K J Á N A H R O L L U R !!!
27.8.2008 | 20:08
Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mikinn kjánahroll og í dag. Jújú, landsliðið stóð sig frábærlega, þeir eiga hrós skilið... en að fara á palli um miðbæinn og láta gamla Stuðmenn tralla á sviði í miðbænum er bara tú möts.
Þetta er með eindæmum hallærislegt. ólafur ragnar að tala um hvað hann sé frábær og þetta hafi verið frábært í beinni í Kastljósinu (kjánahrollurinn nær hámarki þegar hann ákveður að splæsa orðu á allt liðið, rétt si sona).
Þegar Vilhjálmur Einarsson veifaði fólki ofan af sviði.
Þegar dorrit opinberaði að eftir öll þessi ár sem forsetafrú okkar og íbúi landsins, þá kann hún ekki ennþá íslensku.
Þegar Laddi mætti í gervi Bjarna Fel... það einhvern veginn kórónaði kjánaskapinn.
Til hamingju, landsliðið, með árangurinn. Frábært. Meiriháttar. En fyrr má nú rota en dauðrota í fagninu hjá þjóðinni.
Mér dettur helst í hug að fyrst það var Miðborgarstofa sem skipulagði "hátíðina", hafi það verið Jakob Frímann sem kallaði í Valgeir Guðjóns og saman kokkuðu þeir upp þetta hámark hallærisleikans sem við sáum í dag. Þetta hefði verið fyndið ef ekki hefði laumast að manni sá grunur að skipuleggjundum hafi verið fúlasta alvara.
Ég er reyndar líka algerlega mótfallinn því að veita ÖLLUM liðsmönnum fálkaorðuna, mér finnst verið að gjaldfella þá orðu gríðarlega þegar menn mega ekki slysast til að standa undir væntingum án þess að fá orðu. Það er bara mín skoðun, mér finnst að forseti eigi ekki að drita út orðum í einhverri geðshræringu sinni (eða ó-íslenskumælandi konu sinnar).
Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála...algerlega
Eiríkur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:14
Mér finnst að þú fyrst af öllu ættir að hafa nafn þitt á bloggsíðunni ásamt mynd. Mér fannst móttakan frábær og er stollt af öllum þeim er að stóðu, allir gerðu sitt besta. Það er stór stafur í nafni hvers og eins. Ég er glaður landi !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 20:24
Ég er sko líka glaður landi ................
Landi, 27.8.2008 kl. 21:00
Liberal...
Ég gæti ekki verið meira sammála þér... held að heilbrigðir Íslendingar séu í útrýmingarhættu.
Sjá allar þessar vísitöluplebba og fólk niðrí bæ sem hefur greinilegan allan tíma í heimi að fagna einhverju því það er svo langt síðan að við fögnuðum einhverju seinast...
Ef landsliðið hefði girt niðrum sig og beðið alla að sleikja á sér rassinn.. veistu þá held ég að allt fólkið hefði slegist um að hoppa upp í vagninn og sleikt á þeim rassinn...
Ég fékk svo mikin kjánahroll að ég var á slysó í 4 tíma og er að fara sækja lyf í Lyfju til að láta hrollinn ganga til baka, hehe
Við erum svo mikil smáþjóð að það er merkilegt...
I I (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 21:29
Já ég fékk nettan kjánahroll líka, reyndar ekki í dag, heldur þegar ég las þessa færslu.
Er ekki barasta "Slappi fúll á´móti" sem Bjartmar söng um forðum daga fundinn!
Óje!
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.8.2008 kl. 21:43
Tek undir með sveini inga hér.... maður fékk kjánahroll við að lesa þessa færslu...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:02
að hylla sigurvegara og fylkjast liði með sigurgöngu gegnum höfuðborg er hefð sem má rekja allt aftur til rómverjanna, þetta er ekki kjánalegra en það að mannfólk í gegnum aldirnar hafa farið sigurgöngur af minna tilefni og glaðst saman yfir góðu gengi.
það veitir sko ekki af í þeirri svartsýnisumræðu og niðurbroti sem gengur virðist vera á þjóðinni undanfarnar vikur vegna hamfara í efnahagslífinu, að fá svona vonarneista og sólarglætu til að kætast yfir.
fyllumst bara stollti yfir eins fágætum atburð sem þeir færðu okkur með slifrinu, leyfum okkur að gleðjast án skilyrða og sleppa smá kærleik út í þjóðfélaginu.
g (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:34
Þú ert stærsti kjáninn!
Hvað er kjánalegt við að fagna almennilega stærsti afreki íslenskrar íþróttasögu?
Hvað er kjánalegt við að einn okkar mesti afreksmaður á Ólympíuleikum Vilhjálmur Einars veifi fólki af sviði?
Hverjir eiga að fá fálkaorðuna ef ekki íslenska landsliðið?
Það sem merkilegt er að menn eins og þú séuð að eyða tíma ykkar í svona færslur talandi um kjánahroll, það væri annað ef þú værir að tala um að fá kjánahroll þegar talsmenn nýjasta meirihlutans í borginni tala um að þau muni ná að vinna inn "traust" borgarbúa.
Í staðinn fyrir að samgleðjast og fagna með okkur hinum þá ákveður þú að finna þessum hátíðarhöldum allt til foráttu.
Mikið er leiðinlegt að sjá menn nýta hvert tækifæri til að rífa niður þegar eitthvað skemmtilegt og frábært er í gangi
Þú ert greinilega gerilsneyddur af húmor og lífsgleði!
Helgi Svavars (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 03:55
Ég þakka frábær innlegg hérna, sérstaklega frá fólki eins og Helga Svavars, "Dodda", og Sveini. Það eru svona svör sem fær mann virkilega til að hugsa sinn gang. Þið eruð æðislegir. Í alvöru. Ég sé það auðvitað núna að þið hafið hárrétt fyrir ykkur. Ég skil ekki hvernig ég gat haft svona rangt fyrir mér.
Ég meina... það er auðvitað EKKERT kjánalegt við það að sjá hálfan þingheim og ólaf ragnar uppi á sviði að tralla með Valgeiri Guðjónssyni og Ladda í gervi Bjarna Fel. Ekkert. Það er heldur ekkert kjánalegt að ólafur ragnar (sem er víst ekki búinn í opinberri heimsókn sinni til Kína fyrr en í næstu viku en er samt kominn heim... Kína er víst stórt land og eitthvað vefjast tímabeltin fyrir forsetaembættinu) skuli ákveða, upp á sitt einsdæmi, að hengja orðu á alla leikmenn liðsins af því að þeir stóðu undir væntingum. Ekkert.
Það sem er í raun mesti kjánaskapurinn, og ég sé það hreinlega núna og skammast mín fyrir að átta mig ekki á því fyrr, er að láta sér detta í hug að vera ósammála Sveini, "Dodda", og Helga Svavars, og öðrum æðislegu fólki. Að segja að sér finnist eitthvað kjánalegt sem þeim finnst frábært. Það er stærsta syndin. Því fólk eins og Sveinn, "Doddi", og Helgi eru jú púlsmælar þjóðarsálarinnar, það sem þeim finnst er og verður satt um aldur og ævi.
Ég bið þjóðina innilega afsökunar á því að hafa sagt að mér finnist kjánalegt að sjá Ladda í rauðri hárkollu uppi á sviði við Arnarhól, Valgeir Guðjóns tralla: "Eru ekki allir í stuðiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii?" við undirleik á skemmtara, ríkisstjórn og forseta syngja Öxar við ána brosandi framan í myndavélar Stöðvar 2, og óslitna útendingu beggja sjónvarpsrása í marga klukkutíma frá aðdraganda alls. Það er ófyrirgefanlegt og algert stílbrot á þeim plebbahætti sem hin heilaga ofangreinda þrenning stendur vökulan vörð um fyrir okkur öll hin sem erum of kjánaleg til að skilja svona uppátæki.
Sorrý.
Liberal, 28.8.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.