Botnlaus valdhroki Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún segir að það sé engan veginn hægt að líkja saman námsleyfi sínu árið 2004 þegar hún fór burt og mætti ekki á fundi sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn í hálfan vetur, og það að Gísli Marteinn skuli ætla að búa í Skotlandi í heilt ár en mæta á alla fundi sem honum ber sem sem kjörinn fulltrúi.

Hún hefur hárrétt fyrir sér.  Þetta er tvennt ólíkt.  Því að Ingibjörg Sólrún fór í frí, þáði laun úr vasa borgarbúa, en vann ekki vinnuna sína því hún mætti ekki á fundi sem borgarfulltrúi.  Aftur á móti mun Gísli Marteinn mæta á alla fundi sem honum ber og vinna þannig vinnuna sína.

Þannig að samanburðurinn er hreint ekki Ingibjörgu í hag.

Hins vegar telur hún að munurinn liggi í því að það sé út í hött að maðurinn búi erlendis og vinni vinnuna sína hnökralaust.  Hvernig vogar Gísli Marteinn sér að mæta á fundi og búa erlendis?  Miklu betra að mæta bara ekki og hirða launin í hverju mánuði.

Svo sagði jú Ingibjörg að það yrði að líta til þess að hún hefði verið svo lengi borgarfulltrúi, og þá væri það sjálfsagt, sem gömul í hettunni, að fá að taka sér langt og gott frí á fullum launum.  Þó það nú væri.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar tækju þetta mál upp aftur og skoðuðu ofan í kjölinn, fyrst þeir eru svona óskaplega uppteknir af því hvernig Gísli Marteinn ferðast í vinnuna, hvort sem það er með strætó eða flugvél.

En ég bíð svo sem ekkert eftir því að Lóa Pind, fréttaritari Samfylkingarinnar á Samfylkingarpóstinum, kafi ofan í þetta mál.  Það kemur sér nefnilega illa fyrir formanninn og utanríkisráðherra og það vilja Samfylkingarpóstsmenn ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband