Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Og hverju eru þeir að mótmæla?

Jú, fyrst mótmæltu trukkararnir því að bensínið væri dýrt, og þá var sýnt fram á að það væri vegna heimsmarkaðsverðsins, ekki vegna álagningar hins opinbera sem þeir í einfeldni sinni héldu.

Þegar búið var að sýna fram á að þeir voru í rugli, þá fundu þeir bara annað til býsnast yfir, í þetta sinn fannst þeim ósanngjarnt að þeir þyrftu að hvíla sig á akstri yfir daginn, þeir vilja miklu frekar fá að keyra endalaust, helst sleppa því að sofa.

Þeir eru nefnilega miklu meiri "karlmenni" en evrópskir trukkarar, sem eru víst bara kellingar sem geta bara keyrst í 10 tíma á dag, íslenskir trukkarar geta keyrt miklu lengur.

Reyndar er það smáatriði í þessu að kvaðir um hvíld trukkaranna eru ekki síst til að vernda okkur hin í umferðinni, við þessi hin sem þurfum að deila vegunum með þessum jólasveinum sem nú lemja lögregluþjóna og grýta.  Hina sömu og virðast eiga í mestu erfiðleikum með að halda málrómnum undir 80 desibelum þegar þeir tala um "sín mál".

Og núna, allt í einu, eru kröfur þeirra orðnar óljósari en fyrr, og voru þær nú ekki greinilegar áður.  Nú krefst Sturla að "þingmenn fari að vinna vinnuna sína" eins og hann orðar það, sem útleggst væntanlega sem svo að þingmenn geri eins og honum finnst.  Þegar hann talaði um tóm blöð hjá Árna Matthiesen og að það væri merki um að Árni væri ekki að vinna.... þá brosti maður, en þegar Sturla hótar enn frekari aðgerðum nema Alþingi gangi að óljósum kröfum trukkaranna, þá hverfur brosið snarlega.  Munum við þurfa að búa við það að botnfall íslenskra bílstjóra krefjist þess að Alþingi geri allt sem þeirra sjálfumglöðu hjörtu bjóða?

Vitleysingarnir sem hóta Birni Bjarnasyni öllu illu eru nákvæmlega sama tegundin og hjassinn sem réðist á lögregluþjóninn í dag, og kjánakrakkarnir sem grýttu lögguna í gær.  Undirmálsfólk í margvíslegum skilningi, andlegum að mestu leyti, og nú ríður á að stöðva þessa bjána sem virðast ekki vera í neinum öðrum leiðangri en að vekja athygli á sjálfum sér og fá útrás fyrir einhverja óskilgreinda reiði í garð þjóðfélagsins.

Lögreglan á að koma í veg fyrir upphlaup eins og þau sem við höfum séð í dag og í gær, og ef skynsamleg hegðun er ofar gáfnafari trukkaranna, þá þarf einfaldlega að berja þá til hlýðni.  Og guð hjálpi okkur öllum nú þegar við vitum hvaða persónuleiki húkir á bak við stýrið á risavöxnum flutningabílum á vegum landsins.


Hið ókræsilega birtingarform skrílslátanna

Í gær sáum við ansi nöturlega hlið á ákveðnum hópum samfélagsins.  Vörubílstjórar telja sig vera hafna yfir lög og reglur, menntaskólakrakkar telja enga ástæðu til að virða framkvæmdavaldið, og tiltekin fréttakona á Stöð 2 telur sig þess umkomna að leikstýra óeirðum til að gera fréttina sína örlítið meira krassandi.

Í gær sáum við í Kastljósinu á hvaða greindarstigi talsmaður trukkaranna er.  Hann telur það óþarfa að axla ábyrgð á eigin uppátækjum og lögbrotum, þetta sé allt ríkisstjórninni að kenna.  Í mínum huga vekur það hjá mér ugg að einstaklingur sem ekki stígur meira í vitið en þetta skuli fá að keyra um á margra tonna tryllitæki á þjóðvegum landsins.

Við sáum drukkna menntaskólakrakka (mögulega þá hina sömu og mættu í Ráðhúsið um daginn) kasta eggjum í lögregluna.  Hvernig er það, við býsnumst yfir því að "ungdómurinn" í dag skuli ekki bera virðingu fyrir eigum annara og kroti á veggi og mannvirki, en finnst svo í lagi að sömu krakkar kasti grjóti og eggjum í laganna verði. 

Viðbrögð Vinstri Grænna, gömlu Alþýðubandalagskommanna, voru að sjálfsögðu fyrirsjáanleg; fordæma framgöngu lögreglunnar og segja, án þess þó að segja það beint út, að það sé allt í lagi að brjóta lög ef málstaðurinn er rauðliðunum þóknanlegur.

Í morgun lásum við svo pósta sem dómsmálaráðherra bárust í gær, m.a. þar sem honum er óskað þess að fá banvænan og sársaukafullan sjúkdóm, og að hann ætti að skjóta sig til bana. 

Eitthvað segir mér að íslenskir rauðliðar séu innst inn hrifnir af svona framferði, enda sjá þeir í hillingum þessa penna sem möguleg atkvæði sér í vil eftir þrjú ár.

Lögreglan var að vinna sína vinnu, og hún gerði það vel.  Ef eitthvað má gagnrýna, þá er það það að hún skyldi ekki fyrir löngu hafa brugðist við af hörku, að hún skuli ekki hafa fyrir löngu síðan látið þessa trukkara skilja að lögbrot er lögbrot, og við lögbrjóta verður ekki samið.

En nei, í gær mætti Sturla í Kastljós og fór mikinn, talaði út og suður og jós úr skálum reiði sinnar.  Og í hvaða tilgangi?  Jú, hann krefst þess að hann og hans líkar fái að keyra lengur en lög og reglur kveða á um, að þeir geti fengið að keyra þreyttari en eðlilegt getur talist.  Eitthvað segir mér að þegar Sturla sofnar við stýrið eftir 14 tíma keyrslu, þá verði það fólkið í litla skutbílnum sem ber skarðan hlut frá borði, en ekki hann á sínum margra tonna trukk.

Það er von mín að trukkabílstjórar verði lögsóttir af eins mikilli hörku og unnt er, og að þeir verði látnir bera fulla ábyrgð á aðgerðum sínum.

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband