Kerfiskallinn Vilhjálmur í sjálfsblekkingunni
4.6.2008 | 08:20
Það er ótrúlegt, og væri í raun hlægilegt ef ekki svona sorglegt, að sjá Vilhjálm göslast áfram í þessar sjálfsblekkingu sinni.
Heldur hann í alvöru að það fyrirfinnist sú hræða á byggðu bóli sem gæti hugsað sér að fá hann sem borgarstjóra? Það er meira að segja alger spurning hvort hann væri betri en núverandi borgarstjóri sem er viðlíka vel liðinn og gyllinæð og ámóta hæfur í starfi og hörpudiskur að skrifa skáldsögu.
Af hverju þarf Vilhjálmur að tala um þetta eins og um sé að ræða einhvera sjálfstæða ákvörðun óháða honum? Að "einhverjir" séu að færast nær ákvörðun? Vilhjálmur, ef hann hefði snefil af sómatilfinningu, ætti fyrir lifandi löngu að vera búinn að afsala sér þessu.
Það hefur aldrei, ég fullyrði það, aldrei verið jafnóhæfur stjórnmálamaður við völd á Íslandi, og af nógum mörgum er að taka. Vilhjálmur kemur af og til klökkur fram og talar um hvað þetta sé ósanngjarnt, hann hafi unnið svo vel í þágu borgarinnar alla sína tíð.
Já er það, Vilhjálmur? Ég veit ekki betur en að þú hafir eytt 16 árum af þínum ferli í minnihluta þar sem R-listinn fékk drjúgan tíma til að leggja fjárhag og ímynd borgarinnar í rúst. Er það þitt góða starf?
Mér er alveg nákvæmlega sama hvað þú hefur gert í gegnum tíðina fyrir íþróttafélög eða félagasamtök sem hafa þurft fyrirgreiðslu. Þú hefur EKKI staðið vörð um hagsmuni kjósenda (og hagsmunir kjósenda eru klárlega þeir að vinstrimenn fái ekki að stjórna), og eina sem þú afrekaðir var að gera ísskáp útlægan úr miðborginni.
Ég, og aðrir Sjálfstæðismenn, krefjumst þess að þú skríðir aftur undir steininn þaðan sem þú komst, og látir aldrei sjá þig aftur meðal siðaðs fólks. Þín mun ætíð verða minnst sem mesta skúrksins í sögu Sjálfstæðisflokksins, mannsins sem eyðilagði flokkinn í borginni í heila kynslóð.
Þrýsta fastar á Vilhjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.