Nú þarf Ögmundur að svara þessu!

http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/#entry-692239

 

Ögmundur Jónasson, stjórnarmaður og fyrrum stjórnarformaður lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, var duglegur að fjárfesta í áhættufjárfestingum, taka fjöregg þjóðarinnar og fjárfesta í því sem hann hefur (sem þingmaður) hvað harðast mótmælt.  Hvað hefur LSR tapað miklu fjármunum vegna þess að Ögmundur ákvað að reyna að græða sem mest á sem stystum tíma og nota til þess almannafé?  Við hljótum að krefjast svara.

 

"Ögmundur hefur gengið fram fyrir í gagnrýni sinni á stjórnvöld, bankana, talað um græðgi og tilkynnt þessari blindu þjóð að hann hafi jú vitað þetta allan tímann. Hann og félagar hans í VG vissu allan tímann að bankarnir voru byggðir á sandi, að útrásarsöngurinn var innantómt væl.

Hvernig stendur þá á því að Ögmundur Jónasson tók ekki ákvarðanir í samræmi við þessa vissu sína þegar hann ráðstafaði því sem með sanni má kalla fjöregg þjóðarinnar, lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, á bál þeirrar gróðahyggju sem hann vill nú ekki kannast við að hafa nokkru sinni kynnt undir?

Verður vinstrisinnaði verkalýðsforinginn ekki að svara fyrir þetta áður en hann gefur sjálfum sér hvítþvottarstimpilinn?"

 


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband