Stefnuleysi Samfylkingarinnar skilar ráðleysisfylgi

Samfylkingin er flokkur stefnuleysis og glundroða.  Það sem Samfylkingin gerir best er að telja mjög mörgum trú um að hún tali máli þeirra, án þess að gera það í raun og veru.  Í því sambandi leggur Samfylkingin höfuðáherslu á að hafa eins óljósa stefnu í málum sem frekast er unnt; að tala og tala en segja ekkert (þar er meistari Blaðursins, Dr. Dagur, fremstur í flokki).

Svo er það líka gott hjá Samfylkingunni að hafa margar skoðanir á sama málinu, t.d. hefur umhverfisráðherra allt aðra skoðun á umhverfisvernd en iðnaðarráðherra, og svo hefur viðskiptaráðherra enn eina skoðunina.  Og utanríkisráðherrann, Ingibjörg "hérerenginkreppa" Sólrún, segir að allir séu sammála.

Samfylkingin er flokkur hégómans.  Samfylkingin hefur enga getu eða þor til að takast á við vandamál nútímans, heldur snýr öllu upp í ESB áróður.  Svona eins og Frjálslyndir snúa öllu upp í kvótakerfis áróður.  Þó svo að örlítil eftirgrennslan sýni að ESB er vondur kostur og óraunhæfur næstu árin þess utan.

33% þjóðarinnar heldur að Samfylkingin sé akkúrat að berjast fyrir þeirra málefnum.  33% þjóðarinnar lætur því blekkjast.  Samfylkingin berst ekki fyrir málefnum neins.  Samfylkingin stundar umræðustjórnmál þar sem allt gengur út á að þykjast vera rosalega upptekin við að vinna vinnuna sína, en koma sér aldrei að verki.  "Smoke and mirrors" eins og það kallast á engilsaxnesku.

Sem betur fer munum við sjá Samfylkinguna hrynja þegar dregur að kosningum, eins og gerist alltaf hjá henni (og forverum hennar), því þá fara kjósendur að skoða verkin sem eftir flokkana liggja, og þá er listinn alltaf stuttur hjá Samfylkingunni.  Og þá þurfa flokkarnir líka að tala um hvaða áherslur þeir muni leggja fram, og þá hverfur alltaf ESB umræðan hjá Samfylkingunni.

Jú, þetta er slæm niðurstaða fyrir þá sem vilja einstaklingsfrelsi og sem vilja standa vörð um fullveldi Íslands, en sagan segir okkur að Samfylkingin mun hrynja þegar á reynir.  Ekki er nú frammistaða flokksins hingað til neitt til að hrópa húrra fyrir.


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, berin eru súr. Búhúhú.

AB (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Liberal

Auðvitað er súrt að sjá handónýtan krataflokk vegna vel í könnunum, þó það nú væri.

Þetta gæti samt verið verra, við gætum verið með VG í stórsókn, þá fyrst mætti maður hafa áhyggjur.

Af tvennu illu vil ég frekar hafa stefnulausan flokk (ríkisstjórn, reyndar) blaðurskjóða sem kemur engu í verk, en stórhættulegan flokk aflóga kommúnista sem vilja ráðskast með allt og alla.

Frekar vil ég sjá aumingjaskapinn í núverandi stjórn frekar en félagslegan og fjárhagslegan kjarnorkuvetur sem myndi verða fylgifiskur brjálæðinganna í VG.

En líkt og ég áskil mér rétt að hlakka yfir óförum Samfylkingar í kosningum (í fortíð og framtíð), þá skal ég alveg una öðrum að hlakka yfir óförum Sjálfstæðisflokksins þess á milli.

Nú þurfum við bara að losna við Geir úr formanninum og fá frjálshyggjuna í forystu aftur, og þá verður betri tíð.  Ingibjörg "hérerenginkreppa" Sólrún sér um að stúta sér og sínum flokki sjálf.

Liberal, 1.9.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Hippókrates.

Ekki ertu að tala Frjálslynda Flokkinn? Er hann hægra megin í stjórnmálum? ef svo nær hann að teljast frjálslyndur eða sem frjálshyggjuflokkur? Ef þú telur það, endilega komdu með einhverjar kenningar sem styðja þá skilgreiningu. Stjórnmálfræðinemar hérna á Bifröst hafa verið í mörg ár að reyna að skilgreina FF og hjálp þín væri mikilsmetin.

Fannar frá Rifi, 1.9.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Samfylkingin er flokkur stefnuleysis og glundroða"

Þetta er orðið þreytt þetta með glundroðann... þið íhaldsmenn eruð eimitt að súpa seyðið af glunroða og stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins og þar er móðgun við kjósendur að halda að þeir séu svo mikil fífl að kaupa þetta glundroðakjaftæði sem Mogginn hefur viðhaldið í áratugi... glundroðakenningin hittir þig sjálfan í hausinn.... Liberal.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.9.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Liberal

Gaman að heyra í Jóni Inga, hann er Hannes Hólmsteinn þeirra Samfylkingarmanna, nema hvað í samanburðinum bliknar prófessorinn og virkar sem andófsmaður í frjálshyggjunni.

Glundroðakenningin hefur aldrei verið hengd á einn flokk, heldur á vinstrivænginn almennt, og sú kenning sannaðist fullkomlega þegar Samfylkingin var stofnuð og upp spratt VG. 

En það er eitt víst í þessum heimi, og það er að Jón Ingi Keisarasonur mun verja sitt lið fram í rauðan dauðann og er algerlega ófær um að líta gagnrýnið á Samfylkinguna.

Liberal, 2.9.2008 kl. 07:20

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þar móðgaðist Liberal. Samfylkingarmenn eru gagnrýnni á flokk sinn en flestir. Í Sjálfstæðisflokknum er það bannað enda hafa þeir ekki átt sjö dagana sæla sem það gera.. er þá Frjálslyndi flokkurinn merki um glunroðan í Sjálfstæðisflokknum á sama hátt  og VG ... þessi er skemmtilega langsótt. Veistu hver er munurinn á socialdemocratiskum flokk eða socialistaflokki... sennilega ekki.

En gaman að því hvað Liberal er glöggur...ekki nokkur maður hefur tekið eftir því fyrr að ég sé frálshyggjumaður... ekki einu sinni ég sjálfur en gaman að því að þú fræðir mig... en þá þýðir frjálshyggja eitthvað annað í þinni orðabók en minni en hvað með það

Jón Ingi Cæsarsson, 2.9.2008 kl. 11:14

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Ingi hvaða stefnu hefur Samfylkingin í Orkumálum?

Eru það ekki tvær eða þrjár stefnur sem þar eru uppi á borði? Ef það er ekki sundrung hvað þá?

Fannar frá Rifi, 2.9.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband