Hvernig gæti ályktun Samfylkingarinnar um þetta hljómað?
17.7.2008 | 14:58
Ef við gefum okkur að Samfylkingin myndi álykta um þetta mál, svona í anda þess hvernig þeir álykta um ESB umræðuna í öðrum flokkum, gæti afraksturinn orðið eitthvað á þessa veruna:
Samfylkingin kallar eftir því að VG taki afstöðu til virkjanaframkvæmda og stóriðju í Helguvík, og að fram fari ítarleg skoðun og umræða um slíka hluti innan Vinstri Grænna. Nú þegar síaukinn þrýstingur er á þjóðfélagið að fagna stóriðju og þeirri verðmætasköpun sem hún hefur í för með sér, þá er nær óþolandi að einn stjórnmálaflokkur skuli ekki vera búinn að taka umræðuna, og í raun kæfi hana í hvert skipti sem hún kemst á flug og neiti að taka afstöðu.
Það er jú þannig að í huga Samfylkingarfólks eru þeir sem eru flokknum ósammála einfaldlega ekki búnir að hugsa málið og þurfa því að fara aftur heim til sín og hugsa málin betur, alveg þangað til "rétt" lausn er komin, þ.e.a.s. að allir séu sammála skoðun Samfylkingarinnar.
Þar sem Björgvin og Össur hafa ákveðið að nýta Fagra Ísland sem annars flokks þerripappír á útisalerni því sem stefnuskrá Samfylkingarinnar er, þá gefur auga leið að allir sem ekki deila ruglingslegri og mótsagnarkenndri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfis- og iðnaðarmálum séu einfaldlega ekki búnir að "taka umræðuna".
Annars gef ég ekki mikið fyrir þessa könnun, það er í hæsta máta ólíklegt að flokkur eins og fjallagrasaétandi kommúnistar geti gert óháða könnun um mál sem þeir eru ekki búnir að gera upp við sig.
Fleiri á móti en með álveri í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.