"Sell-out" hópurinn kemur aftur saman
29.5.2008 | 10:10
Sturla "sell-out" Jónsson lætur aftur á sér kræla, maðurinn sem mótmælir háu bensínverði en auglýsir svo fyrir N1, maðurinn sem hótar aðgerðum á mánudegi, en er svo bara að auglýsa tölvur og allt í plati.
Athyglissýki hrjáir þessa menn ekki síður en veruleikafirring. Besta líkingin sem ég hef komið með á þessum lýð er að þeir haga sér eins og smákrakkar á sykurtrippi í dótabúð í desember. Þeir fá skapofsaköst af því að þeir fá ekki það sem þeir vilja, hversu heimskulegar sem kröfur þeirra í raun eru. Þetta eru menn, að því er virðist, sem hafa tekið rangar ákvarðanir sjálfir á tímum góðæris og sitja nú uppi með vandamál sem þeir sjálfir, eins og við öll hin, verðum að leysa.
En nei, Sturla kennir ríkisstjórninni um og ætlast til þess að hið opinbera beili hann út úr því klúðri sem hann sjálfur er búinn að koma sér í.
Og vill svo í ofanálag fá opinbera heimild til að keyra eins og honum sýnis, dauðþreyttur, á þjóðvegum landsins og stofna lífi og limum annara ferðalanga í hættu. Bara af því að honum finnst það.
Sturla er lýðskrumari, hann virðist ekki hafa snefil af sómakennd (ef marka má það hversu ötull hann er að auglýsa vörur og þjónustu í krafti nýfenginnar frægðar), og virðist ekki skilja hvað einstaklingsábyrgð er.
Fyrst og fremst táknræn athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartamlega sammála þér. Sorglegt að sjá fjölmiðla elta þetta - elta jafnvel 5 manna hóð á Austurvöll.
Þakkir til þín
Ólafur Hrólfsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:17
Atvinnumaður (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:33
Það er nú ekki alveg réttlátt hjá þér að segja að maðurinn fari fram á að keyra "dauðþreyttur, á þjóðvegum landsins og stofna lífi og limum annarra ferðalanga í hættu. Bara af því honum finnst það."
Hann vill bara ekki tapa vinnutíma af því hann þarf að "hvíla sig" í 45 mínútur, þegar hann hefur aðeins keyrt í 4 tíma, af því hann þurfti að eyða fyrstu 2 tímum vinnudagsins í að ferma bílinn, og ef hann vogar sér að keyra 15 mínútur í viðbót til að komast í sjoppu til að fá sér mat, fara á salerni og þess háttar lúxus er hann sektaður fyrir að stofna fólki í hættu með því að keyra þreyttur?
Hvað næst? Bannað að labba úti ef þú ert búinn að vera vakandi lengur en 16 tíma því þú gætir verið með óráði og drepið einhvern? Þá má koma og sekta mig, ég hef ekki sofið í 30 tíma eins og er, lát gossa!
Geir Guðbrandsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:34
Geir: Þú virðist gera ráð fyrir að allar sjoppur og salerni landsins sé í meira en 4 tíma fjarlægð. Þú heldur því fram að þau séu í 4 tíma og 15 mínútna fjarlægð!
Bílstjórar eiga að hvíla sig í 45 mínútur á 4 tíma og 45 mínútna kafla. Ekki nauðsynlegt að vinna í 4 tíma slétt og hvíla sig síðan, hægt að vinna í 2 tíma, taka 20 mínútna pásu o.s.frv.
Karma (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.