EKKI fulltrúar þjóðarinnar!

Bara svo það sé alveg á kristaltæru, þá er þetta pakk sem djöflast í mótmælum ekki fulltrúar þjóðarinnar, þessi skríll talar ekki fyrir munn þjóðarinnar, og þetta lið endurspeglar ekki hug þjóðarinnar.

Jújú, fólk hefur það erfitt og fáir eru sáttir en að pönkast í einstaklingum og stofnunum með þessum hætti er ekkert annað en ræfilslegt upphlaup athyglissjúkra iðjuleysingja og á ekkert skylt við lýðræði eða málefnanlega umræðu.

Þessi óuppdregnu aumingjar sem ganga um borgina brjótandi og bramlandi hluti á ekkert annað skilið en að lögrelgan taki á þeim af fullri hörku. Það er ótækt að svona lið geti vaðið uppi með ofbeldi óáreitt.

Hættum að hlusta á þennan skríl og hættum að gefa honum svona mikinn gaum þá hættir hann þessu og vonandi fer að gera eitthvað sem nýtist þjóðinni - líklegast hefur allt þetta lið legið á samneysluspenanum alla ævi.


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Jú ætli þau séu ekki fulltrúar þjóðarinnar "styð samt ekki svona verk" fólk er reitt og það á eftir að sjóða meira upp úr, jafnvel koma enn átakameiri mótmæli.

Hitt er annað mál að svona verk hljóta aldrei náð fyrir augum hins almenna borgara, við erum reið en fæst okkar stiðja skemmdarverk.

A.L.F, 31.12.2008 kl. 15:02

2 identicon

núna ert þú sjálf að taka þér afstöðu að þú ert búin að ákveða að þetta séu ekki fulltrúar þjóþrinnar þú veist ekkert um það og talar ekki fyrir þjóðina .... segðu þetta talar ekki fyrir þig

alex lee (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:06

3 identicon

Hverskonar smáborgaraháttur er það að gagnrýna þessi mótmæli. Íslendingar virðast vera einstakar smásálir. Það má ekki anda á fólk sem er ábyrgt fyrir þjóðargjaldþroti!!!

   Ég kýs frekar að líta á þetta þannig að það voru t.d. 315 þús manns sem fóru EKKI niður á Austurvöll fyrir nokkrum vikum og mótmæltu. Það er hinn raunverulegi skríll!!!!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:09

4 identicon

Það er komin tími á að lögreglan sinni störfum sínum og taki þennana rumparalíð og loki hann inni, við eigum rétt á friðsömum götum og friðsömu lífi. ég líki þessum líð við abbas hryðjuverkasamtökin

jon jonnn (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:09

5 identicon

Fólkið sem er búið að sökkva okkur, börnunum okkar og barnabörnum í skuldafen getur ekki kallast fulltrúar þjóðarinnar.

Fólkið sem er búið að ljúga að þjóðinni mánuðum saman getur ekki kallast fulltrúar þjóðarinnar.

Fólkið sem aftur á móti stendur upp og sættir sig ekki við að landráðafólkið í Stjórnarráðinu skuli tala í þeirra nafni. Það er verðugur fulltrúi okkar Íslendinga.

Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:10

6 identicon

Skríllinn sem safnaðist fyrir utan Hótel Borg áðan til þess að stöðva lýðræðislega umræðu, fékk að mínu mati mikla og óverðskuldaða athygli í upphafi hinna endasleppu Kryddsíldar. Stjórnandi tönnlaðist á því að fyrir utan væru mótmælendur og fór um skrílinn öðrum jákvæðum orðum. Hann lagði áherzlu á að útsendingin væri frá Hótel Borg og forsætisráðherra væri ókominn. Sem sagt: "komið og afstýrið því að hann komist inn"

Skúli (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:12

7 identicon

Jú, algjörlega fulltrúar þjóðarinnar.

Þið sem andmælið þessum mótmælum eruð aumingjar og ekki hluti af þjóð sem ég get tilheyrt með stolti. Skammist þið YKKAR að hafa ekki látið heyra í ykkur!

Jón Flón (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:13

8 identicon

Maður spyr sig samt.. hversu langt þarf að ganga til þess að fólk verði látið axla ábyrgð á gjörðum sínum.. útrásarvíkingar dregnir til ábyrgðar og ríkisstjórnin stokkuð upp.... mér finnst þetta ekki vera rétta leiðin að fara og brjótast inn og skemma hluti.. en ég meina mér finnst það samt vera hroki af stjórnvöldum þegar þau njóta einskis trausts og eftir ítrekuð mótmæli og óánægju þá er bara sagt fokkið ykkur þig kusuð okkur... æi það eru bara allir fífl í þessu ástandi.. en mér sýnist það samt bara vera lítill hópir fólks sem getur gert eitthvað í þessu, þ.e.a.s. stjórnmálamennirnir.

Fannar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:13

9 identicon

slaka aðeins á dramainu jon jonnn!!!!!

Fannar (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:15

10 identicon

Það er kominn tími til að löggan sinni sínum störfum!!! skrifar jon jonnn.

Alveg rétt hjá honum, enn Löggan á að sjálfsögðu að byrja á að handtaka þá sem komu landinu í þessa stöðu.

nonni

Nonni (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:19

11 identicon

Ólíkt ráðamönnum fara mótmælendur fram í mínu umboði m.a.  Ég er hluti af þjóðinni, ég er ekki krakki og ég hef unnið hörðum höndum alla ævi til þess eins að eiga ekkert nema skuldir.

Áfram Ísland og áfram mótmælendur!  Lifi byltingin!

Atvinnulaus (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:23

12 identicon

Einn svona kapall kostar kringum 300.000 kr.. Það var kveikt í 5, sem gerir 1.500.000. Ég veit það fyrir víst að í vátryggingu kaplanna er ekki tekið til skemmdaverka- svo þetta er 1.500.000 tap hjá félaginu. Félagið er nú þegar að segja upp mikið af fólki, ætli mótmælendur verði ánægðir ef einhverjum tæknimanni er sagt upp til að mæta þessum 1.500.000 króna kostnaði sem þeir voru valdar af?

Sigfús (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:04

13 Smámynd: Aradia

Þú ert svo ómánefnalegur, fordómafullur og gerilsneyddur öllu umburðarlyndi.

Aradia, 1.1.2009 kl. 13:46

14 identicon

Sigfús minn. Á ég að hringja á vælubílinn fyrir þig?

JayKay (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:26

15 identicon

Er fólkt í alvörunni svo heimskt að vera mótmæla því að fólk sé að mótmæla því að ráðamenn þessa lands hafi sett þjóðina í gjaldþrot? 

Brjóttu rúðu, steldu mat og þú færð mánuð í fangelsi og tugþúsundasekt.

Steldu milljörðum, búðu til störf innan ríkisins undir vini og ættingja ef það er búið að ráða í góðu stöðurnar vini og kunningja einhvers annars, settu þjóðfélagið á hausinn, steldu nógu andskoti miklu og láttu græðgina stýra þér út fyrir allt mannlegt eðli og þú verður þá kannski færður til í starfi þar sem þú getur yfirfarið hvað fór úrskeiðis og fengið svo þægilegan starfslokasamning.

jói (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 19:11

16 Smámynd: Kristján Logason

ég spyr hvar er umburðarlyndið og náunga kærleikurinn?

Eða er þér frámunað annað en sleikja skó þeirra er sparkað hafa í afturenda þinn með hegðun sinni.

 Lái enginn fólki að mótmæla afdrifum sínum sem ákveðin hafa verið í gapastokk þess frjálsa hagkerfis sem við hleyptum úr búri sínu eins og minki, öllum til armæðu 

Kristján Logason, 2.1.2009 kl. 20:04

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ertu að tala um Gumma og Óla Klemm. Já hegðun þeirra er til skammar. Annars finnst mér vera heigulsháttur að henda skít í fólk í skjóli nafnleyndar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:32

18 identicon

sigfús ég skal taka að mér að gera við þessa kapla ef eigendur þeirra gangast við sínum milljarðaskuldum, en koma þeim ekki á alla þjóðina, nema nokkra stórglæpamenn sem neita að gangast við sínum gjörðum,semsagt huglausir aumingjar,annars sá ég bara mótmælin við hótel borg á netinu og sindist bara að einn aðalhagfræðingur,og einn svæfingalæknir væru með óspektir og ofbeldi.

Árni (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband