svona gott að leikvangurinn er of lítill, og skammast enn meira út í liðið þegar ákveðið er að byggja stærri leikvang.

B. Ewing, nei ég ætla ekki að birta neina formúlu, því hún er ekki til.  Þú mátt flokka þessa færslu undir það sem þú vilt, þar sem þú vilt, og á þann hátt sem þú vilt.  Ég get komið með uppástungur.

Liberal, 28.5.2008 kl. 20:16

8 identicon

Hvar er verðmætasköpun þessara oflaunuðu forstjóra ? Veit ekki betur en þeir hafi spilað rassinn úr buxunum á met tíma og komið landinu í þvílíkt skuldarfen að ekki sér fram úr því hvernig á að vinna úr því.Mynni á að Seðlabanki Íslands þurfti að taka neyðarlán til að styrkja stöðu gjaldeyrisforðans og svo aftur núna var ríkið að slá risa lán.Og reynið ekki að kenna vanskilum í USA um stöðuna hér,hún væri ekki svo slæm ef ekki væri fyrir gríðarlegrar skuldasöfnun banka og fjármálafyrirtækja sem var stjórnað af oflaunuðum gráðugum fáralinkum eins og prófessor einn í hagfræði kallaði þá.

Jon Mag (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:22

9 identicon

Hvaða bull er það í þér Liberal að lántakan hafi ekkert að gera með þá stöðu sem bankar og fjárfestingafélögin hafa komið sér og landinu í ? Viltu vera svo vænn og skýra það út hvers vegna íslenska ríkið er að taka neyðarlán ef ekki er vegna stöðu fjármálafyrirtækjanna.Ríkið sjálft var gott sem skuldlaust og þurfti ekki sjálfs síns vegna neyðarlán en bankarnir með allt niður um sig og rúnir trausti erlendis eins og skuldtrygginga álag þeirra hefur borið vitni um.

Jon Mag (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband