Og bókin fjallar um...

Það hvernig ógeðslega vondur stjórnmálaflokkur ræðst gegn góðum kaupmanni og leggur hann í einelti.  Vondi kallinn er formaður flokksins sem verður svo bankastjóri, og heldur áfram að níðast á hinum góðhjartaða kaupmanni og vinum hans, sem allir eru svo bjartir og góðir og eiga þann draum heitastan að allir lifi í sátt og samlyndi og líði vel sem hérað í góða landinu ESB.  En vondi bankastjórinn vill það ekki.

Svo blandast inn í ógeðslega vondur lögreglustjóri sem vill her og öryggislöggæslu út um allt, en frábær fyrrum borgarstjóri (og rosalega góður læknir) berst eins og Hrói Höttur fyrir hagsmunum litlu dýranna í skóginum, sem auðvaldssvínin eru að útrýma.

Það þarf ekki mikinn speking til að giska á að Hallgrímur Helgason ætlar að tala ENN EINU SINNI um Baugsmálið og hvað Davíð sé vondur.  Og hvað Samfylkingin sé æðisleg. 


mbl.is Hallgrímur Helgason hefur lokið fyrstu drögum að nýrri skáldsögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þú hafir hitt naglann á höfuðið þarna.

Sindri (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband