"Bönnum allt" kórinn kyrjar hærra
26.6.2008 | 12:58
Vinstrimenn á Íslandi vilja, sem fyrr, banna allt sem ekki er sérstaklega leyft með tilskipun frá ráðherra. Hluti af því er að banna allar virkjanir og orkufrekan iðnað af því að þeim finnst það einhvern veginn skynsamlegra að nýta EKKI auðlindir landsins og láta frekar "eitthvað annað" koma í staðinn.
Þetta "eitthvað annað" er aldrei útskýrt neitt nánar. Nema þegar formaður vinstrisinnaðasta flokksins minnist á brugghús í Eyjafirði sem fínt "eitthvað annað", og er búinn að gleyma því að hann var alfarið á móti því að bjórinn yrði leyfður á sínum tíma (að leyfa bjór er soldið forsenda fyrir því að geta stofnað brugghús).
Þetta er hið besta mál, ef menn vilja virkja fyrir norðan og reisa þar álver, þá er það þeirra mál og ekkert nema gott um það að segja. Þrátt fyrir að hinir móðursjúku vinstrimenn tali um að ímynd landsins sé í rúst og allt hvað eina, bara út af 2 álverum sem reist hafa verið og einni virkjun, þá er ekkert sem sannar þá fullyrðingu.
Hættum nú að hlusta á þessa vælukjóa sem vilja helst friða allt á landinu og láta íbúa þess lifa á fjallagrösum og lepja dauðann úr skel, allt í nafni þess að friða einhverjar lækjarsprænur og afdali - sem nóta bene yrðu ekki fyrir nema lágmarks raski. Þangað til þetta fólk getur komið með önnur svör en "eitthvað annað", þá er ekkert mark á því takandi. Hvort sem það titlar sig frægar söngkonur eða hausverkjahvetjandi álfahljómsveitir.
Nú þarf að skapa verðmæti, tryggja lífsviðurværi á landinu og hafna endanlega þessum "eitthvað annað" málflutningi vinstrapakksins.
Viljayfirlýsing framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjaldan að ég er sammála þínum skrifum, sérstaklega ekki um lanbúnaðarmál/innflutning, en tek heilshugar undir það sem ofna er ritað og einnig "Vinstri Grænir = Afturför og lífsgæðakúgun" mjög gott hjá þér, kjarnyrt
Arnbjörn (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.