Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Utanaðkomandi, bitte schön
17.5.2008 | 14:03
Enginn núverandi fulltrúa í borginni á skilið að leiða flokkinn í næstu kosningum, og enginn þeirra á í raun skilið að bjóða sig fram aftur, slík er sú skömm sem þeir hafa leitt yfir minn flokk.
Best væri að fá einhvern utanaðkomandi til að leiða flokkinn, einhvern sem hefur ekki gerst sekur um pólitísk landráð; mokað undir stækustu vinstristefnu í borginni.
Ef núverandi fulltrúar dirfast að bjóða sig fram aftur, þá gera þeir það sem stjórnlausir vinstrimenn að villa á sér heimildir. Og þó það sé tregara en tárum taki að segja það, þá held ég að kjósendur ættu frekar að kjósa vinstrimenn sem viðurkenna slíkt og eru stoltir af (hvernig sem það má nú í ósköpunum vera) heldur en að kaupa svikna vöru sem þykist hægri sinnuð.
Ég kalla eftir nýju framboði gegn mínum flokki, fari hann ekki að sjá að sér. Flokki sem stendur vörð um einstaklingsfrelsið og hefur það að markmiði að minnka ríkisafskipti og lækka skatta á vinnandi fólk. Flokk sem lætur ekki aumingjadýrkunina og meðalmennskuna ráða öllu og fer að viðurkenna að þó réttindi öryrkja og aldraðra séu mikilvæg, þá er kominn tími til að segja að slíkir hafi skyldur líka, og við hin höfum sömuleiðis okkar réttindi.... og skyldur.
![]() |
Borgarstjóri mun leiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hahahahaha... frekar rýr uppskera
15.5.2008 | 11:20
Segja má að hinar sjálfskipuðu hvunndagshetjur hafi birst með skottið rækilega á milli lappanna í dag. Mikið er gaman að sjá að þessir kjánar virðast óðum að sannfæra þjóðina um eigin vitleysisgang (held að bréfið sem Sturla skrifaði hafi haft mikið þar að segja).
Þessir jólasveinar hafa engin markmið önnur en að pirrast út í allt og alla og kenna öðrum um eigin ófarir og röngu ákvarðanir.
Hversu margir af þessum 100 ætli hafi verið skólakrakkar í leit að smá upplyftingu? Hvernig væri nú að Sturla og þessir álfar færu að vinna sína vinnu í stað þess að nöldra í sífellu og hegða sér eins og smákrakkar? Frekjuköst og yfirgangur skila aldrei neinu til langframa, og trukkararnir eru að læra þá lexíu á gamals aldri.
![]() |
Hrópað af þingpöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Magnús Þór Hafsteinsson - Messías stjórnmálanna (að eigins sögn)
15.5.2008 | 10:21
Það er stórkostlegt að lesa pistil Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns í Frjálsyndu-Nýju-Afli-Flokknum, á eyjan.is. Stundum hef ég heyrt af fólki með Napóleonskomplexa, en ég efast um að nokkur komist með tærnar þar sem hann hefur hælana.
Gleymum ekki að Magnús fannst ótækt að Íslands tæki á móti flóttamönnum (einstæðum mæðrum) sem búa í tjöldum í flóttamannabúðum í Írak, það væri svo bágborið ástand á Skaganum að miklu betra væri bara að hjálpa fólkinu þar sem það er í dag, gefa því kannski skó og iPod. Eða eitthvað. En hvað um það, þjóðin þekkir öll afstöðu "Frjálslyndra" til innflytjenda; útlendingar eru víst hið besta fólk og þeim ber að sinna af kostgæfni... bara ekki hér.
En skoðun skrif Magnúsar, og spennið beltin, lesendur góðir:
"Við vorum góður hópum sem bjó til framboðslista og við skelltum okkur í bæjarstjórnarslaginn. Þetta var og er gott lið - með örfáum undantekningum sem eru Karen og Helga systir hennar. Sennilega er ekki ofmælt að ég hafi verið potturinn og pannan á bak við það framboð. Hin voru öll algerlega óreynd í pólitík. Ég kenndi þeim og leiðbeindi. Á framboðsfundum var það ég sem hélt ræðurnar. Karen Jónsdóttir hefur aldrei geta haldið skammlausa ræðu eða skifað pólitíska grein. En ég taldi rétt að hafa hana í fyrsta sæti. Gefa ungri konu tækifæri og allt það...."
Magnús var góðhjartaður og sá aumur á þessum viðvaningum, Magnús var heilinn á bak við allt pólitíska bröltið. Reyndar voru þessar Helga og Karen einhver skoffín, Karen greinilega ótalandi og óskrifandi (hið týna -r- í skrifaði er ritun Magnúsar, gott að tala um hvað einhver sé lélegur að skrifa og stafsetja svo skammirnar vitlaust). En Magnús, af því að hann er svo góður gæi, gaf henni séns. Af því að hún er kona.
"Í aðdraganda Alþingiskosninga fyrir rúmu ári skarst í odda. Hún heimtaði að einhver frá Akranesi færi í annað sæti á framboðslista Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmi. Lýðræðisleg niðurstaða kjördæmisráðs var hins vegar sú að Kristinn H. Gunnarsson færi í það sæti."
Kristinn, sem er pólitískur sígauni og hefur komið við, held ég, í öllum stjórnmálaflokkum landsins (og er þar þangað til menn fá nóg af honum) fékk afhent annað sætið í kjördæminu á eftir formanninum, og þar með voru 2 efstu menn á listanum frá Vestfjörðum; í kjördæmi sem spannar frá Akranesi til Sauðárkróks (held ég). Þvílík ósvífni að fara fram á að fulltrúar flokksins kæmu frá öðrum stöðum en kjálkanum.
"Mér fannst Gísli ágætis karl, hann gjörþekkti Skagann og hafði mikla reynslu af félagsmálum bæði í sveitarstjórn og á Alþingi. Bæjarstjóraspurningin var opin, en þegar Sjálfstæðismenn stungu upp á því tveim dögum eftir kosningar að Gísli yrði bæjarstjóri þá samþykkti ég það. Ég kenndi að vissu leyti í brjósti um karlinn. Hann sem fyrrverandi þingmaður var í volæði inni í álveri á Grundartanga. Nöturleg örlög fyrir gamla manninn. Hvers vegna ekki að leyfa karlinum að spreyta sig?
Ég sagði JÁ, og frelsaði Gísla þar með úr rykinu í álverinu."
Þetta er uppáhaldshlutinn minn. Magnús frelsaði gamla manninn úr ánauð í álverinu, þar sem hann var að dauða kominn. Magnús kominn, frelsarinn sjálfur, og bjargaði honum! Húrra fyrir Magnúsi!
Ég vil svo að lokum birta ummæli eftir Magnús títtnefndan sem Hafrún Kristjánsdóttir birtir á bloggi sínu á eyjunni.is, og sýnir kannski enn betur þankagang varaformanns Frjálslynds-Nýs-Afls
"Ekki gleyma því að svína á Hellisheiðina, fara gegnum Þrengslin, lenda svo Spittfærnum á Kaldaðarnesmelum, fljúga svo norður í Eyjafjörð yfir Kjöl, sprengja Stebbafr og Halldór Blöndal til helvítis, snúa svo til baka yfir heiðina og bomba Björn Bjarna og borgarstjórnarminnihlutann hálfa leið til andskotans og lenda svo við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli og hrynja í það á kránum í Miðbænum."
Já, tökum barasta hringinn og myrðum óbreyttan borgara fyrir að tjá skoðanir sínar (eða ekki, þar sem Stefán er nú ekki mikill skoðanamaður, meira svona jórturdýr bloggsins), og ráðherra og aðra embættismenn, og endum svo góðan dag með því að deyja áfengisdauða í miðbænum. Segir varaformaður Frjálslynda flokksins.
En hvernig er það, Stefán og Halldór eiga að fara "til helvítis" en Björn og borgarfulltrúarnir bara HÁLFA leið til andskotans. Þýðir það þá að Björn og borgarfulltrúarnir eiga að ganga í Frjálsynda flokkinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stoðar lítið að hafa áhyggjur ef ekkert er gert
14.5.2008 | 22:37
Varaformaður míns flokks má alveg hafa áhyggjur, hún er svo sannarlega ekki ein um það. En það hrekkur skammt að hafa áhyggjurnar þegar enginn virðist tilbúinn að grípa til aðgerða til að leysa málið.
Það að Þorgerður skuli lýsa yfir áhyggjum af ástandinu er soldið eins og Stefán Friðrik að blogga - tilgangslaust, augljóst öllum, og bætir nákvæmlega engu við staðreyndir málsins.
Hvernig væri nú að kalla þessa hjörð borgarfulltrúa inn á fund í Valhöll og gera þeim ljóst að:
a) Villi fær EKKI að verða borgarstjóri eftir ár
b) Enginn sexmenninganna skal fá að bjóða sig fram fyrir flokkinn eftir 2 ár
c) REI málið skal leysa strax með því að selja fyrirtækið og hætta áhættufjárfestingum með almannafé
Þá erum við að sjá eitthvað gerast.
En á meðan Þorgerður hefur bara áhyggjur, líkt og rétt tæpur helmingur kosningabærra borgara sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu, gerist lítið, því Villi og hans kumpánar í borginni virðast algerlega glórulausir og í engum tengslum við lífið í landinu.
Ég, og aðrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins, fyrirlítum Villa og sexmenningana. Bæði fyrir það sem þetta lið hefur gert borginni, og líka það að þau hafa lagt borgina aftur í hendurnar á vinstriöflunum og það er dauðadómur yfir borginni okkar.
![]() |
Hefur áhyggjur af borgarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sturla og trukkurinn í auglýsingu fyrir N1 (upprifjun)
14.5.2008 | 15:55
Sturla og trukkararnir eru að berjast gegn dýru bensíni. En hann auglýsir fyrir olíufélag vegna þess (að eigin sögn) að hátt olíuverð er hreint ekki olíufélögunum að kenna, heldur Ríkisstjórninni (með stóru R-i, því Ríkisstjórnin er einn allsherjar skaðvaldur í lífi Sturlu og hans kumpána).
Skemmtileg upprifjun á tímamótum í sviðsljósi orð-óheppnasta manns landsins.
![]() |
Verðhækkun hjá N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óljósar kröfur og smábarnafrekjuköst
14.5.2008 | 10:32
Þessir trukkarar virðast ekki bera mikið skynbragð á það hvenær fólk er búið að fá nóg af þeim, nú eða hvenær þeir hafa orðið sér til fullkominnar skammar.
Fyrst börðust þeir fyrir því að bensínálögur yrðu lækkaðar, því þær væru svo miklu hærri en alls staðar annars staðar. Svo var þeim sýnt fram á, í mestu rólegheitum, að þær væru í raun lægri hér en víðast í kringum okkur, heimsmarkaðsverð á olíu væri um að kenna.
Þá fóru þessir snillingar til baka, en samt alveg jafn pirraðir, og fundu annað til að mótmæla. Nú vilja þeir fá að keyra án hvíldar eins lengi og þeim sýnist. Þá var þeim bent á að lög um hvíldartíma bílstjóra væru nú ekki aðeins settar fyrir þá, heldur fyrir okkur hin í umferðinni sem þurfum að deila vegunum með þessum mönnum, sem virðast í óðaönn að sanna að þú þarft ekki að vera sérlega vel gefinn til að fá að keyra margra tonna trukk. Ég efast stórlega um að almenningur sé hrifinn af því að eiga það á hættu að fá svefndrukkinn trukkabílstjóra á móti sér á öfugum vegarhelmingi svona um miðja nótt. Toyota Yaris á lítinn séns í stóran Scania trukk.
En þeim finnst þetta sjálfsögð mannréttindi sín, að stofna lífi og limum almennings í hættu. Þeir eru jú trukkarar og svo miklar hvunndagshetjur.
Svo ákváðu þeir að lemja aðeins á löggunni, og virðast halda að bara eigi að virða sum lög en ekki önnur, og að það sé í fínu lagi að beita lögreglu ofbeldi ef þeim finnst málstaðurinn góður. Þeir fengu svo dyggan stuðning frá drukknum menntaskólakrökkum.
Gleymum svo ekki þegar Sturla brá sér í gervi Júdasar og afneitaði vini sínum í beinni útsendingu, það hefur nú örugglega mælst vel fyrir hjá hinum vinum hans í gáfumannafélaginu Trukknum.
Og þess á milli gaf hann sér tíma til að auglýsa fyrir olíufélag, svona mitt á milli þess sem hann mótmælti of háu bensínverði, en tók fram að hann kenndi alls ekki olíufélögum um hátt bensínverð, heldur fyrst og fremst ríkisstjórninni.
Og nú ætla þessar mannvitsbrekkur að hlamma sér á Austurvöll og mótmæla. Mótmæla hverju, er ekki alveg ljóst. Þeir fóru í síðustu viku mikinn og flautuðu hátt og snjallt á reðurtáknum bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið, og uppskáru það að eyðileggja samræmt próf hjá krökkum í miðbænum sem fengu ekki frið til að taka prófið. Bravó.
"Þetta er bara ríkisstjórnin" segir Sturla þegar á hann er gengið. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á öllu því sem hann er ósáttur við í sínu lífi. Hann tók lán til að kaupa sér trukk, og nú þegar hann getur ekki borgað af láninu, þá er það einhverjum öðrum að kenna.
"Bæta kjör fólksins í landinu"? Hvernig þá? Eða bæta kjör afmarkaðs hóps með sérlundaðar kröfur og brenglaðar hugmyndir um eigið ágæti? Trukkara sem telja sig vera Guðs gjöf til almennings, messíasar götunnar? Jújú, eflaust er erfitt hjá mörgum trukkurum í dag, rétt eins og hjá öðru fólki, en þegar menn hafa sýnt kjánaskap í eigin fjármálum og eru í klemmu í dag, þá er ekki hægt að hlaupa til hins opinbera og krefjast þess að fá fríspil, bara af því að lífið sé svo ósanngjarnt.
Eitt er þó ljóst, Sturla er karakter sem hefði sómt sér vel í hvaða Radíusflugu sem er. Svona nútíma Elli skrýtni í Eskihlíðinni. Nú vantar bara að þessir trukkarar stormi niður á Austurvöll með kindabyssuna og fari að bryðja grjót. Það væri samt gott, svona ef maður á að gæta sanngirni, ef einhver sem getur hugsað hálfa hugsun hjálparlaust, myndi benda þessum hópi á að þeir eru að hegða sér eins og óuppaldir og frekir smákrakkar í dótabúð fyrir jólin, og frekja og grenjuköst skila engu. Þeir virðast ekki vera þess umkomnir að átta sig á því upp á eigin spýtur.
![]() |
Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðleysi míns flokks í borginni
14.5.2008 | 09:21
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er ekki svipur hjá sjón. Í raun er það mín skilgreining að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sé hreint ekki Sjálfstæðisflokkurinn, heldur eitthvert samansafn pólitískra viðrina sem bera ekkert skynbragð á stjórnmál og eru algerlega og fullkomlega einangruð frá hinum almenna borgara.
Borgarstjórinn okkar er sennilega óhæfasti embættismaður sem sögur fara af, hann þorir ekki að mæta í fjölmiðla og standa fyrir sínu máli, og vogar sér svo að senda fótgönguliða sína fram á völlinn að krefjast þess að heilindi hans og dyggð verði ekki dregin í efa. Nokkrum dögum eftir að hann réð til sín æskuvin sinn og pólitískan sálufélaga fyrir tugi milljóna á ári í laun. Hvernig í ósköpunum fórum við að því að enda uppi með Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra? Aðila sem rétt um 99% kjósenda hafa megnustu andúð á? Þar er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mikil.
Vilhjálmur, gamli góði Villi, talar um að umræðan hafi verið Sjálfstæðismönnum erfið og annað slíkt. Hann reynir að skapa fjarlægð á milli gengis flokksins annars vegar og hins vegar áliti kjósenda á honum persónulega, og liðinu sem er með honum. Vilhjálmur minn, það er ekki umræðan sem er ástæða fylgishruns míns flokks í borginni, það eru ekki málefnin sem eru ástæða fylgishrunsins... það eruð þið sjálf. Þið sjálf berið ábyrgð á þessu klúðri, þið berið ekkert skynbragð á stjórnmál og það er ekki bara þannig að þið getið ekki leyst eitt einasta vandamál sem til ykkar kemur, þið leggið lykkju á leið ykkar til að búa til ný vandamál þess á milli.
Fólk treystir þér ekki, Villi. Hefur ekki gert síðan þú klúðraðir REI málinu svo konunglega. Og það að þú skulir skella skollaeyrum við kröfum Sjálfstæðismanna (ekki bara kjósenda almennt, heldur kjósenda þess flokks sem þú átt víst að tilheyra) segir okkur bara það að þú telur þig yfir allt og alla hafinn. Og þess vegna hrynur fylgið. Þess vegna, og líka vegna þess að þú hefur sýnt það að þú getur ekki stjórnað fyrir fimmaura.
Kjartan Magnússon geislar af svikum og spillingu, maður bara fær það á tilfinninguna í hvert sinn sem hann birtist á skjánum að hann sé að ljúga. Ég myndi EKKI kaupa notaðan bíl af þessum manni. Aldrei.
Gísli Marteinn gengst upp í "hlæjandi skólastrákurinn" gervinu, og það er orðið álíka þreytt og fyrsta breiðskífa Aha! flokksins. Gísla er ekki hægt að taka trúanlegan, hann virðist ekki taka neitt alvarlega, og þegar hann gerir það, þá virkar hann eins og formaður málfundafélags.
Jórunn Frímannsdóttir er helst minnisstæð fyrir að láta eins og fúll smákrakki þegar Bingó sprengdi fyrsta meirihlutann "Við söknum þín sko ekki neitt!". Hún er farþegi í borgarstjórn.
Júlíus Vífill er farþegi, hefur ekkert gert og axlar enga ábyrgð.
Það er kannski helst Hanna Birna sem sýnir smá lit, en eftir að vera í þessum arfaslaka hópi í borgarstjórn á hún sér ekki viðreisnar von.
Þetta fólk hefur eyðilagt Reykjavík. Ekki bara fyrir Sjálfstæðisfólki heldur fyrir borgarbúum öllum. Þar sem áherslan liggur á að kaupa ónýta hjalla til að friða óvinsælasta borgarstjóra allra tíma. Þar sem borgin drabbast niður í skít og ógeði eftir þaulsetu vinstrimanna áraraðir. Þar sem skattar eru hæstu hæðum og peningarnir notaðir til að gambla út um allan heim í áhættufjárfestingum.
Þar sem uppgjafa Stuðmaður er ráðinn inn sem atvinnu-vinur borgarstjóra, því hann virðist ekki geta aflað sér bandamanna án þess að kaupa þá dýrum dómum.
Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn fái mun minna í næstu kosningum en 30%, ef þetta sama fólk vogar sér að fara aftur í framboð. Helsti gallinn á kerfinu sem við búum við er sá, að mínu mati, að við getum ekki mætt á kjörstað og kosið GEGN einum flokki, því það er það sem ég myndi vilja gera.
Frumskylda Sjálfstæðismanna er að tryggja framgang skynsemi og einstaklingsfrelsis í þjóðfélaginu, og í þeim efnum er stór hluti að koma í veg fyrir valdatöku vinstrimanna, sem eru boðberar hafta, skattpíningar, og almennrar óreglu. Núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, botnfall íslenskra stjórnmála, hafa hins vegar ákveðið að hefja þessa lesti til hæstu hæða.
Kjósendur eiga ekki að kjósa flokk sem þykist vera hægrisinnaður, en er svo vinstrisinnaðri en allt sem vinstrisinnað er, og í raun ofan í pilsfaldi Svandísar Svavarsdóttur, ef menn vilja vinstrimenn geta menn bara kosið einn þeirra fjölmörgu flokka sem hafa rottað sig saman á vinstrivængnum.
Ég vona líka að minn flokkur sjái sóma sinn í því að taka þessa sjömenninga úr umferð hið snarasta og hreinlega banna þeim að bjóða sig fram í nafni Sjálfstæðisflokksins eftir 2 ár. Ef það gerist ekki, þá mun ég bíða með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þangað til gamli flokkurinn minn birtist aftur, ég hef ekkert með ræfilslegan vinstrimannaflokk að gera á mínum kjörseðli.
Stórsigur Sjálfstæðismanna
13.5.2008 | 18:34
Ég lít á þetta sem stórsigur fyrir Sjálfstæðismenn, þ.e.a.s. að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skuli fá þvílíka útreið í þessari könnun.
Af hverju?
Jú, því ég lít á þessa pólitísku liðhlaupa sem þekja borgarfulltrúastólana sem allt annað en Sjálfstæðismenn. Hvert eitt og einasta þeirra má kalla pólitísk viðrini, fólk sem á nákvæmlega ekkert erindi í stjórnmál, og því er gott að enn eina ferðina skuli hamrað á því við þau að kjósendur vilja ekki sjá þau.
Sá dagur getur ekki komið nógu fljótt að Sjálfstæðismenn fái frelsi undan því oki sem Vilhjálmur og skósveinar hans hafa skellt á kjósendur Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Þegar hárprúði læknirinn er orðinn að betri valmöguleika en fulltrúar Sjálfstæðismanna, þá er fokið í flest skjól og deginum ljósara að fulltrúar í borgarstjórn eru botnfall íslenskra stjórnmála, og meðaltalið skánaði einungis agnarögn þegar Björn Ingi hraktist á braut.
Ekki svo að skilja að þau sem í hinum flokkunum standa séu hótinu betri? Svandís er á hraðri leið með að setja Norðurlandamet í frekju, Guð má vita fyrir hvað hann-þarna-Bergsson stendur fyrir, borgarstjórinn er nú mesta furðufyrirbæri sem maður hefur í annan tíma séð, og leiðtogi Samfylkingarinnar kann manna best að blaðra og segja ekkert.
Við erum í þeirri aðstöðu að hafa handónýta pólitíkusa í borginni, í öllum flokkum, en kerfið sem við búum við neyðir okkur til að velja einhvern, því ef við sitjum heima, þá er hættan sú að verst gefnu kjósendurnir (þessir lengst til vinstri) fái sínu framgengt, og frumskylda hvers kosningabærs einstaklings er að koma í veg fyrir að vinstrimenn komist til valda.
En ég fagna þessu, og vona að þetta verði til þess að hin stjórnmálalegu viðrini sem svívirða Sjálfstæðisflokkinn með nærveru sinni í ráðhúsinu hypji sig sem allra fyrst á braut.
Og þá fáum við kannski Sjálfstæðisflokkinn til baka, þann hinn sama og rétt um helmingur borgarbúa var stoltur af því að kjósa.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fullyrðingar Ágústs um kosti ESB hraktar
2.5.2008 | 13:43
Varaformaður Samfylkingarinnar skrifar svo á bloggi sínu í dag:
"Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild eru aukin áhrif, lægra matvælaverð, aukinn stöðugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengisáhætta og gengissveiflur, lægri skólagjöld erlendis, minni viðskiptakostnaður og bætt félagsleg réttindi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða."
Er það virkilega svo? Lítum á málið.
".... aukin áhrif..." á hvað? Lagasetningu? ESB telur nú rétt um 250 milljónir manna, við erum 300þ, eða sem nemur 0.1% af íbúafjölda bandalagsins. Hin nýja stjórnarskrá, sem íbúar landa sambandsins höfnuðu, en leiðtogarnir tróðu engu að síður í gegn, færir atkvæðavægi meira í áttina til íbúafjölda en áður, þannig að við höfum engin áhrif á hvernig lög þróast í ESB. Við höfum eiginlega meira um það að segja í dag, sem aðilar að EFTA og í gegnum tvíhliða samninginn við ESB, að nafni EES.
Ágúst segir að við höfum nú þegar tekið upp mest alla löggjöf ESB, sem er rangt, við höfum tekið upp stærsta hluta af lögum um INNRI MARKAÐ, sem er langt í frá að vera öll löggjöf ESB.
"... lægra matvælaverð..." hvernig þá? Í gegnum lægri tolla á matvæli? En hvernig er það, ráðum við ekki í dag hvaða tollar eru í gangi? Þurfum við að ganga í ESB til að lækka tolla á innflutt matvæli? Hvernig væri að vinur Ágústs, hann Björgvin, og Árni Matt settust bara niður og afgreiddu málið snaggaralega og lækkuðu tolla á þessar vörur? Að ganga í ESB til að þvinga fram lægra verð er soldið eins og að saga af sér fótinn til að losna við ljóta sokka.
Gleymum heldur ekki að matvælaverð stjórnast af meiru en kostnaðarverði, álagning spilar þar stóra rullu, og það er ekkert í dag sem bannar erlendum verslunum að opna útibú á Íslandi, en smæð markaðarins kemur í veg fyrir það. Íslendingar verða 300,000 eftir inngöngu í ESB, rétt eins og þeir eru fyrir inngöngu í ESB.
".... aukinn stöðugleiki...", á hvaða mælikvarða? Það verður mun meira atvinnuleysi, það er vitað, enda atvinnuleysi mun meira innan ESB en á Íslandi. Það verður minna flökt á krónunni, en er það hinn eini sanni stöðugleiki?
"... lægri vextir...." er vinsælt. Vextir eru verðmiði á peninga, eftir því sem eftirspurnin er meiri eftir peningum, þeim mun dýrari eru þeir. Horfið á götur bæjarins... horfið á Innlit/Útlit.... skoðið hversu margir eru að fara utan í sumarfrí í ár... þetta fólk hefur keypt peninga til að fjármagna þessa hluti, eftirspurnin er miklu meiri en framboðið, því enginn sparar. Því er verðið á peningum alveg rétt í dag, og þegar þeir sem vilja halda áfram að kaupa peninga barma sér og kvarta yfir verðinu, þá eiga menn bara að segja að svona sé lögmálið um framboð og eftirspurn. Ekki rjúka upp til handa og fóta og ráðast í aðgerðir til að þvinga jafnvægið niður, svo menn geti haldið áfram að skuldsetja sig í botn. Þessi rök Ágústs ganga ekki upp, og einkennast af örvæntingafullri tilraun manns til að höfða til óábyrgrar hegðunar neytenda til þess eins að fá sínu áhugamáli framgengt.
"... sanngjarnara landbúnaðarkerfi...." Hvernig þá? Stjórnum við ekki okkar kerfi í dag? Hvað kemur í veg fyrir að við sjálf breytum þá kerfinu, fyrst það er svona ósanngjarnt? Eitt er víst, við fáum enga styrki frá ESB fyrir landbúnaðinn, þeir fara nú þegar allir til A-Evrópu. Spyrjið bara bændur í Frakklandi og á Spáni sem eru búnir að missa áskriftina að styrkjunum. Ekki eru þeir sérlega kátir. Það þarf að skera upp landbúnaðarkerfið á Íslandi, en af hverju getum við ekki gert það sjálf og borið ábyrgð á því sjálf? Af hverju vill Ágúst að einhverjir Brusselistar geri það? Og af hverju vill Ágúst ekki að við tökum ábyrgð á kerfinu okkar sjálf?
"... auknar erlendar fjárfestingar...." af hverju? Af hverju ættu erlendar fjárfestingar að aukast hérna? Erlendir aðilar geta fjárfest hérna í dag og aldrei horft á eina íslenska krónu. Þeir greiða fyrir allt í erlendri mynt og hafa sínar tekjur í erlendri mynt ef því er að skipta. Skattkerfið ræður þar mestu um, og það virðist ekki mikill vilji hjá vinstriflokkum á Íslandi að lækka skatta.
".... minni gengissveiflur...." jú, það er rétt. En ef við tökum aftur til afsögunar samlíkingarinnar, þá er þetta eins og að saga af sér lappirnar og vera ánægður með passa loksins í buxurnar frá því maður var lítill.
".... lægri skólagjöld erlendis....", og hvað? Eigum við að afsala okkur fullveldi og láta allt ofangreint yfir okkur ganga, bara svo við getum borgað nokkrum þúsundköllum minna í skólagjöld í Bretlandi?
"... minni viðskiptakostnaður....", ekki endilega.
"... bætt félagsleg réttindi....", bíddu ráðum við því ekki sjálf í dag? Getur Jóhanna ekki bara lagt til breytingar í átt til þess sem menn eru sáttir við? Af hverju þarf að ganga í ESB?
Nei, þessi "rök" Ágústs einkennast af flótta og leti. Hann vill flýja í ábyrgðarleysi ESB, þar sem við ráðum engu og hann getur bara yppt öxlum þegar illa gengur og bent til Brussel, og svo þakkað sjálfum sér þegar vel gengur og talað um eigin fyrirhyggju að ganga í ESB. Og leti, því hann vill ekki breyta hlutum sjálfur sem eru í dag á okkar valdi að breyta, hann bara gagnrýnir og talar um hvernig hann vill að hlutirnir séu öðru vísi, en er ekki tilbúinn að breyta þeim sjálfur.
Loksins
2.5.2008 | 08:26
Það er löngu orðið tímabært að koma Verkamannaflokknum frá völdum í Bretlandi, því miður er sá flokkur orðinn fánaberi alls þess sem ber að fordæma í fari vinstriflokka.
Forræðishyggjan og veruleikafirringin er allsráðandi í herbúðum Verkamannaflokksins, þar sem menn trúa stöðugt á það að boð og bönn séu almennri skynsemi yfirsterkari.
Það verður nú seint sagt að Íhaldsflokkurinn hafi sterka leiðtoga í sínum röðum, en kannski, bara kannski, ber Gordon Brown gæfu til að koma Verkamannaflokknum undir græna torfu (no pun intended) þar sem hann getur húkt í einhverja áratugi.
![]() |
Verkamannaflokkurinn tapaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |