Snilldarskoðanakönnun Fréttablaðsins!

Samfylkingarpósturinn... afsakið, Fréttablaðið birtir skemmtilega könnun í dag.

600 manns voru spurðir hvaða flokk það styddi.

330 manns svöruðu, 270 manns svöruðu ekki.

154 sögðust styðja Samfylkinguna

92 sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Þar munar 62 einstaklingum (af 600 manns sem fengu spurninguna)

10 manns sögðust styðja Ólaf F.  Tíu!  Það má telja stuðningsmenn Ólafs á fingrunum án þess að nota sama puttann tvisvar!

58 manns sögðust styðja Kommúnistana.... Vinstri Græna.  34 færri en styðja Sjálfstæðisflokkinn.  Og heilum 96 færri en styðja Samfylkinguna.

Það er því gaman að heyra Blaður... Dr. Dag þylja upp gömlu tugguna og nota gömlu frasana í fréttum á sjónmiðli Samfylkingarpóstins... Stöð 2 í kvöld.

600 manns sem voru spurðir hvaða flokk þeim líst best á í borginni... 154 af þeim nefndu Blaður... Dag og flokkinn hans.  Alls 25.6% þeirra sem spurðir voru.

Svo mikið var það nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já... Lóa Pind fór hamförum í sjónvarpsfréttum í gær.

Gulli (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband