Hverjir ráða í ESB?
23.9.2008 | 08:27
Eru það kerfiskallar sem enginn hefur kosið, eða eru það fulltrúar íbúa í sambandinu?
Asnalega spurt, auðvitað, því eins og allir vita þá eru það kerfiskallarnir sem ráða öllu innan sambandsins.
En engu að síður, meðan ekkert í lögum sambandsins útilokar upptöku evru í gegnum EES samninginn, þá er þetta alltaf spurning um hvað þjóðum ESB og EFTA finnst, s.s. pólitísk spurning. Og við fáum ekki það ábyrgt svar frá einhverju ídoli hans Eiríks Bergmanns í bákninu í Brussel.
Það verður samt gaman að fylgjast með því hvernig Samfylkingarfólk mun tönnlast á þessu: "Nei, það er bara ekki hægt, hann Herr Olli Rehn sagði að það barasta væri ekki hægt!" svona eins og sönnum sveitalubba sæmir sem mætir á mölina og er vísað til baka af drukknum klósettverði. Því Samfylkingin svífst einskis í að reyna að troða ESB hugmyndinni ofan í kokið á þjóðinni með góðu eða illu, þá gildir einu hvort blekkja skuli landsmenn eða kjafta niður krónuna.
Neikvæð viðbrögð frá ESB koma ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.