Loksins laus við Hillary
4.6.2008 | 08:24
Hillary hefði verið afar slæmur kostur demókrata, hún er fulltrúi gamalla lausna og hernaðarbrölts. Engu að síður naut hún stuðnings femínista í Bandaríkjunum og víðar, sem ólmir vildu fá hana sem forseta... bara af því að hún er kona.
Það eitt og sér er mjög ógnvekjandi. Femínistar eru tilbúnir að fórna allri skynsemi og elta þess í stað einn leiðtoga bara byggt á því hvernig hann á það til að stilla sig af við að pissa.
Hillary verður ekki varaforsetaefni Obama, það held ég að sé algerlega útilokað, en þeim mun líklegra að henni verði boðin staða í ríkisstjórninni annað hvort sem utanríkisráðherra eða heilbrigðisráðherra, og hún verður áberandi í kosningabaráttunni til stuðnings Obama.
Mitt gisk er að að John Edwards verði fyrir valinu hjá Obama, íbenholt og fílabein.
En við getum öll glaðst yfir því að Hillary laut í lægra haldi, heimurinn þarf ekki á öðrum George Bush að halda, þó í pilsi væri.
Óskaði Obama til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
alveg hjartanlega sammála
Guðni Sigmundsson, 4.6.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.