Já, sæll... eigum við að ræða það eitthvað?

Seðlbankinn og ríkisstjórnin hafa verið algerlega ófær um að taka eina einustu réttu ákvörðun undanfarnar vikur.  Ef ákvarðanir hefðu verið teknar af handahófi hefðu þeir ekki getað tekið eins margar lélegar og vondar ákvarðanir.

Seðlabankinn er sennilega ónýtasta stofnun landsins, stjórn bankans virðir ekki viðskiptabankana viðlits og hegðar sér eins og ríki í ríkinu.  Þegar vextir voru lækkaðir um daginn hélt maður að kannski væri komin einhver smávegis skynsemi inn í þetta bákn, því þetta vaxtastig sem var var allt að drepa og gerði það að verkum að fólk og fyrirtæki gat ekki fyrir nokkra muni tekið lán, sem eru nauðsynleg til að viðhalda rekstri heimila og fyrirtækja (þó svo að mannvitsbrekkur eins og Egill Helgason haldi annað).

Auðvitað á Seðlabankinn að spyrna gegn verðbólgu, en þegar verðbólgan mælist í gær um 16% á ársgrundvelli þá er það allra heimskulegasta sem Seðlabankinn gerir að hækka vexti.  Því verðbólgan er ekki neysludrifin, heldur gengisdrifin.  Krónan hrundi sem bein afleiðing af klúðri Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar (sér í lagi þjóðnýtingu bankanna), sem svo hækkar allt verðlag hér heima fyrir.  Það setur verðbólguna vissulega af stað, en fólk er ekki að kaupa meira en það gerði (kaupa meira fyrir sama pening) heldur minna en það gerði (fær sama fyrir meiri pening).  Enginn hagnast á verðbólgunni hérna heima.  Og í þetta skiptið er verðbólgan skilgetið afkvæmi Seðlabankans. 

Og hvað gerist núna þegar Seðlabankinn hækkar vexti?  Jú, afborganir af lánum hækka, líklegt er að krónan veikist enn meira sem þýðir enn meiri verðhækkanir á mat og reikningum heimilanna, sem svo þýðir enn meiri verðbólgu (samkvæmt mælingum Seðlabankans) og hann hækkar svo aftur vexti! Þessi hækkun stýrivaxta kemur á sama tíma og þúsundir landsmanna missa vinnuna og þúsundir annara sjá fram á rauntölulækkun launa (t.d. bankastarfsmenn sem voru skikkaðir til að taka á sig launalækkanir).  Hér hækka allar nauðsynjar og öll lán, á meðan fólk fær færri krónur útborgaðar.  Þeir landsmenn sem eru svo heppnir að halda vinnunni og óbreyttri krónutölu í laun munu samt sem áður sjá tuga prósenta kaupmáttarrýrnun.  

Verði ykkur að góðu.  Þið þurftuð ekki að kjósa yfir ykkur Vinstri Græna til að landið myndi upplifa efnahagslegan kjarnorkuvetur.  Geir, Davíð, og Björgvin sáu alveg um það fyrir þá.  

Það er aðeins ein leið út úr þessu, og hún er að skynsamt fólk myndi stjórnmálaafl sem hefur til vegs og virðingar gildi millistéttarinnar, gætir hagsmuna meðaljónsins.  Það er gullin ávísun á áframhaldandi hrun að velja einhvern af þessum handónýtu vinstriflokkum sem eru í hverju sæti á Alþingi.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Liberal

Ég veit örugglega ekki eins mikið og þú djonníbravó.  En svona ef ég ætti að giska.... púff.... þá myndi ég segja að.... stýrivextir marki fyrst og fremst vexti á milli banka, þá sérstaklega seðlabanka og viðskiptabanka og þeir endurspegla þá, upp að vissu marki, fjármögnunarkostnað viðskiptabankanna, og þannig er breytingu á stýrivöxtum hellt yfir á lántakendur bankanna í formi útlánsvaxta..... æ, ég veit það nú ekki.

Þú veist líka miklu meira en ég um hagfræði, en ef ég ætti að giska ennþá meira, þá myndi ég kannski segja að hærri vextir þýða ekki alltaf sterkara gengi, því þegar ákveðnum punkti er náð (DeFlortian afleiðupunktstöðu) fer vaxtahækkun að ýta undir vantrú á gjaldmiðilinn og þar með auka enn frekar á veikingu hans gagnvart öðrum miðlum, þ.e.a.s. að hærri vextir yfir ákveðið mark þýði að hagstjórnaraðilar hafi misst tökin á gjaldmiðlinum og þá flýja erlendir fjárfestar gjaldmiðilinn sama hver vaxtamunurinn er.  En þetta er auðvitað bara ágiskun einhvers sem ekkert veit.

Og mikið verður gaman þegar ríkið heldur gjaldþrota fyrirtækjum á floti í gegnum bankana, því ef bankarnir dæla peningum í fyrirtæki sem eru í raun og veru dauð, þá tapar enginn á því, ekki einu sinni skattgreiðendur, er það nokkuð?  Ég meina, ef ríkið tapar peningum, þá er það allt í lagi.  Það er ekki eins og VIÐ töpum peningunum, það er ríkið sem tapar.  En vissulega er það gott til þess að vita að ríkið mun afnema vitræna bankastarfsemi og hverfa aftur til þeirra tíma þegar flokkspólitík réði hver fékk lán.  Og pólitíkusar verða vonandi bankastjórar

Liberal, 28.10.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband