Öll stjórnin, nema...

Nema Þórunn Sveinbjarnardóttir. 

Ingibjörg "hérerekkikreppa" Sólrún styður álver á Bakka þegar hún er fyrir norðan heiðar en ekki þegar hún er fyrir sunnan heiðar.

Aðrir þingmenn Samfylkingar styðja álver á Bakka, þangað til skoðanakannanir sýna að þeir ættu að hafa aðra skoðun.   

Stundum vill Samfylkingin virkjanir, og stundum ekki.  Og til að gera þetta enn skemmtilegra þá er það aldrei að allir þingmenn Samfylkingarinnar séu á sömu skoðun á sama tíma, en þeir flakka allir á milli skoðana stöðugt.

Samfylkingin er að leggja landið í rúst með botnlausu aðgerðaleysi sínu, og það virðist sem svo að Samfylkingin haldi Sjálfstæðisflokki í gíslingu í ríkisstjórn og komi í veg fyrir að nokkuð sé gert.  

Sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar horft er til ofsahræðslu Samfylkingarinnar við að grípa til aðgerða, flokkurinn sá vill frekar ræða hlutina fram og til baka án þess að nokkur niðurstaða fáist (hver man ekki eftir Sundabrautarruglinu hjá Degi B. Eggertssyni?).

Jóhanna Sigurðardóttir skilur ekkert í því af hverju "aðgerðir" ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum skili ekki neinu, þegar ljóst var í upphafi að ruglingslega reglur um niðurfellingu stimpilgjalda (kratíska leiðin að taka góða hugmynd og eyðileggja hana í framkvæmd með miðstýringu og vitleysisgangi) myndu gera þetta gagnslaust og ónýtt.  

Nú þarf að virkja fallvötnin og gufuna, nýta orkuna til að laða að erlenda fjárfestingu og hætta að hlusta á kommúnistana sem eru sífellt á móti öllu, og fjallagrasaétandi náttúruverndarhippa sem lifa sem afætur á skattgreiðendum.  Skynsemin þarf að komast aftur vil valda og ef það þýðir að Samfylkingunni þurfi að sparka úr stjórn, þá það. 


mbl.is Stjórnin styður álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef þú ert talsmaður einstaklingsfrelsis og minni ríkisafskipta, hvers vegna viltu þá að ríkið standi í stórum fjárfestingum til að búa til atvinnu, þótt fyrir liggi að arðsemi þeirra er svo lítil að einkaaðilar myndu aldrei snerta á þeim?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.9.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Liberal

Ég kæri mig ekkert um að ríkið standi í slíkum fjárfestingum, þvert á móti.  Ég vil hins vegar ekki að ríkið standi í vegi fyrir einkaaðilum í þessum efnum eins og Þórunn virðist ákveðin í að gera, hvað sem tautar og raular.  Ríkið á að greiða götu þeirra sem vilja skapa verðmæti í landinu, með því að afnema boð og bönn sem engum gagnast nema einstaka sérvitringum.

Liggur sem sagt fyrir að stóriðja hér á landi sé með svo lítilli arðsemi að enginn myndi vilja snerta á þeim?  Þá væri nú gaman að sjá rökstuðning fyrir þessari fullyrðingu þinni, því ég veit ekki betur en að sú stóriðja sem er hér nú þegar kvarti ekki, vilji meira að segja auka umsvif sín. 

Liberal, 3.9.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og þú veist a sjálfsögðu betur en hinn alkunni reiknimeistari Þorsteinn, sem kurteisislega benti á augljósa veilu af mörgum í þessu satt best að segja moði þínu, sem meira minnir reyndar á þus í stelpukrakka en ábyrgt mál úr munni fullorðinnar konu!þínu, sem minnir eiginleg

Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband