Samfylkingin ekki á sama máli

Samfylkingin er ekki á því að hér verði að tryggja fulla atvinnu, alla vega ekki hjá þeim Samfylkingarmönnum sem aðhyllast Fagra Ísland.  Þetta fólk hefur engan áhuga á að hér verði nýttar auðlindir til atvinnusköpunar.  Þetta fólk á helst samleið með Steingrími J. sem virðist róa að því öllum árum að upp verði tekið árið 1979 á nýjan leik.

Samfylkingin er auðvitað flokkur glundroðans og þar er hver höndin upp á móti annari í öllum málum.  Nema reyndar ESB málum, þar sem allir virðast vera sammála um að best sé að afsala okkur fullveldi og hlaupa í pilsfald Brussel.  Samfylkingin, í öllum öðrum málum, hefur nákvæmlega enga stefnu aðra en þá að telja sem flestum trú um að hún tali þeirra máli, án þess þó að tala máli nokkurs. 

Samfylkingin situr uppi með léttu ráðuneytin þar sem mjúku málin liggja, þar sem auðvelt er að vera með gaspur og kjördæmapot.  Að sóa almannafé í hverja vitleysuna á fætur annari.  Samgöngumálin eru föst í 19. öld, þökk sé Kristjáni Möller og þeim milljörðum sem hann dælir í sitt kjördæmi eingöngu.  Sundabrautin er svæfð af Samfylkingunni, sem og flugvallarmálið.

Glundroðinn til vinstri hefur sjaldan verið jafnskæður og núna, þegar við höfum í eina röndina kommúnistana í VG sem heimta að allt verði fært aftur um 30 ár, Samfylkingarliðið sem getur bara sammælst um að láta aðra sjá um að reka landið (hvort sem það er Sjálfstæðisflokkur eða báknið í Brussel), og Framsókn sem vill bæði stórauka ríkisumsvif OG lækka skatta (sem segir sitt um geðheilsu þess elliæra flokks).  Ef þessir flokkar fá að koma að ríkisfjármálum á næstu misserum (á reyndar ekki við um Samfylkinguna sem forðast ábyrgð og ákvarðanir eins og pláguna) er hætt við að hér verði alvöru kreppa, svo djúp að meira að segja Ingibjörg "hérerenginkreppa" Sólrún getur ekki mælt því í mót.


mbl.is Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband