Takk fyrir þetta

Sunnudagurinn í dag hefur einkennst af því að þjóðin veit núna miklu betur en hún hefur sjálfsagt nokkurn áhuga á að vita hversu vel bæði Símanum og Vodafone gengur að koma upp einhverjum tækjabúnaði upp um allar sveitir.

Þegar annað þessara fyrirtækja rekur við, þá fær hitt niðurgang, þannig er það.

Í morgun þótti það fréttnæmast á landinu, reyndar þó víðar væri leitað, að fólk frá Símanum hefði labbað upp á fjall, og nú gæti fólk sent SMS til vina og kunningja af hæsta fjalli landsins.  Það fannst alla vega mbl.is fréttnæmt.  Rétt upp hönd sem misst hefur svefn af áhyggjum vegna þess að ekki hafi verið hægt að senda MMS frá Hvannadalshnjúk? 

Og viti menn, ekki geta Vodafonemenn verið minni.  Þeir hafa lesið þetta í morgun og hugsað: "Shit, þarna er Síminn aldeilis að skúbba... við verðum að gera eitthvað!  Ég veit, sendum langa og mikla fréttatilkynningu í ALLA fjölmiðla, strax eftir hádegið, þar sem við segjum a) hvað við ætlum að setja upp marga GSM senda, b) hversu margir eru komnir upp, og c) hvernig gengur almennt.  Og tölum svo um hvað við erum æðislegir."

Því það er aldrei að vita, kannski myndu tugir þúsunda farsímanotenda hringja í Vodafone strax í fyrramálið og segja: "Starfsfólk Símans gekk á Hnjúkinn í gær og nú get ég sent SMS frá Hnjúknum ef mér dytti í hug að ganga þangað.  Hvað hafið þið gert?  Ha?  Ha? ???" Og slíkt bara má ekki gerast.  Vindgangur Símans í morgun endaði í bremsufari Vodafone um kaffileytið.


mbl.is Nýir gsm sendar settir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segirðu, alveg ótrúlegur vindgangur hjá Vodafone.  Reyndar er þetta frekar hlægileg tilkynning frá þeim sérstaklega í ljósi þess að þeir "þurfa" að notast við senda Símans víðast hvar á landinu, en ég sé ekki getið neitt um það í tilkynningunni.  Þetta er svona álíka ef ég myndi monta mig yfir því að eiga Range Rover Voge en í raun mætti ætti ég hann ekki, heldur nágranni minn og ég fengi hann stöku sinnum lánaðan

Gulli (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:16

2 identicon

það er reyndar ekki rétt, vodafone er með fleiri gsm senda á landinu en síminn og öfugt við símann að þá er vodafone með "nýjust gerð" af gsm sendum öfugt við það sem að síminn er með, svo má ekki gleyma því að þeir sendar sem vodafone er að setja upp eru langdrægir gsm sendar sem er soldið sem síminn á ekki (síminn er líka með reikisamninga við vodafone, samt ekki þegar kemur að langdræga gsm dreifikerfi vodafone sem er ástæðan fyrir því að þeir eru að banka á dyr vodafone til að komast inná það)

Olafur jakobsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 02:10

3 identicon

Síminn er búinn að setja upp eitthverja langdræga gsm senda.  Einnig er síminn að setja upp langdræga 3G senda og verður þá með sama langdrægi og Vodafone í GSM auk þess að vera með 3G sem hefur margfaldan gagnafluttningshraða á við GSM.  Fyrir þá sem vilja bara tala er auðvitað langdrægt GSM kerfi nóg, en fyrir t.d. sjómenn og netfíkla eins og mig getur verið gott að hafa hraðvirkt netsamband langt á haf út.

Lognið Stormsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband