Ástæða þess að erfitt var að semja við ljósmæður!
25.9.2008 | 15:42
Þetta er nákvæmlega ástæða þess að erfitt var að semja við ljósmæður.
Ekki vegna þess að ljósmæður hafi gert of miklar kröfur, eða viðsemjendum fundist þær ósanngjarnar, heldur vegna þess að menn vissu allan tímann að ef samið yrði við ljósmæður um hækkanir umfram almennan markað, myndu öll hin verkalýðsfélögin mæta froðfellandi af bræði.
Svo mikið fyrir stuðning við ljósmæður og skilning verkalýðsfélaganna á að leiðrétta hlut ákveðins hóps launafólks.
Tökum dæmi. Segjum að ljósmæður séu 300 og hver og ein hafi fengið um 60þ að meðaltali í hækkun á mánuði. Þá gerir það 18 milljónir á mánuði í heildarhækkanir fyrir hópinn, eða 216 milljónir á ári. Fjármálaráðherra sér engum ofsjónum yfir slíku, og peningar til að leiðrétta kjör ljósmæðra eru vissulega til.
En nú hefur komið í ljós að læknar krefjast sömu hækkana og ljósmæður fengu (segjum að læknar séu 500 og hækkun á hvern og einn yrði 100þ á mánuði miðað við sömu prósentuhækkun). Það myndi þýða 50 milljónir á mánuði, eða 600 milljónir á ári sem læknar tækju til sín.
Svo koma hjúkkurnar, sem eru segjum 700, og vilja sömu hækkun og læknar og ljósmæður (enda "sitja þær eftir"). Það gerir 700 x 60þ á mánuði = 42 milljónir, eða 504 milljónir á ári.
Svo kemur Bjarkarpabbi og heimtar sömu hækkun, prósentulega, fyrir sitt fólk. Segjum 4000 manns og 40þ hækkun, sem gerir 160 milljónir á mánuði, eða 1.9 milljarða á ári.
Svo kemur ASÍ og allt hvað þetta heitir nú, alls 80þ starfsmenn sem fá meðaltalshækkun upp á 50þ á mánuði (sama prósentuhækkun og ljósmæður), sem gerir 4 milljarða í hækkanir á mánuði, eða 48 milljarða á ári.
Þá erum við ekki lengur að tala um að hækka laun ljósmæðra um 216 milljónir á ársgrundvelli, heldur að hækka laun ALLRA um rúmlega 50 milljarða á ári.
Fimmtíuþúsund milljónir á ári sem þarf að "töfra" fram, fyrirtæki þurfa að finna til að borga þessu fólki laun. Og þá taka fyrirtækin sig til og hækka verð á vöru sinni og þjónustu til að ná þeim kostnaði inn, og þá fer verðbólgan af stað.... og kaupmátturinn rýrnar.
Þetta skilja gáfnaljósin í verkalýðshreyfingunni ekki. Og það sem vantar alveg upp á er tala við þá verkalýðs"foringja" sem höfðu hvað hæst þegar ljósmæður stóðu í sinni deilu og lýstu yfir stuðningi við baráttu þeirra.
En þarna sjáum við hvernig samningar við ljósmæður snerust alls ekki um 216 milljónir til þeirra, heldur um 50 milljarða rúma til tuga þúsunda annara. Og þetta er ástæðan fyrir því að hér eru láglaunastéttir, það er ekki hægt að leiðrétta laun eins eða neins á meðan forkólfar verkalýðshreyfingarinnar halda launþegum í heljargreipum með þessum hætti.
Fara fram á sömu hækkun og ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað eru verkalýðsforkólfarnir með í laun á mánuði? Mig minni að ég hafi einhvern tíma séð á prenti að formaður verslunarmanna sé með hátt á aðra milljón í laun á mánuði. Það er ekki nema von að verkalýðsforystan sé ónýt í að semja eitthvert klink fyrir láglaunaþrælana.
corvus corax, 25.9.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.