Hvernig eflum við samkeppni og bætum kaupmátt?

Jú, með því að efla samkeppni og minnka ríkisumsvif.

Við getum t.d. stóreflt samkeppni á smásölumarkaði með því að fella niður tolla og aðflutningsgjöld; að hér séu allar vörur á kostnaðarverði erlendis frá að viðbættum virðisaukaskatti.  Þannig gæti verið efnt til mikillar samkeppni við verslanir, því almenningur gæti verslað í gegnum erlendar netverslanir svo að segja allan varning utan dagvöru með skamman líftíma.

Þegar síðan verslanir geta flutt inn óheft matvæli erlendis frá, t.d. kjöt og mjólkurafurðir, og selt á mun lægra verði í dag (þ.e.a.s. undið ofan af hinni gerræðislegu vinstristefnu af hverri Framsóknarmenn hafa gegnsýrt íslenskan landbúnað), og við búið við matvælaverð sem er sambærilegt því sem gerist og gengur erlendis.

Þegar landsmenn geta farið utan í "verslunarferðir" og komið heim með þann varning sem þeir kjósa til eigin nota án afskipta tollvarða, þá búum við við alvöru frelsi.

Það þarf ekki að ganga í ESB til að þetta gangi eftir, það þarf bara vilja hjá stjórnmálamönnum og þor, nokkuð sem enginn virðist eiga inni, því miður.

Við eflum líka hag almennings með því að lækka skatta og draga úr ríkisafskiptum, því það er löngu sannað (sama hvað Ögmundur Jónasson segir) að ríkið er alltaf með óhagkvæmasta reksturinn og nýtir fjármagnið mun verr en einkaaðilar.  Lækkum skatta, setjum menntakerfið í einkarekstur, sem og heilbrigðiskerfið. 

Og einkarekstur er, sama hvað Ögmundur Jónasson segir, ekki hið sama og einkavæðing - alveg merkilegt hvað fólk sem skilgreinir sig sem vel gefið á erfitt með að skilja muninn á þessu tvennu.

Síðan skal efla skilyrði einkaaðila til að koma inn á markað sem í dag er undir ríkiseinokun.  Ríkið á ekki að vera í virkjanagerð og rafmagnsframleiðslu.  Ríkið á ekki að vera einokunaðili á sölu áfengis.  Ríkið á ekki að leggja stein í götu þeirra sem vilja stofna skóla á hvaða stigi sem það er.  Og svo framvegis.

Í gegnum aldirnar höfum við séð skipbrot vinstrimennskunnar trekk í trekk, það nægir að horfa til Sovétríkjanna, Kína (þar sem nú ríkir fasískur kapítalismi), Kúbu, Norður Kóreu...

Og nú sjáum við ennfremur betur og betur að eftir því sem einstaklingurinn hefur meira frelsi til orða og athafna, þeim mun betur vegnar samfélögunum.  "Fórnin" er sú að þeir sem líta til annara með að sjá sér og sínum farborða, fólk sem ekki axlar ábyrgð á eigin lífi, kvartar og nöldrar og heimtar "gömlu góðu forræðishyggjuna". 


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband