Skríllinn skríður úr holum sínum

Þetta mótmælendapakk ætlar ekki að láta segjast, hér er þörf á dugnaði og elju, ekki nöldri og upphrópunum.

Reyndar hefur þessi hópur þynnst verulega og eftir standa athyglissjúkir aumingjar sem hafa aldrei unnið handtak á ævinni en telja sig engu að síður þess umkomna að segja heilli þjóð hvernig hún á að standa og sitja.

Það er fátt jafnbjánalegt og að heyra þetta pakk segja sína skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera - sammerkt með þeim öllum er óskin um að aumingjavæðing landsins verði alger og hér fái allir að lifa á bótum og skrifa ljóð. Bannað verði að virkja fallvötnin, bannað verði að græða, bannað verði að vera ósammála þessum lopapeysukommum, tja í raun verði allt bannað sem er ekki þeim þóknanlegt. Dag eftir dag er trillað fram listaspírum á borð við Einar Má, Guðmund Andra og Einar Kára og þeir hella úr skálum reiði sinnar yfir okkur hin. Þykjast skilja hin flóknu hagfræðilögmál sem yfir okkur dynja með því að búa til hnittnar myndlíkingar, rétt eins og slíkt geri þá sjálfkrafa til þess fallna að segja okkur fyrir verkum.

Ef við förum að hunsa þessa aumingja sem norpa dag eftir dag til að mótmæla sem í raun er þeirra eigin aumingjaskapur, og þegar við hættum að hleypa þessum narsissísku skríbentum upp í hæstu hæðir fjölmiðla, þá getum við farið að vinna okkur út úr þessu. Að hlusta á væluskjóðurnar dag eftir dag skilar engu.


mbl.is Á þriðja hundrað manns mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fráleit athugasemd! Hvernig er hægt að lesa svona í þessi mótmæli? Hvernig væri til dæmis að líta á þessi mótmæli sem kröfu um kosningar? Krafa um ríkisstyrkt ljóðaskrif???

Tryggvi Baldursson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:18

2 identicon

Svona bull er ekki einu sinni þess virði að eyða orðum eða orku í !!! ÉG get samt ekki séð hvernig þú færð það út að hópurinn sé að þynnast.....byrjaði í 15 manns.....eru núna mörg hundruð!!! Þú hefur greinilega EKKERT vit á því sem þú ert að tala um því að þessi bloggfærsla þín er ekkert nema helber þvæla og bull....og ekki byggð á neinum raunverulegum rökum eða sannleika á neinn hátt!! Og hver ert þú að segja að þetta fólk hafi ekki unnið handtak um ævina...þar sem mikið af þessu fólki er fjölskyldufólk sem hefur hörðum höndum hefur þurft að vinna fyrir því sem það átti..en hefur nú tapað, þökk sé þessum skítaplebbum!!!! Gleðilegt ár...ég vona að þu fáir vit í kollin á því nýja!!

Eva (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:27

3 identicon

Síðasta setningin þín vekur athygli. '' Að hlusta á væluskjóðurnar dag eftir dag skilar engu.'' Þetta kemur úr hörðustu átt, sjaldan lesið annað eins væl hjá þér.

Baldur. (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Liberal: Ég er feginn að þetta er síðasti dagurinn sem þú og þitt nafnlausa aumingjapakk getur bullað svona opinberlega um hluti sem þú veist greinilega ekkert um.

FLÓTTAMAÐURINN, 31.12.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

þú ert uppáhalds minn . "Athyglissjúkir aumingjar sem aldrei hafa unnið handtak á ævinni" naglinn inn í miðjan heila þú ert svo frábær ég vildi að ég gæti skrifað svona geðveikt cool setningu en ég get víst bara nöldrað ... takk fyrir mig ... 

geir kemst ekki inn á hótel borg!!!!

Hinrik Þór Svavarsson, 31.12.2008 kl. 14:32

6 Smámynd: Liberal

Hahahaha, segir "flóttamaðurinn" sem er þá í sama hópi og ég. Nei, þetta er skítapakk og talar ekki fyrir munn þjóðarinnar frekar en ég. Megi þetta lið éta það sem úti frýs og verði því að góðu.

Liberal, 31.12.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Liberal: Þú ert náttúrulega svo yfirgengilega vitlaus að reyna líkja okkur tveim saman, ég er löglega nafngreindur á síðunni minni!!!!!

FLÓTTAMAÐURINN, 31.12.2008 kl. 14:39

8 identicon

Hjartanlega sammála þér Liberal.

Þessi skríll var t.d. að skemma eigur Stöðvar 2 og Hótel Borgar. Hvaða tilgangi þjónar það?

Rétt í þessu var að koma melding á skjáinn að Kryddsíldinni væri lokið vegna skemmdarverka á tækjabúnaði. Þetta lið er frámunalega vitlaust. Þarna var tækifæri til að hlusta á ráðamenn í beinni útsendingu. A.m.k fyrir þá sem nenna að hlusta. Ég hélt að þessi skríll vildi fá svör. Svo er greinilega ekki, þessu liði vantaði greinilega tómstundargaman og útrás fyrir vandalismann sem í því blundar.

Einar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:47

9 identicon

HVernig væri að læra íslensku áður en þú opnar  á þér munnnin liberal!!

Talar fyrir MUNN þjóðarinnar....hvað er nú það!! Þú og Ingibjörg Sólrún ásamt restinni af skítapelbbunum sem silgdu okkur í strand þurfið kanski sjálf að éta það sem úti frýs á komandi ári.....neyðar og örvæntingar. Glæsilegt ár í vændum....    Gaman að sjá þig kommenta á þetta bull flóttamaður ;-) 

Eva (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:47

10 identicon

HVernig væri að læra íslensku áður en þú opnar  á þér munnnin liberal!!

Þetta kemur úr helvíti harðri átt miðað við textann sem á eftir fylgdi..

Einar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 14:50

11 Smámynd: Liberal

Það bara drýpur viskan af hverju orði hjá þér, Eva. Með fólk eins og þig til að segja okkur hvernig við eigum að haga framtíð okkar er greinilega ekkert að óttast. Bendi þér svo á að orðatiltækið "að mæla fyrir munn e-s" var nú alveg íslenska síðast þegar ég gáði, en munnnin með þremur n-um var það ekki. Kannski eruð þið líka að mótmæla tungumálinu líka og viljið hafa það ögn frjálslegra og meira "liberal".

Þið eruð snillingar.

Liberal, 31.12.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband