Hvað er blaðamaður að spá?

"Bangladess er eitt af fátækustu ríkjum veraldar og yfirvofandi loftslagsbreytingar ógna lífsskilyrðum tugmilljóna íbúa. Bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum mun leiða til hækkunar sjávarborðs um allan heim og stór landsvæði í Bangladess geta horfið undir haf. Líklega er engu landi í veröldinni ógnað á viðlíka hátt og Bangladess með bráðnun íss sem loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hafa í för með sér. Byggðir munu hverfa og fæðuöflun verða ærið torveld. Þróunin í heimshluta okkar Íslendinga getur haft hrikaleg áhrif á lífsskilyrði hundruða milljóna í Asíu. Hinu alþjóðlega þingi í Dakka er ætlað að leiða í ljós að allar þjóðir þurfa að taka höndum saman."

 Já, er það já?  Yfirvofandi loftslagsbreytingar?  Hverjar nákvæmlega?  Ekki eru neinar breytingar sannanlega í vændum, þó vissulega sé ofsatrúarlest "global warming" á fullri ferð án mikilla vísindalegra raka.  Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum?  Byggðir munu hverfa?  

Er til of mikls ætlast að blaðamenn segi fréttir, en noti ekki starf sitt sem sápukassa fyrir eigin skoðanir og prédiki þær sem heilagan sannleik?   Umhverfissnobbið og gagnrýnislaus rétthugsunin gerir engum neina greiða og skemmir bara fyrir lausnum á raunverulegum vandamálum og skilgreiningu þeirra. 

 


mbl.is Forseti Íslands til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Maður að mínu skapi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.7.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Ár & síð

Skoðaðu þennan link við tækifæri.
Matthías

Ár & síð, 22.7.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Matthías,

Skoðaðu þennan link við tækifæri. Segir einn íbúi eyjarinnar: "The sea had been eating away our island with every passing day."

Athugaðu, "eating", ekki "submerging". 

Geir Ágústsson, 22.7.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband