Jórturblogg Björgvins og ferilsskrá sósjalistanna
10.7.2008 | 13:40
Gefum Björgvin eitt gott klapp fyrir enn eitt endursagnar/jórturblogg sitt. Björgvin og Stefán Friðrik eru sérfræðingar í að endursegja fréttir án þess að bæta nokkru við (Björgvin reyndar sínu verri þar sem hann nota copy-paste óspart).
Og þá er sá pirringur frá í bili.
Treysta má Degi að byrja að Blaðra um þetta mál, þó svo að hann og hinir lopapeysukommarnir í 101 hafi fagnað þegar þessum kofaskriflum var "bjargað". Auðvitað átti að rífa þessi hrófatildur og moka á haugana, þetta er konungleg sóun á almannafé.
Annars held ég að þegar kemur að umræðu um kostnað og sóun sé Dr. Dagur manna verst í sveit settur að tjá sig, enda með eindæmum sú eyðileggingarslóð sem eftir hann liggur í borginni frá óráðsíutíma sósjalistanna.
Olíumengun í ylströndinni, bílastæðaflæmi utan í Öskjuhlíðinni þar sem HR fær aðsetur (nota bene, Dr. Dagur fékk góða stöðu hjá HR eftir að hann hrökklaðist frá völdum, stuttu eftir að hann úthlutaði HR bestu lóð borgarinnar í Vatnsmýrinni... tilviljun?), bensínstöð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, Hringbrautarslysið....
Dr. Dagur var líka sammála Dr. Össuri þegar sá síðarnefndi talaði um að "við getum grætt milljarða!" á því að nota opinbert fé til áhættufjárfestinga í útlöndum, og fannst ósvinna að það væri gagnrýnt.
Þannig að þegar Dr. Dagur beitir sinni sérstöku skynsemi og fjárhagsútreikningum til að leggja mat á verðmæti einhverra kofaræfla á Laugaveginum getum við bókað tvennt: a) hann mun fyllast heilagri vandlætingu, og b) hann mun hafa kolrangt fyrir sér.
Dagur: Kostnaður mun meiri en haldið er fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ja hérna....þvílíkt torf..
Jón Ingi Cæsarsson, 10.7.2008 kl. 14:05
Þú verður að fyrirgefa, Jón, ef ég nota orð sem þú ekki skilur, eða myndmál sem vefst fyrir þér. Sumum er bara ekki gefið að skrifa í Séð&Heyrt stílnum sem þú kannski kannt betur við.
Liberal, 10.7.2008 kl. 14:18
Viltu þá meina að það sé í lagi að borga gríðarlegt fé fyrir þessi kofahreysi vegna þess að "sósjalistarnir" stóðu sig svo illa?
Ekki sé mikla skynsemi í að kaupa kofana, byggja eitthvað nýtt, selja og tapa helling á því.
Hvað segir talsmaður lágmörkunar ríkisafskipta og frjálslyndis um það?
Karma (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:10
að kaupa skriflin var hneysa, þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið þar að verki (vinstrimenn er að finna í öllum flokkum). Ég bendi hins vegar bara á að hræsnina í Dr. Degi að byrja að Blaðra um þetta mál af heilagri vandlætingu þegar hann sjálfur hefur ekki verið mikið að passa upp á peninga almennings undanfarin ár.
Liberal, 11.7.2008 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.