Froðusnakkur Samfylkingarinnar mættur í hús

Samfylkingin hefur löngum verið þekkt af öðru en yfirveguðum yfirlýsingum eða skynsömum pólitíkusum, og það er svo merkilegt að meira að segja í þessu máli (þegar hið ólíklega gerðist að Samfylkingarmaður tekur skynsamlega afstöðu) tekst þeim að klúðra hlutunum "stóran tíma."

Ég vona innilega að hætt verði við að byggja þetta leikfangahús fyrir læknana í Vatnsmýrinni.  Við ættum fyrst að reka lág- og miðtækni sjúkrahús af myndugleik áður en við förum að færa okkur út í hátækni hlutann.

En auðvitað gat maður reiknað með því að froðusnakkar í Samfylkingunni gætu klúðrað þessu.  Málið er nefnilega að Gunnar hefur nákvæmlega ekkert forræði í málinu, hann er bara wanna-be ráðherra sem vill sveifla ímynduðum veldissprota sínum af og til, svona til að minna á að kannski ætti almenningur að hætta að hlæja svona mikið að honum.  Og fetar þannig í fótspor Össurar, Ingibjargar, og Björgvins G.  Allt ráðherrar og fulltrúar Samfylkingarinnar sem gera álíka mikið gagn og svæsin fótsveppasýking.

Gunnar hefur ekkert forræði í þessu máli, þó hans skoðun sé vissulega rétt - það eigi að slá þessu fjandans sjúkrahúsi á frest og ekki sólunda almannafé í einhver gæluverkefni læknamafíunnar.

Guðlaugur Þór bregst við sem sannur Framsóknarmaður; víst skal spreða milljörðum af skattfé í eitthvað sem er ekki úthugsað, bara til að friða ólátabelgina í læknastéttinni.  Guðlaugur Þór kemur úr flokki sem eitt sinn, í gamla daga, lagði áherslu á að fara vel með skattfé, halda álögum í lágmarki... en nú er hann genginn í Framsóknarflokkinn, flokk sem hefur haft það að markmiði alla tíð að hygla flokksgæðingum og eyða almannafé (sem fólk eins og Sóley Tómasdóttir tala um sem ókeypis fjármagn).

Það væri vel þess virði að leita að leyfum Framsóknarflokksins á einhverju eyðibýlinu úti á landi, þar sem þessi flokkur á jú heima, og segja meðlimum þess flokks nákvæmlega hvað þeir geta gert við þetta sjúkrahús.


mbl.is Frestun ekki inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Spreðið" er nú ekki mikið. Fengust ekki 60 milljarðar fyrir Símann? Áttu þeir ekki að renna í "hátæknisjúkrahúsið"? (Rétt eins og núverandi spítalar séu handsnúnir!!!)

Verst af öllu að nú vill Samfylkingarframmarinn úr Hafnarfirði stela þeim peningum af þjóðinni og láta Árna, vin sinn, Sjálfstæðisframmarann (sem ku víst búa í Þykkvabæ...) eyða í endalausa hít botnlauss kassa ríkissjóðs.

 Já, þeir standa saman í Firðinum! Skuggalegt...!

En hitt er svo annað mál að gamli Borgarspítalinn mun gagnast áfram sem "lágtæknihús" fyrir ýmsa aðra sem minna er hugsað um nú á tímum "hátæknilausna".

Hverja? Aldraða, kalkaða fyrrum þingmenn og ráðherra  til dæmis...

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Liberal

1) Símapeningarnir áttu að fara að hluta í nýtt sjúkrahús.  Selja símann = Góð hugmynd.  Nota peningana að hluta í að byggja sjúkrahús sem nýtist illa, á stað sem er út í hött = slæm hugmynd.

2) Gunnar hefur ekkert umboð til að "stela" þessum peningum, hann fær ekki að ráðstafa þeim og ræður ekki hver ráðstafar þeim og í hvað.

3) Af hverju kemur mér það ekki á óvart að þú skulir elta uppi vanvitana á ristjórn DV og trúa þeim í einu og öllu?

4) Minnimáttarkenndin virðist vera að slaga þig þegar þú talar um þá sem "minna er hugsað um nú á tímum", nú á tímum er hugsað vel um þá sem þess þurfa, en sumir ættu að hugsa betur um sjálfa sig.

Liberal, 7.6.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband