Ósvífni ráðherra - aumingjavæðing samfélagsins
25.11.2008 | 20:35
Ef satt reynist, þá er þetta alveg hreint út í hött. Það er fátt sem dregur tennurnar jafnrosalega úr hagkerfinu og aumingjavæðingin sem svona "stönt" felur í sér. Nú þegar eru þúsundir einstaklinga ekkert annað en afætur í kerfinu, letihaugar og iðjuleysingjar sem flokka sig sem öryrkja en eru í raun og veru fullvinnufærir, utan botnlausrar leti.
En þetta þýðir þar sem EKKI að ég sé á þeirri skoðun að allir öryrkjar séu afætur í kerfinu, öðru nær. Hellingur af fólki er sannanlega óvinnufært og á skilið alla okkar aðstoð í lífinu. En hins vegar er það þannig, hér eins og annars staðar, að bótakerfi elur af sér afætur og þær eru að sjálfsögðu hér líka. Ef fólki er gert auðveldara að komast á bætur en áður, sér í lagi ef atvinnuleysi eykst, þá sitjum við uppi með hlutfallslega miklu fleiri sem þiggja úr samneyslunni en leggja ekkert til hennar. Við eigum að stórbæta aðbúnað þeirra sem eru í raun og veru óvinnufærir vegna slysa eða sjúkdóma. Við eigum að tryggja öldruðum mun betri aðbúnað en þeir búa við núna. En stór hluti kerfisins, stór hluti skattgreiðlsna okkar fer í að púkka upp á aumingja og sníkjudýr sem veigra sér ekki við að heimta og heimta. Flestir þeirra sem þann hóp fylla eru hvað háværastir á mótmælafundum, ef eitthvað er að marka hvernig hlutirnir eru í öðrum löndum.
Slíkt hagkerfi er dauðadæmt.
Ég styð heilshugar allar umbætur til þeirra sem í raun og veru þurfa bætur. En ég krefst þess hins vegar að stórhert verði eftirlit með svindli í kerfinu, því við þekkjum öll til fólks sem svíkur út bætur, vinnur jafnvel svart með, og hirðir og hirðir, og talar eins og það eigi rétt á styrkjum og bótum af skattpeningunum.
Jóhanna, í leit að ódýrum atkvæðum, virðist tilbúin að fórna hag þjóðarinnar á altari lýðskrums. Hún virðist vilja hampa afætunum á kostnað þeirra sem munu koma til með að bera þjóðfélagið á herðum sínum. Þeir sem munu þurfa að halda þjóðinni á floti eru venjulegir launþegar, sem borga skatta, og þeir eiga heimtingu á því skattfénu sé enn betur varið en áður og þær fáu krónur sem til skiptanna séu fari í brýnustu verkefni samfélagsins. Útþensla bótakerfisins og aumingjavæðing samfélagsins með því að lokka fullvinnufært fólk inn í bótakerfi er EKKI það sem við þurfum eða viljum.
Fyrir ykkur sem eruð ekki læs, þá bendi ég á aðra málsgreinina í þessu bloggi.
Ætla að hunsa beiðni um niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er mikilvægara að tryggja að þeir sem eiga bágt hafi það sæmilegt, en að tryggja að sníkjudýr fái ekkert.
Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:17
Kallinn minn, ég er gáttaður á vanhugsuðu máli þínu. Nú horfum við fram á gríðarlet atvinnuleysi sem á bara eftir að aukast ef fram heldur sem horfir. Talað hefur verið um allt að 10% atvinnuleysi. Það eru um 32.000 manns sem ekki munu hafa vinnu hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Það eru ekki aumingjar og letingjar, það er fólk sem myndi með gleði vinna en vinna er bara ekki í boði. Hvað á þetta fólk svo að gera þegar atvinnuleysisbótasjóðurinn klárast vegna niðurskurðar. Það er jú hluti af velferðarkerfinu.
Það má heldur ekki passa svo mikið upp á að engin svindli að það bitnar á þeim sem þurfa eins og hefur verið lengi. Ef við herðum meira erum við að bjóða upp á hreinar þjáningar fyrir fólk sem getur ekkert annað gert. Þegar allt annað bregs á velferðarkerfið að vera til staðar fyrir fólk og það skal engin segja mér að það sé meirihluti sem misnotar kerfið markvisst. Ég get ekki ýmindað mér að meira en 16.000 af þessum 32.000 atvinnulausu á næstu mánuðum séu bara letingjar að misnota kerfið.
Jóhanna skilur þetta og ég er stoltur af henni.
Persónulega finndist mér eðlilegra að skera meira af öðrum ráðuneitum eins og utanríkis-, iðnaðar- og forsætisráðuneitunum og fleyrum en undanskilja Félagsmála- og heilbrigðismálaráðuneitin. Fólk þjáist almennt nóg núþegar og ef það versnar áfram væri eðlilegt að stjórnvöld fari að hugsa um íslenskan almenning fyrst og restina næst.
Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:30
Kristleifur: nei, því ef við tryggjum að sníkjudýrin fái ekkert, þá fá þeir sem eiga bágt meira.
Sigurður: jú, vissulega réttilega bent á hjá þér. En hins vegar er það þannig að þegar bætur eru hækkaðar (sér í lagi örorkubætur og atvinnuleysisbætur) þá hvetur það til þess að þeir sem eru í lægstu launaþrepunum hætti á vinnumarkaði og fari á bætur. Þá er skaðinn tvöfaldur fyrir hagkerfið, annars vegar hættir viðkomandi að skapa verðmæti í þjóðfélaginu með vinnuframlagi sínu og hins vegar fer hann að taka samsvarandi fjárhæð úr samneyslunni (það sem aðrir leggja fram) fyrir sig. Tap samneyslunnar er því framlag viðkomandi OG taka hans úr henni.
Þetta er vandfetað stig, ég skal viðurkenna það fúslega, en staðreyndin er samt sem áður sú að langtíma atvinnuleysi þeirra sem eru virkilega vinnufúsir er sem betur fer sjaldgæft. Fólk finnur vinnu, en þarf oft að sætta sig við vinnu sem það kannski finnst ekki draumastarf, fólk fer utan og vinnur þar, nú eða fólk stofnar sín eigin fyrirtæki. Að rjúka til og grýta bótum í fólk er ekki endilega svarið. Með þessu er ég ekki að segja að önnur ráðuneyti eigi ekki að skera niður, þau eiga sko heldur betur að gera það. Heilbrigðisráðuneytið sérstaklega, því rekstur í því kerfi er alveg glórulaust bruðl. Það er hægt að reka þetta kerfi mun hagkvæmar (ódýrar) án þess að sjúklingar finni nokkra skerðingu á þjónustu eða borgi meira. Til þess þarf að koma lækna- og hjúkkumafíum úr stjórnunarstöðum.
En það breytir því ekki að við þurfum að koma afætunum út úr kerfinu, því þær taka til sín skattfé þeirra sem greiða til samfélagsins. Og eins og þú bendir á, þá er brýn nauðsyn fyrir það fjármagn og við höfum ekki efni á að láta amlóða og sníkjudýr mergsjúga okkur.
Liberal, 25.11.2008 kl. 21:44
Félags og tryggingarráðuneyti snýst um margt annað en tryggingar. Það rekur m.a. nær öll sambýli á landinu, veitir öllum fötluðum þjónustu. Það hefur verið gríðarlegur sparnaður í því kerfi til að geta veitt öllum þjónustu. Og mönnun komin að hættumörkum. Ef spara ætti 10% þar þá þyrfti aftur að opna stórar stofnanir þar sem fólki var hrúgað inn eins og gert var í gamladaga.
Eins er vitað mál að sparnaður í þessu kerfi kemur í hausin á þjóðinni. Minni á að margir geðfatlaðir mundu lenda aftur á götunni með tilheyrandi vandamálum
Stend með Jóhönnu!
Og eitt en til Sigurðar. Sem beturfer er 10% atvinnuleysi langt frá því að vera 30 þúsund manns. Það eru ekki nema um 180 þúsund sem eru á vinnumarkaði og því er 10% atvinnuleysi þó ekki nema 18 þúsund.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.11.2008 kl. 21:47
"Nei"? Er mikilvægara að tryggja að sníkjudýrin fái ekkert? Er það markmikið með velferðarkerfum?
Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:05
Kristleifur.... já, það er mikilvægara.
Liberal, 25.11.2008 kl. 22:06
Auðvitað á að hindra svindl og það að fólk geri sig að aumingjum með hreinni leti. En hinsvegar er það svo að margir hafa verið að styðja við bakið á veikum ættingjum og vinum en eru ekki lengur aflögu færir. Það má líka benda á að öryrkjar sem hafa verið á mörkunum með að halda húsnæði, þola kannski ekki t.d. 3000 króna hækkun á vöxtum af láninu þá er ekki til aur fyrir mat. Þá þarf að leita til félagsþjónustunnar.
Lúsin (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:26
Djöfuls aumingi ertu.
ég óska vanalega fólki ekki illt en.............
Bara Steini, 26.11.2008 kl. 01:16
Ertu veikur?
Konráð Ragnarsson, 27.11.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.