Áskorun á sanna Sjálfstæðismenn að stofna nýjan flokk!
1.10.2008 | 12:44
Hvað gerist nú? Geir hefur keyrt landið í þrot, gengisvísitalan bankar í 210 stig og viðbúið að verðbólgan fari í hátt í 20% við næstu mælingu.
Gríðarleg kaupmáttarrýrnun er yfirvofandi með bylgju verðhækkana á matvælum og íbúðalánum, án samsvarandi hækkana launa.
Árni Matt leggur fram fjárlagafrumvarp þar sem boðuð er aukning á ríkisútgjöldum.
Geir er búinn að kalla botninn reglulega síðan í febrúar. Og alltaf versnar ástandið.
Það er ekki einu sinni að maður hafi þann munað að geta sagt að vinstrimenn hafi komið okkur í þetta klandur. Nei, það voru Geir og Davíð. Tveir síðustu formenn míns flokks.
Hvað er annað í stöðunni? Ríkistjórnin springi og við taki Ögmundur, Guðni, Jón Magnússon, og Ingibjörg Sólrún? Kannski myndu hlutirnir ekki versna (enda varla hægt), en þeir myndu pottþétt ekki batna. Maður hefur ekki einu sinni þann muna að geta leyft sér að blóta stjórnvöldum í sand og ösku og heimta að fá Sjálfstæðisflokkinn til valda að þrífa upp eftir þetta lið.
Ég hef sagt skilið við Sjálfstæðisflokkinn í bili, ég hef aldrei kosið sósíalista til áhrifa og myndi því miður gera það með atkvæði greiddu Sjálfstæðisflokknum. Þjóðnýtingarflokknum.
Ég skora á fulltrúa millistéttarinnar, fylgismenn frjálshyggju, einstaklingsfrelsis og minnkandi ríkisusvifa að mynda með sér stjórnmálaflokk, kljúfa sig út úr hinum vinstrisinnaða Sjálfstæðisflokki, og mynda hreyfingu skynsemi og aðhalds. Eins og staðan er í dag, eigum við sem aðhyllumst þær skoðanir munaðarlaus. En vinstrimenn og kommúnistar hafa hins vegar um alla flokka landsins að velja um þessar mundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.