Ótrúlegur Ólafur
19.8.2008 | 20:34
Ef menn vissu ekki svarið fyrirfram, þá væri ef til vill lag að spyrja: "hvað er eiginlega að manninum?"
Við erum að sjá nýjan Ólaf í fréttum þessa dagana, mann sem opnar vart munninn án þess að a) tala um hvað Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sé mikið samansafn mannlegra úrhraka, b) hvað hann sjálfur hafi bjargað öllum frá téðum úrhrökum, og c) að hann sé talsmaður ca 80% landsmanna. Án þess að útskýra af hverju fáir sem engir vilja að hann komi nálægt nokkru sem tengist borgarmálum nokkru sinni framar.
Rétt upp hönd sem trúir orði af því sem þessi trúður segir? Nei, mig grunaði það.
Og nýjasta útspil þessa hirðfífls er að ganga til liðs við Frjálslynda... aftur... eftir að hafa verið óháður, í F lista, í Íslandshreyfingu, og þar áður í Frjálslyndum. Og þar áður í Sjálfstæðisflokki. Og enginn getur hugsað sér að vinna með manninum, og meira að segja Frjálslyndir, sem hafa varla efni á því að hafna nokkrum sem virðir þá viðlits, taka honum ekki fagnandi. Hvað segir það um Ólaf að þegar hann tilkynnir komu sína í flokk sem enginn kýs og enginn fílar, þá vill flokkurinn helst ekki fá slíka sendingu.
Ólafur er óttalegt flón og með ólíkindum að hann skuli halda að hann eigi erindi í pólitík. Vonandi hverfur hann hraðar en málefnaskrá Samfylkingar þegar valdastólar eru í boði.
Fjöldauppsagnir ekki á döfinni hjá borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.