"Don't cry for me, reykvíkingar..."
15.8.2008 | 15:59
Ætlar maðurinn ALDREI að hætta þessu væli? Skipulegt einelti? Gabbaður og notaður? Það hefur enginn lagt Ólaf í einelti, hann hefur einfaldlega verið óhæfur með öllu og gagnrýndur fyrir. Eini sem hefur vegið ómaklega að honum er hún þarna formaður ungra Samfylkingarkrakka, sem mætti með rauðu uppþvottahanskana í Ráðhúsið í vetur. Þar með er það eiginlega upp talið.
Það gabbaði enginn Ólaf, en hann virðist hins vegar halda að það sé eðlileg pólitík að fá að ráða öllu sjálfur og þurfa ekki að ræða við hina borgarfulltrúana í meirihlutanum.
Það þarf einhver (Jakob Frímann?) að segja þessum kjána að hætta þessu væli og fara að haga sér eins og fullorðinn maður, ekki eins og fordekraður smákrakki.
Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.