Skólakrakkahálfvitar
18.12.2008 | 10:57
Vá hvað ég skammast mín fyrir samlanda mína sem hegða sér svona. Smákrakkarumpulýður, góðæriskommar sem eru álíka skynsamir og blómkálshaus.
Í gær henti ein mannvitsbrekkan snjóbolta í einn útrásarvíkinginn. Fannst það svakalega "frelsandi". Það er sem sagt orðið frelsandi og þerapjútískt í huga þessara örvita að beita ofbeldi og framfylgja þannig úrskurðum dómstóls götunnar.
Það er ótrúlegt hvað þessir hálfvitar, þessir aumingjar, fá að vaða uppi í fjölmiðlum - snillingar eins og Egill Helgason (Norðurlandameistari í lýðskrumi með frjálsri aðferð) fá að vaða uppi, gubbandi út úr sér ruglinu og vitleysunni. Slúðrandi eins og versta saumaklúbbskelling.
Þetta pakk, sem í morgun fer mikinn í bloggi og slefar upp í hvert annað yfir því að Tryggvi Jónsson sé hættur í NBI, heldur að það sé málsvari þjóðarinnar. Ég er ekki viss um að "þjóðin" sé því fylgjandi að beita þá ofbeldi sem sumir halda að hafi verið ósanngjarnir. Ég er heldur ekki viss um að "þjóðin" sé því sammála að mótmæli sem ganga út á ofbeldi, ofsóknir og skemmdarverk séu "að svínvirka" þegar þeir sem fyrir slíku verða lúffa. Eitthvað segir mér að ef hópur fólks tæki sig til að myndi leggja nornina í almennilegt einelti og skemma eigur hennar og ofsækja fjölskyldu, þá myndi hún leggja árar í bát fyrr eða síðar.
Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Miðað við mann sem þykist vera "talsmaður skynsemi og frjálslyndis" þá finnst mér þú vera að tjá þig á alveg stórkoslega óskynsaman og ófrjálslyndan máta um þennan sjálfsagða rétt hverrar lýðveldisþjóðar að mótmæla þegar þeim finnst að þeim vegið. Af orðum þínum gæti maður haldið að þú værir harður Sjálfstæðismaður og eigandi að því ótæmandi múturfé sem flæðir milli stjórnenda þessara stærstu og öflugustu fyrirtækja landsins, og okkar "lýðræðiskostnu" stjórnmálamanna.
Árni Viðar Björgvinsson, 18.12.2008 kl. 11:04
Ég verð nú að vera sammála blogghöfundi í flestu... Þessir mótmælendur eru ekkert annað en heimsk framhaldsskólabörn sem halda að þau séu frelsarar þjóðarinnar. Ef að þetta væru eðlileg mótmæli þyrfti þetta fólk ekki að fela sig á bakvið grímur! Þau skammast sín greinilega fyrir eitthvað ef það má ekki sjást framan í það... og að láta reiði sína bitna á saklausum gjaldkerum í bönkunum sem eru yfirleitt konur á miðjum aldri sem eru nú þegar að fást við breytingaskeiðið.
Joseph (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:24
Þú ert meðvirkur Liberar, þú villt láta spillinguna grassera áfram svo þú og þínir haugar getið sóst í vasa almennings athugasemdalaust. Ef þú heldur að embættismönnum sé treystandi til að vernda okkar hagsmuni gegn spillingu, misnotkun og sjálftöku að eigin frumkvæði þá ertu alveg ótrúlega heimskur, vitandi hvernig nákvæmlega sömu embættismenn hafa brugðist okkur hingað til, sem leiddi til stóra hrunsins.
Það eru sem betur fer fáir meðvirkir eins og þú eftir.. Eina sem þú getur gert í málunum er að hrópa "Skríll, krakkaskríll á bloginu" Hlutir munu breytast.. sættu þig bara við það.
Chemical, 18.12.2008 kl. 11:27
Ef þessi mótmæli virka þá eru þau af hinu góða en vildi samt að þau væru ekki að skemma eða brjóta. Svo er fullt af fullorðnu fólki þarna ásamt velmenntuðu háskólafólki
Lovísa (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 11:37
Árni, það er réttur að mótmæla, en það er enginn réttur að beita ofbeldi og stunda skemmdarverk. Það þarf alveg sérstaka tegund af illa gefnu fólki til að setja samansemmerki á milli þess að mótmæla og ofsækja. Fólk eins og þetta skítapakksgengi sem fer ruplandi um bæinn. Fólk eins og þig, miðað við hvernig þú talar.
Liberal, 18.12.2008 kl. 11:51
Hvern er verið að ofsækja, og hverju er verið að rupla væni?
Árni Viðar Björgvinsson, 18.12.2008 kl. 11:54
Og hvaða ofbeldi? Einhver kastaði snjóbolta - það er nú allt ofbeldið.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.12.2008 kl. 12:12
Ég er hreinlega ekki frá því að lýðveldi hafi verið komið á í Evrópu með ofbeldi til að byrja með í frönsku byltingunni. Afhverju ekki að vernda lýðveldi með ofbeldi ef að friðsamleg mótmæli skila engum árangri
Brynjar Guðlaugsson, 18.12.2008 kl. 12:42
"Skólakrakkahálfvitar"? "Aumingjar"? Það ert nú frekar þú sem ert aumingi ef þú ætlar þegjandi og hljóðalaust að borga brúsann fyrir alþjóðlega glæpastarfsemi auðvaldsstéttarinnar.
Ég hef sjálfur tekið þátt í svona mótmælaaðgerðum, en er ég þá ekki bara sjálkrafa "stjórnleysingi" og Össur iðnaðarráðherra þar með líka? Hlýt ég kannski líka að tilheyra ungliðahreyfingu VG, burtséð frá því hversu illa það myndi samræmast hugmyndafræði einstaklingsfrelsis (anarkisma)? Hið sanna er reyndar að ég er þrítugur háskólamenntaður þriggja barna faðir, og var meira að segja í Flokknum alveg þangað til nýlega.
Skjóttu þig í fótinn Liberal...
Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2008 kl. 12:51
Þú ættir bara frekar að skammast þín. Fjármálaeftirlitið og útrásarvíkingarnir hafa eyðilagt landið okkar með því að koma skuldum sínum yfir á okkur og halda áfram að festa völd sín. Fólk berst skiljanlega tilbaka.
Ætli þú sért ekki bara tengdur útrásinni eða auðvaldinu á einn eða annan hátt, "Liberal", og því ekkert að marka það sem þú segir.
Ari (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:51
""Skólakrakkahálfvitar"? "Aumingjar"? Það ert nú frekar þú sem ert aumingi ef þú ætlar þegjandi og hljóðalaust að borga brúsann fyrir alþjóðlega glæpastarfsemi auðvaldsstéttarinnar."
NEI, ÞÚ
Erik Blomkvist (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:08
Ég held að það sé að verða til hópur sem heitir Bloggaraskríll, eða aumingjabloggarar.
Situr á rassgatinu fyrir framan tölvuna og les þar hvað er að gerast í umhverfinu og býr til í huga sínum veruleika sem er ekki til staðar. Algjörlega ótengt!
Bloggararskríll!!
Árni Grétarsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:12
Búinn að rekast á talsvert mikið af heimskum kommentum frá þér á öðrum bloggum. Þú hlýtur klárlega að vinna fyrir hyskið sem reynir að halda hulu yfir spillingunni. Þú ert helvítis fífl
Jóhann Þór (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.